Rudy Gay tekur flugið
31.3.2009
Ekkert sérlega gay troðsla hjá honum samt...
![]() |
Cleveland er á toppnum í körfunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nike Signature Moves - Deron Williams
31.3.2009
Nike.com hafa fengið helstu stjörnurnar sínar til að útbúa kennslumyndbönd með helstu einkennandi hreyfingum sínum, eða Signature Moves. Þar eru LeBron James, Kobe Bryant, Manu Ginobili og sá sem ég hef mestan áhuga á að stúdera... Deron Williams. Hann sýnir m.a. þessa hreyfingu sem hann kallar "Crossover / Step Back" sem maður hefur séð hann framkvæma á nánast öllum stóru mönnum deildarinnar. Tók þetta t.d. á David Lee hjá Knicks í gær (kíkið hér á 0:22).
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Public Enemy - Who's Your Hero (Video)
30.3.2009
Af Beats and Places (2006).
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
72 - 10
30.3.2009
Talandi um árangur Cleveland Cavaliers núna sem hafa sigrað 60 leiki í vetur en aðeins tapað 13, þá er vert að rifja upp árangur bestu NBA liða allra tíma. Ef Cavs halda ótrauðir áfram og sigra þá níu leiki sem eftir eru jafna þeir næstbesta árangurinn í NBA deildinni, en það var LA Lakers liðið 1971-72 sem náði þeim árangri með Jerry West og Wilt Chamberlain í broddi fylkingar. Þeir unnu til að mynda 33 leiki í röð á því tímabili, en til samanburðar er lengsta winning streak Cleveland í ár er einmitt rönnið sem þeir eru á núna eða "aðeins" 12 leikir.
Það var hins vegar Chicago Bulls liðið 1995-96 sem á allra besta árangur NBA deildarinnar fyrr og síðar, 72 sigurleikir og 10 töp. Þetta var fyrsta heila tímabil Michael Jordan eftir fyrri endurkomu. Það var augljóst í hvað stefndi eftir að Jordan kom aftur í lok tímabilsins 94-95 og að tapa fyrir Orlando í úrslitakeppninni að eitthvað stórkostlegt var í uppsiglingu. Toni Kukoc var kominn í liðið, Rodman kom í skiptum fyrir Will Perdue, Luc Longley í miðjunni og Steve Kerr fenginn inn eftir að Paxon hafði lagt skóna á hilluna. Byrjuðu tímabilið 41-3 og höfðu þá tapað aðeins útileikjum gegn Orlando, Seattle og Indiana, sem voru með mjög sterk lið þá. Svo hélt þetta áfram í úrslitakeppninni þar sem liðið tapaði aðeins 3 leikjum. Þegar tímabilinu lauk með 4-2 sigri á Seattle Supersonics í úrslitum, hafði liðið unnið 87 af 100 leikjum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
King James valtar yfir dómara
30.3.2009
Cleveland Cavaliers unnu góðan sigur á Dallas Mavericks í nótt eftir að hafa verið einhverjum 15 stigum undir í fyrsta fjórðung. Vinna svo leikinn með 28 stigum. Þetta er alveg hreint magnað lið og farið að minna á Chicago Bulls tímabilið '95-'96. King James gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir dómarann í leiknum eins og sést í myndbandinu.
![]() |
Ekkert fær stöðvað Cleveland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er eitthvað nýtt lag. Er ekki á disknum hennar.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
The Final Four eru klár
30.3.2009
Michigan State vs. UConn og Villanova vs. UNC verða í Final Four næstu helgi. Tveir leikir voru í gær þar sem Michigan State slógu út Louisville og UNC slógu út Oklahoma. Hælæts úr leikjunum... magnaður körfubolti.
Undanúrslitin verða á laugardaginn, Michigan State vs. UConn um kl. 10 og Villanova vs. UNC um kl. 1 eftir miðnætti. Úrslitaleikurinn verður svo á mánudaginn um kl. 1 eftir miðnætti.
Allir leikirnir í beinni eða endursýningu hér.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlist | Breytt 30.3.2009 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Af vef körfuknattleiksdeildar KR:
1146 IP tölur tengdust KRTV á föstudag
KRTV hefur aldrei áður fengið jafn margar heimsóknir einsog var föstudaginn 27. mars 2009 þegar KR-ingar mættu Keflavík í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Expressdeildarinnar. 6140 sinnum var tengst við KRTV af 1146 notendum.
Algjört met var sett á KRTV þegar að sent var út frá leik KR og Keflavíkur, en 1146 IP tölur tengdust við KRTV á meðan leiknum stóð sem er met. Álagið á punktinum var það mikið að margir lentu í því að útsendingin fraus.Alls var áhorf frá 18 löndum utan Íslands og var mest horft frá Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Þýskalandi.
Sem útskýrir ansi margt því það var ekki nokkur möguleiki fyrir mig að tengjast vefþjóninum þegar ég var að reyna að horfa á leikinn. Playerinn var bara freðinn. Þetta er samt magnað. Þúsund manns í DHL höllinni og annað eins út um allan heim að horfa á netinu. KR-ingarnir ætla samt að henda hælæts úr leiknum á YouTube og reyna svo að koma öllum leiknum á netið einhvern veginn.
HookUp: KR vefurinn
![]() |
Hlynur: Ég var alltaf handviss um að við myndum vinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
T-Pain slasar sig á GOLFBÍL!
29.3.2009
Verður það mikið lúðalegra? Sá hefur verið fullur að keyra þetta því þessi bílar rétt slefa áfram á engum hraða. Fékk skurði í andlit og missti fjórar tennur?
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
HAxel stöffar yfir Ísak Einars
28.3.2009
Sá að Hörður Axel setti niður vítin til að jafna leikinn í 105-105 í gær. Minnti mig á þetta. Mögnuð troðsla.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)