FACE!!!

FACE


D-Wade getur þetta ekki einn

Atlanta Hawks vs. Miami Heat 90-64 (1-0)

Horfði á byrjunina á þessum leik og ég hélt að þessi leikur gæti í raun orðið eitthvað spennandi þar til Josh Smith fór að troða yfir allt á vellinum og leikmenn Miami að standa eins og bjánar í vörninni með hnefann í afturendanum.  D-Wade mætti einn til leiks hjá Miami en hann var samt fjarri sínu besta.  Vörnin hjá Miami var í molum en vörnin hjá Atlanta gegnheil þar sem Miami tókst aðeins að skora 64 stig í öllum leiknum. 

Denver Nuggets vs. New Orleans Hornets 113-84 (1-0)

Denver gersamlega niðurlægði Hornets í nótt með 36 stigum.  Chauncey Billups í ruglinu með 36 stig, 8/9 í þristum og 8 stoðsendingar.


mbl.is Stórsigrar hjá Denver og Atlanta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandi vörn Orlando tapaði leiknum

Orlando Magic vs. Philadelphia 76ers 98-100 (0-1)

Orlando Magic sváfu á verðinum og létu Philly éta hægt og rólega upp 18 stiga mun í seinni hálfleik og gátu svo ekki nema horft á meðan Andre Iguodala tryggði sigurinn þegar 2 sekúndur voru eftir af leiknum með skoti í andlitið á Turkuglu.  Orlando byrjuðu mjög vel og virtust ætla að taka sýna Philly strax að þeir væru annað besta liðið í austrinu, en þá sofnaði vörnin.  Sixers byrjuðu svo að saxa á með Miller, Iguodala og síðast en ekki síst gamla brýnið Donyell Marshall sem setti niður 3 þrista úr 4 tilraunum aðeins í fjórða hluta. 

Bekkurinn hjá Orlando var alveg ónýtur en sömu sögu var heldur betur ekki að segja um Sixers, þar sem bekkurinn skilaði 42 stigum í pottinn.  Theo Ratliff, annar öldungur hjá Sixers kom sterkur inn af bekknum og lét Howard vinna fyrir sínu.  Courtney Lee var reyndar frábær í liði Orlando og virtist ekki geta klikkað á tímabili.  Var að sökkvar langskotum og slassja að körfunni eins og vitlaus maður.  Það hins vegar blasti allverulega fyrir mér nú þegar ég horfði á þennan leik að Dwight Howard er á untouchables-listanum hans David Stern.  Hann komst upp með ansi margar 3 sekúndur og fékk dæmdar furðulegustu villur á þá sem voru að dekka hann.  Hann jafnvel hékk í hringnum í einhverjar sekúndur eftir troðslu án þess að fá svo mikið sem áminningu fyrir.  Alla vega fékk Al Harrington að kenna á þessari reglu fyrr í vetur.


mbl.is Óvæntur sigur 76ers í Orlando
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flying Lotus - Tea Leaf Dancers


Flying Lotus Music Promo from Phil and Nick on Vimeo.


20. apríl - Asher Roth diskurinn kemur út í USA

Veit ekki hvenær þeir drullast til að fá hann hingað til lands - anyway... cop dat shit!


Lake Show farið að rúlla

Los Angeles Lakers vs. Utah Jazz 113-100 (1-0)

Lakers þurftu ekki Andrew Bynum til að ganga frá Utah Jazz í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni.  Ariza, Gasol og Bryant skoruðu samtals 65 af 113 stigum Lakers.  Odom kom sterkur inn af bekknum með 13 stig og Shannon Brown líka með 9 stig (3/3 í þristum).  Boozer öflugur hjá Jazz með 27 stig og 9 fráköst.  D-Will var ekki að finna sig í sókninni (16 stig, 4/14) en fann nánast alla aðra í sókninni með 17 stoðsendingar í leiknum. 

Breiddin hjá Lakers er klárlega of mikil fyrir Jazz liðið og sérstaklega þar sem Utah eru mjög slappir á útivelli.  Útlit fyrir að spá mín um 4-0 sóp hjá Lakers eigi eftir að standa. 


mbl.is Lakers lögðu Utah í fyrsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ABC sjónvarpsstöðin með Kobe special

Þetta var sýnt í hálfleik í Lakers leiknum.  Kobe endaði svo með að fara framúr Magic Johnson í stigaskori Lakers-manna í úrslitakeppni.  "When I realized I was better than everyone..."  Hógvær drengur hann Kobe Bryant.


Brandon Jennings - Eastbay Funk Dunk

NBA bound... 


LA Lakers - Utah Jazz LIVE hérna

http://www.justin.tv/cadinho4


Postgame Yao Ming

Umfjöllun um leikinn hér


mbl.is Útisigrar hjá Houston og Dallas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Postgame Derrick Rose

Umfjöllun um leikinn hér


mbl.is Chicago lagði Boston á útivelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rocawear

ROC4LIFE.COM


Ne-Yo - Part Of The List (Video)


Black Eyed Peas - Boom Boom Pow (Video)


Portland réði ekkert við Yao Ming

Houston Rockets vs. Portland Trail Blazers 108-81 (1-0) 

Yao Ming var einfaldlega of mikið fyrir ungt Portland liðið.  Kínverski centerinn skoraði öll sín 24 stig í fyrri hálfleik, setti niður 9/9 og var 6/6 í vítum, 2 blokk og 9 fráköst.  Yao sat allan fjórða hlutann.  Aaron Brooks var einnig frábær í liði Houston með 27 stig (10-17) og 7 stoðsendingar og fór oft illa með Portland vörnina.  Byrjunarlið Rockets skoraði 94 af 108 stigum liðsins.

Hjá Portland var það aðeins Brandon Roy sem eitthvað virtist vera á lífi með 21 stig auk þess sem Greg Oden kom sterkur inn af bekknum 15 stig og 5 fráköst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband