Hef sjaldan verið sammála þessum manni, en...

...hér er ekki annað hægt.  Það er algert meiriháttar hneyksli að þessi leikur hafi ekki verið sýndur beint í sjónvarpi og til skammar fyrir íþróttadeild Stöðvar 2 sem fjallar um nánast hverja einustu stunu í enska boltanum.  Ástand valla ensku úrvalsdeildarliðanna hefur verið umfjöllunarefni í fréttatímum Stöðvar 2.

Persónulega finnst mér að sambandið eigi að grípa hér inn í.  KKÍ á að hvetja liðin til að nýta sér netið til að tryggja sem mest coverage á körfuboltanum.  Það eiga nánast allir myndbandupptökuvélar í dag og flest liðin taka upp alla leiki sína nú þegar.  Það þarf bara að hvetja liðin til þess að klippa þetta efni saman og deila með okkur hinum sem ekki komast á alla leiki.  Setja hælæts á YouTube og eftir það skapast umtal.  Það er fullt af mögnuðum atvikum að eiga sér stað í körfuboltaleikjum hérna heima en það veit enginn af því vegna þess að það mæta svo fáir á leikina og umfjöllun um þá er ekki upp á marga fiska.  RÚV snertir ekki körfuboltan nema í bikarúrslitum og Stöð 2 ekki fyrr en í úrslitakeppninni. 

Koma svo íslensk körfuboltalið og takið ykkur KR-TV til fyrirmyndar.  Nýtið netið til að rífa körfuboltann upp hérna! 


mbl.is Sigurður: „Hneyksli að þessi leikur var ekki í beinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Hverjum er ekki sama

Ómar Ingi, 28.3.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Emmcee

Mér er ekki sama.

Emmcee, 28.3.2009 kl. 11:26

3 Smámynd: Ómar Ingi

En þú mætir þá bara á Hannah Montana

PS: Getur líka alltaf mótmælt og hætt með sportið.

Ómar Ingi, 28.3.2009 kl. 12:38

4 identicon

Getur ekki bent á getuleysi RUV hér. Samningar eru í gangi á milli Stöð 2 og deildarinnar og því í þeirra höndum að sýna frá leikjunum. Reyndar skrítið að hann hafi ekki verið sýndur á Stöð 2 Sport - hélt að þeir væru að sýna frá öllum þessum leikjum.

En mikið er ég sammála þér varðandi stinningu þeirra í garð enska boltans. Hallærislegt - en að sama skapi þá eru þeir einkarekin stöð og verða að fylgja markaðsaðstæðum.

Guðgeir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 12:47

5 Smámynd: Emmcee

Jú, rétt er það að Stöð 2 eigi (og vannýti) sýningaréttinn á Iceland Express deildinni.  Bikarkeppnin er hins vegar ekki einn leikur og því upplagt fyrir RÚV að hoppa inn í fleiri leiki þar.  Svo er líka fyrirtækjabikarinn.  Fullt af möguleikum í boði fyrir þá sem hafa áhuga á.

Rétt að St2 sé einkarekin og þurfi því að beygja sig eftir kröfum markaðarins en öllu má þó ofgera.  St2 hefur líka bara eitt LIVE crew og búnað og það var allt upptekið í Smáralindinni að færa okkur Idolið.  Gott og blessað, eflaust meira áhorf á Idol en úrslitakeppni körfunnar, en algert lágmark að senda þá tvo til þrjá kamerumenn og taka helv. leikinn upp til endursýningar.

Emmcee, 28.3.2009 kl. 13:01

6 Smámynd: Ómar Ingi

Er þetta ekki bara spurning um áhorf , horfir einhver á íslenskan körfubolta í Sjónvarpi ehhh nei ekki samkvæmt áhorfsmælingum gallup.

Ómar Ingi, 28.3.2009 kl. 13:49

7 Smámynd: Emmcee

Nei, eðlilega ekki þegar enska boltanum og Landsbankadeildinni (sálugu) er troðið ofan í kokið á okkur í 90% af útsendu sjónvarpsefni sem tengt er íþróttum.  Framboðið er samasem ekkert og því eru þær mælingar sem þú nefnir (ef þær eru til) ekki marktækar.

Emmcee, 28.3.2009 kl. 13:57

8 Smámynd: Ómar Ingi

Ekki marktækar nei

Af hverju heldurðu að ekki sé meiri skil gerð á þessum bolta

Bara af því ?

markaðurinn ræður framboð og eftirspurn.....

Ómar Ingi, 28.3.2009 kl. 14:00

9 Smámynd: Emmcee

Það er hins vegar hægt að hafa áhrif á eftirspurn með betra framboði.  Formúlan er gott dæmi.  Tilraunaverkefni hjá RÚV sem heldur betur skilaði sér.  Mikil og góð umfjöllun um bíla sem keyra í hringi.  Húsmæður um allt land að froðufella yfir þessu.  Það er hægt að gera allt vinsælt.

Emmcee, 28.3.2009 kl. 14:14

10 Smámynd: Ómar Ingi

Formúlan er vinsæl um heim allan ertu að líka Isl körfuboltanum við hana

Þarftu ekki að fara að láta athuga þig ?.

Ómar Ingi, 28.3.2009 kl. 20:01

11 Smámynd: Emmcee

Nei, ég er ekki að líkja þessu tvennu saman.  Ég var að segja að hægt væri að gera nánast allt vinsælt með fullt af exposure og umfjöllun.  Er íslenskur fótbolti og Formúlan sambærileg í gæðum?  Heldur betur ekki.  Himinn og haf þar á milli en umfjöllunin og air-time er hins vegar miklu meiri í tuðrusparkinu.

Gott dæmi er NBA körfuboltinn.  Mjög svo samanburðarhæfur í gæðum við Formúluna en fær afar slaka umsjón hjá St-2.  Virðist vera rekið áfram af hálfgerðri skyldurækni en áhuga.  Eitthvað sem þarf að vera til að uppfylla einhvern fjölbreytni-kvóta. 

En það má vel vera að áhugi sé bara ekki fyrir þessu og því fái körfuboltinn aldrei það coverage sem mér persónulega finnst hann eiga skilið.  Markaðurinn ræður og þá verður það bara á ábyrð sérvitringa eins og mér að sjá þessum örfáu sem hafa áhuga fyrir almennilegri körfubolta/NBA umfjöllun.

Emmcee, 28.3.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband