Undarleg sjón
26.3.2009
Það var hálfpínlegt að horfa upp á Íslandsmeistara Keflavíkur hlaupandi um völlinn með brækurnar á hælunum í fyrri hálfleik. 27 stig í fyrri hálfleik á eigin heimavelli?! Þetta hlýtur bara að vera eitthvað met þarna í "Sláturhúsinu". Hvað sem þeir reyndu var brotið á bak aftur af sterkri vörn KR-inga. Einnig dáldið poetic justice að sjá þjálfara þeirra og leikmenn væla í dómurum yfir "meðferð" KR. Fyrir ári síðan vorum við ÍR-ingar á sama stað og KR-ingar nema hvað þá var þessu snúið á hinn veginn. Við vorum að láta Kef berja okkur í rykið. Því verður að viðurkennast að þetta var óneitanlega gleðilegt að horfa á. Sorry Kefs.
Props til Kef hins vegar fyrir að rífa sig upp á rasshárunum í seinni hálfleik og spila eins og menn, en munurinn var bara einfaldlega orðinn allt of mikill. Erfitt að ráða við Golden Boy þegar hann er í þessum ham. 35 kvikindi (11/18), 4 stoðir, 3 stolnir og aðeins 3 tapaðir boltar. Maðurinn með tuðruna nánast allan leikinn. Þessi tölfræði er bara rugl. Kef megin var Jesse bestur með 26 stig og 7 fráköst. Siggi Þorsteins hefur verið heldur betur að standa sig það sem af er úrslitakeppni. 14,8 stig, 10,5 fráköst og 1,5 blokk að meðaltali. Það er hins vegar á brattann að sækja fyrir meistarana og nánast ómögulegt fyrir þá að snúa þessu við upp úr þessu, með næsta leik í DHL-höllinni annað kvöld. Sayonara suckas!
![]() |
Íslandsmeistararnir með bakið upp við vegg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað varð um þetta Snæfellslið?
26.3.2009
Á heimavelli að berjast fyrir tilverurétti í þessari keppni og það mætir enginn í leikinn til að spila nema þjálfararnir. Siggi átti flottan leik, 27 stig (10/15) og 6 fráköst. Réðst að körfunni þegar þurfti og setti niður löngu skotin. Hlynur hefur oft verið betri en var samt mjög sterkur undir körfunni með 18 stig og 8 fráköst. Wagner gersamlega fjarverandi og bósmanninn hjá þeim alveg gagnslaus. Brenton átti frábæran leik fyrir Grinds, 23 stig (9/15) og 5 stoðir, og einnig Þorleifur með 17 stig (7/9). Helgi Guðfinns sýndi gamla takta og stýrði leiknum vel á meðan Arnar sat á bekknum nánast allan 2. fjórðung.
Ótrúlegt hvað Snæfellingar áttu erfitt með að stoppa þetta leikkerfi Grinds þar sem bakvörðurinn fær eitt skrín á toppnum og fer beint í þrist. Svona kerfi á bara að ganga upp einu sinni til tvisvar þar til vörnin hisjar upp um sig. Var ekki tilfellið þarna hins vegar.
![]() |
Grindavík sigraði Snæfell |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að éta gólfið
26.3.2009
Muniði eftir þessum? Hér er annar. Kamán hvítu strákar! Er alveg bannað að troða með stæl og halda svo í hringinn svo maður hrynji ekki á andlitið í gólfið?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er Dwight Howard "genatískt tröll"?
26.3.2009
Svali Björgvins kallaði Shaq alltaf hérna áður fyrr "genatískt tröll" og hef ég aldrei séð neinn annan í NBA deildinni sem á skilið sams konar nafngift fyrr en nú...
Dwight Howard hefur átt í vandræðum með að spila vel gegn Boston undanfarið, enda Boston eitt besta varnarlið deildarinnar. Það var hins vegar ekki alveg uppi á teningnum nú þegar Orlando tók á móti Boston í nótt. Howard með 24 stig (11/18), 21 frákast (helming allra frákasta liðsins), 4 blokk og 2 stolna. 12 stig og 10 fráköst bara í fyrsta leikhluta!!! Boston menn gátu hreinlega ekki hindrað drenginn við að taka niður fráköstin og alveg saman hvernig hann var stiginn út þá reif hann niður allt sem var laust í loftinu. Ekki nóg með það heldur tryggði hann Magic sigurinn með því að blokka Paul Pierce í lokin (hversu vafasamt sem það lítur út í endursýningu).
Strákurinn hefur vaxið allsvakalega á undanförnum árum, bæði líkamlega og spilamennskan einnig. Sumir segja að Patrick Ewing sé ástæðan fyrir þessu, en hann hefur unnið mikið með Howard. Aðrir segja aðrar ástæður liggi að baki. Er kannski hægt að kalla hann "anabólískt tröll"?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"The Shot"
26.3.2009
Nú þegar LeBron James og félagar hafa sett nýtt sigurleikjamet fyrir félagið er vert að kanna hvernig '88-'89 tímabilið hjá Cleveland Cavaliers endaði, en það var tímabilið sem þeir fyrst náðu að vinna 57 leiki skv. fréttinni. Jú, mikið rétt. Það var einmitt Michael Jordan sem sendi þá Daugherty, Price, Nance, Ehlo og Williams snemma í sumarfrí með einu skoti sem síðar hefur verið kallað "The Shot".
Bulls og Cavs mættust í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þetta árið og staðan var orðin jöfn 2-2 og Cleveland með heimaleikjaréttinn. Fyrirkomulagið í fyrstu umferð NBA úrslitakeppninnar var þá "Best of 5" eða liðin þurftu að vinna 3 leiki til að komast áfram. Með 19 sekúndur eftir í stöðunni 97-98 fyrir Cleveland, hefst ævintýrið. Magnaðar lokasekúndur eins og myndbandið sýnir.
Leikmaður nr. 3 hjá Cleveland, Craig Ehlo hefur verið, þrátt fyrir mjög góðan feril hjá Cavaliers, nánast einungis þekktur fyrir það að láta Michael Jordan skora í andlitið á sér í úrslitakeppninni. Bulls slógu svo Knicks út í annarri umferð 4-2 en létu svo "slæmu strákana" í Detroit henda sér út í þeirri þriðju 2-4. Detroit sópuðu svo Lakers 4-0 í úrslitunum.
Fréttin nefnir einnig '91-'92 tímabilið þar sem Cavs unnu einnig 57 leiki. En þá voru Cavaliers það heppnir að mæta ekki Bulls fyrr en í undanúrslitum þar sem Bulls sendu þá heim 4-2. Bulls unnu svo titilinn 4-2 gegn Portland Trail Blazers það árið.
Michael Jordan átti marga mjög magnaða leiki gegn þessu Cleveland liði og sá oftast til þess að þeir komust aldrei að titilbaráttu. Á tímabilinu 1988-1993 slógu Jordan og Bulls þá út í fjórum tilfellum af fimm, en árið 1991 komust Cavs ekki í úrslitakeppnina. Þess vegna hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna Cleveland liðið leyfir LeBron James að spila í treyju nr. 23.
![]() |
Cleveland með félagsmet - Boston tapaði í Orlando |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er af sem áður var...
25.3.2009
Þegar þessi lið mættust fyrir ca. 20 árum síðan var alger orusta inni á vellinum í þær 48 mínútur sem leikurinn lifði. Menn börðu á hvor öðrum, þó Chicago liðið hafi nú tekið oftar á móti höggum en öfugt. Það er eitthvað annað uppi á tengingnum núna. Derrick Rose er meiddur og því Hinrich sem stjórnar liðinu í þessum leik. Hinrich er fínn sóknarmaður og ágætisleikstjórnandi, en kamán!!! Gaurinn er gersamlega að sauma sundur og saman "vörnina" hjá Detroit. Þetta er allt gersamlega galopið og menn horfa bara á á meðan það er skorað í andlitið á þeim. Bill Laimbeer hefur verið brjálaður heima að horfa á þetta í gær. Bankað kellinguna og lamið bjórdós í hausinn á sér.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Svakalegur frágangur hjá Lakers liðinu
25.3.2009
Þetta er alveg hreint magnað hraðaupphlaup hjá þeim félögum í Lakers liðinu. Löng sending frá Gasol til Kobe sem sendir hann viðstöðulaust aftur fyrir bak á Ariza sem hamrar hann heim. Sick!
![]() |
Allt í sóma í Oklahoma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
PAxel á flugi?!!! Annað hvort er búið að fótósjoppa kallinn upp í loftið eða KR-ingarnir þarna eru á hnjánum. Hvað var að gerast þarna? Veit það einhver? Var hann að fara upp í vindmillutroðslu?! Einmitt... Segið frá.
![]() |
Betra fyrir Grindavík að hafa mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mos Def - Words
25.3.2009
Þetta er snillingur... Bara til að minna okkur á að Ecstatic kemur í vor.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Black Skeptik - Rent ft. KRS-One (Video)
24.3.2009
Þessi gaur er frekar slappur en KRS-One kemur þarna inn og neglir þetta algerlega. Old school will never die...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)