Motivational Poster of the Day
28.3.2009
Al Harrington tókst að nánast vinna leikinn gegn Clippers á miðvikudaginn með troðslu þegar um 30 sek voru eftir af leiknum og staðan orðin 127-124. Harrington henti honum hins vegar strax frá sér með því að hanga í hringnum of lengi og láta dæma á sig tæknivíti fyrir. Gott dæmi um skynsemi leikmanna New York Knicks. Það er álitamál hvort hann hafi hangið of lengi, en það er enginn nálægt honum þegar hann hangir og það því alger óþarfi. Kíkið á þetta á ca. 1:25.
HookUp: Ball Don't Lie
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
"The most fascinating race for MVP in years has come down to the final dozen games and it's impossible to know which of the three will win. But watching it unfold has been thrilling to the point of exhaustion." - Michael Wilbon, Washington Post.
Magnað video og alveg ótrúleg hælæt sem þessir strákar hafa skilað í vetur. Skil hins vegar ekki hvers vegna Dwight Howard er ekki í myndinni hjá fjölmiðlum þarna úti. Hann er klárlega ástæðan fyrir því að Orlando er annað besta liðið í austurdeildinni í dag.
HookUp: Ball Don't Lie
![]() |
NBA: Gasol fór á kostum í sigri Lakers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
...hér er ekki annað hægt. Það er algert meiriháttar hneyksli að þessi leikur hafi ekki verið sýndur beint í sjónvarpi og til skammar fyrir íþróttadeild Stöðvar 2 sem fjallar um nánast hverja einustu stunu í enska boltanum. Ástand valla ensku úrvalsdeildarliðanna hefur verið umfjöllunarefni í fréttatímum Stöðvar 2.
Persónulega finnst mér að sambandið eigi að grípa hér inn í. KKÍ á að hvetja liðin til að nýta sér netið til að tryggja sem mest coverage á körfuboltanum. Það eiga nánast allir myndbandupptökuvélar í dag og flest liðin taka upp alla leiki sína nú þegar. Það þarf bara að hvetja liðin til þess að klippa þetta efni saman og deila með okkur hinum sem ekki komast á alla leiki. Setja hælæts á YouTube og eftir það skapast umtal. Það er fullt af mögnuðum atvikum að eiga sér stað í körfuboltaleikjum hérna heima en það veit enginn af því vegna þess að það mæta svo fáir á leikina og umfjöllun um þá er ekki upp á marga fiska. RÚV snertir ekki körfuboltan nema í bikarúrslitum og Stöð 2 ekki fyrr en í úrslitakeppninni.
Koma svo íslensk körfuboltalið og takið ykkur KR-TV til fyrirmyndar. Nýtið netið til að rífa körfuboltann upp hérna!
![]() |
Sigurður: Hneyksli að þessi leikur var ekki í beinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenska útgáfan af "The Shot"
28.3.2009
Mikið helvíti er ég pirraður út í Stöð 2 fyrir að láta þessa snilld víkja fyrir beinni útsendingu frá gaulinu í Idol í Smáralindinni! En svona er þetta þegar menn vinna verkin með hálfum hug þá missa þeir af svona gullmolum. Það getur allt gerst í körfubolta og það er margsannað. Það er ömurlegt að hafa ekki orðið vitni af þessu.
Samkvæmt lýsingum fólks og tölfræði leiksins sýnist manni fljótt á litið hafa átt sér stað söguleg viðureign í íslenskum körfubolta. Keflavíkurliðið er augljóslega með hjartað á réttum stað og gefst ekki upp fyrr en á seinasta blóðdropa. Ég hef ekki verið mikill stuðningsmaður Keflavíkur í gegnum tíðina, reyndar fundist þeir óþolandi, en ég tek ofan fyrir þeim eftir þennan leik. Þrátt fyrir að hafa verið sópað út 3-0 geta leikmenn Keflavíkur borið höfuð hátt eftir slíka baráttu. Pellot-Rosa með svakalegan leik á hárréttu augnabliki. 51 stig (16/32, 18/21 í vítum), 14 fráköst, 8 stoðsendingar, 3 blokk og 2 stolnir! Aðeins 4 tapaðir boltar eftir 58 mínútna leik. Bilun. Held ég hafi aldrei séð jafn háan framlagsstuðul í leik á Íslandi - 55 stig!!! Jonni með 22 og 11, Siggi Þorsteins með 19 og 17 grip.
Hjá KR var Kobbi með triple-double, 31 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar. 6 stolna bolta! Jason með 30 og 13. Hver annar en Golden Boy með ótrúlegt þriggja stiga skot í blálokin á annarri framlengingunni til að jafna og tryggja þriðju framlenginguna. Þvílíkur leikmaður. Snillingarnir hjá KR-TV skelltu inn á YouTube myndskeiði af seinustu mínútunum í annarri framlengingunni og skotinu. Þeir ætla einnig að klippa saman hælæts úr leiknum og setja á netið. Frábært framlag frá KR-ingum.
KR og Kef, hafið þakkir fyrir að sýna fólki hversu skemmtileg íþrótt körfuboltinn er. Stöð-2, hafið big fat middle finger í loftið frá mér fyrir að klúðra þessu svona.
Behold... The Shot
![]() |
KR sigraði eftir fjórar framlengingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dáldið fyndið
27.3.2009
Tékkið á gaurnum til vinstri sem er líka í viðtalinu þegar það líður yfir hana. Hann horfir bara og bíður eftir að hún ranki við sér.
Shaq lætur Greg Oden heyra það
27.3.2009
When asked what he thought of Oden, ONeal told HoopsWorld:
I dont. Im a Shogun. You cant ask me about a low level ninja. I still have to worry about Yao Ming, Dwight Howard.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haystak dissar Eminem
26.3.2009
Á MySpace síðu Haystak er að finna slatta af lögum þar sem hann einbeitir sér að því dissa og drulla yfir Em. Virðist vera eitthvað tregur því hann segist ekki ætla að hætta fyrr en hann fær svar frá Em.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bow Wow - Like This (Video)
26.3.2009
New Jack City II kemur út um mánaðamótin...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Retro Emmcee: Pharcyde - Ya Mama
26.3.2009
Um daginn fór ég að rifja upp fyndin móment á körfuboltavellinum og nefndi eitt þegar Márus Arnarson, sem lék með ÍR hér í den, var með smá trash talk við Sandy Anderson hjá Þór Ak fyrir um 15 árum síðan. Þetta lag er í raun kveikjan að því öllu. Lag sem við Eazy hlustuðum mikið á bekk in ðe mekk. Hlusta vel á textann, Trausti.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)