D-Wade getur þetta ekki einn
20.4.2009
Atlanta Hawks vs. Miami Heat 90-64 (1-0)
Horfði á byrjunina á þessum leik og ég hélt að þessi leikur gæti í raun orðið eitthvað spennandi þar til Josh Smith fór að troða yfir allt á vellinum og leikmenn Miami að standa eins og bjánar í vörninni með hnefann í afturendanum. D-Wade mætti einn til leiks hjá Miami en hann var samt fjarri sínu besta. Vörnin hjá Miami var í molum en vörnin hjá Atlanta gegnheil þar sem Miami tókst aðeins að skora 64 stig í öllum leiknum.
Denver Nuggets vs. New Orleans Hornets 113-84 (1-0)
Denver gersamlega niðurlægði Hornets í nótt með 36 stigum. Chauncey Billups í ruglinu með 36 stig, 8/9 í þristum og 8 stoðsendingar.
![]() |
Stórsigrar hjá Denver og Atlanta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sofandi vörn Orlando tapaði leiknum
20.4.2009
Orlando Magic vs. Philadelphia 76ers 98-100 (0-1)
Orlando Magic sváfu á verðinum og létu Philly éta hægt og rólega upp 18 stiga mun í seinni hálfleik og gátu svo ekki nema horft á meðan Andre Iguodala tryggði sigurinn þegar 2 sekúndur voru eftir af leiknum með skoti í andlitið á Turkuglu. Orlando byrjuðu mjög vel og virtust ætla að taka sýna Philly strax að þeir væru annað besta liðið í austrinu, en þá sofnaði vörnin. Sixers byrjuðu svo að saxa á með Miller, Iguodala og síðast en ekki síst gamla brýnið Donyell Marshall sem setti niður 3 þrista úr 4 tilraunum aðeins í fjórða hluta.
Bekkurinn hjá Orlando var alveg ónýtur en sömu sögu var heldur betur ekki að segja um Sixers, þar sem bekkurinn skilaði 42 stigum í pottinn. Theo Ratliff, annar öldungur hjá Sixers kom sterkur inn af bekknum og lét Howard vinna fyrir sínu. Courtney Lee var reyndar frábær í liði Orlando og virtist ekki geta klikkað á tímabili. Var að sökkvar langskotum og slassja að körfunni eins og vitlaus maður. Það hins vegar blasti allverulega fyrir mér nú þegar ég horfði á þennan leik að Dwight Howard er á untouchables-listanum hans David Stern. Hann komst upp með ansi margar 3 sekúndur og fékk dæmdar furðulegustu villur á þá sem voru að dekka hann. Hann jafnvel hékk í hringnum í einhverjar sekúndur eftir troðslu án þess að fá svo mikið sem áminningu fyrir. Alla vega fékk Al Harrington að kenna á þessari reglu fyrr í vetur.
![]() |
Óvæntur sigur 76ers í Orlando |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flying Lotus - Tea Leaf Dancers
20.4.2009
Flying Lotus Music Promo from Phil and Nick on Vimeo.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Veit ekki hvenær þeir drullast til að fá hann hingað til lands - anyway... cop dat shit!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lake Show farið að rúlla
20.4.2009
Los Angeles Lakers vs. Utah Jazz 113-100 (1-0)
Lakers þurftu ekki Andrew Bynum til að ganga frá Utah Jazz í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Ariza, Gasol og Bryant skoruðu samtals 65 af 113 stigum Lakers. Odom kom sterkur inn af bekknum með 13 stig og Shannon Brown líka með 9 stig (3/3 í þristum). Boozer öflugur hjá Jazz með 27 stig og 9 fráköst. D-Will var ekki að finna sig í sókninni (16 stig, 4/14) en fann nánast alla aðra í sókninni með 17 stoðsendingar í leiknum.
Breiddin hjá Lakers er klárlega of mikil fyrir Jazz liðið og sérstaklega þar sem Utah eru mjög slappir á útivelli. Útlit fyrir að spá mín um 4-0 sóp hjá Lakers eigi eftir að standa.
![]() |
Lakers lögðu Utah í fyrsta leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ABC sjónvarpsstöðin með Kobe special
20.4.2009
Þetta var sýnt í hálfleik í Lakers leiknum. Kobe endaði svo með að fara framúr Magic Johnson í stigaskori Lakers-manna í úrslitakeppni. "When I realized I was better than everyone..." Hógvær drengur hann Kobe Bryant.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brandon Jennings - Eastbay Funk Dunk
20.4.2009
NBA bound...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
LA Lakers - Utah Jazz LIVE hérna
19.4.2009
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Postgame Yao Ming
19.4.2009
Umfjöllun um leikinn hér.
![]() |
Útisigrar hjá Houston og Dallas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Postgame Derrick Rose
19.4.2009
Umfjöllun um leikinn hér.
![]() |
Chicago lagði Boston á útivelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Portland réði ekkert við Yao Ming
19.4.2009
Houston Rockets vs. Portland Trail Blazers 108-81 (1-0)
Yao Ming var einfaldlega of mikið fyrir ungt Portland liðið. Kínverski centerinn skoraði öll sín 24 stig í fyrri hálfleik, setti niður 9/9 og var 6/6 í vítum, 2 blokk og 9 fráköst. Yao sat allan fjórða hlutann. Aaron Brooks var einnig frábær í liði Houston með 27 stig (10-17) og 7 stoðsendingar og fór oft illa með Portland vörnina. Byrjunarlið Rockets skoraði 94 af 108 stigum liðsins.
Hjá Portland var það aðeins Brandon Roy sem eitthvað virtist vera á lífi með 21 stig auk þess sem Greg Oden kom sterkur inn af bekknum 15 stig og 5 fráköst.
Íþróttir | Breytt 20.4.2009 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)