D-Rose Top10 plays 2009

Þetta nr. 5 er bara pure evil.  Hvað er hann annars alltaf að níðast á Andre Miller.  Úff!


mbl.is Rose nýliði ársins í NBA-deildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flip er með þetta


mbl.is Saunders fær 575 milljónir kr. í árslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mutombo: It's over


mbl.is Ferill Dikembe Mutombo er á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toppliðin komin á flug

Cleveland Cavaliers vs. Detoit Pistons 94-82 (2-0)

Cavs urðu kærulausir í þessum leik og ákváðu að hvíla King James aðeins of snemma.  Í upphafi fjórða hluta var James sestur á bekkinn og kominn í upphitunargallan þegar bekkurinn hjá Pistons fór að saxa á 29 stiga forskot Cleveland.  James hoppaði aftur inn á til að koma reglu á hlutina og náðu að landa öruggum sigri, en sleppa með skrekkinn.  James er augljóslega of mikið fyrir Detroit vörnina og virtist hann geta hrist af sér hvaða tilraunir Detoit manna til að dekka hann.  Sést best í myndbandinu á ca. 0:50 hvað þetta kvikindi er ómannlegt þegar hann keyrir inn í teiginn og 3 Pistons menn stökkva á hann en hrynja jafnóðum í gólfið.

Los Angeles Lakers vs. Utah Jazz 119-109 (2-0)

Lakers ekki í sýnilegum vandræðum með Jazz, þó þeir virtust ekki geta hrist þá algerlega af sér.  Utah læddust alltaf aftur inn í leikinn og náðu oft að halda leiknum jöfnum en þá stappaði Kobe þá aftur í svaðið.  Ariza að stíga upp enn og aftur, 3/3 í þristum og 9 stoðsendingar.

Portland Trail Blazers vs. Houston Rockets 107-103 (1-1)

Houston urðu fyrir miklu áfalli snemma í fyrsta hluta þegar Dikembe Mutombo hrundi í gólfið eftir samstuð við Greg Oden og borinn af leikvelli.  Mutombo sagði síðan eftir leikinn að ferillinn væri á enda.  Ekki gott fyrir Houston þar sem Mutombo gat gefið Yao Ming mikilvæga hvíld.  Það verður forvitnilegt að sjá hver áhrifin af þessu verða á Rockets liðið.  Brandon Roy var í ruglinu með 42 stig (15/27).  Hvernig fer annars Greg Oden að því að fá 6 villur á 11 mínútum?!


mbl.is Lakers og Cleveland með vænlega stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seth vs. Adolf Ingi

Sá á Mbl.is að Sigurður Elvar Þórólfsson sé nýkjörinn formaður Samtaka íþróttafréttamanna (hva... bannað að blogga um fréttina?!).  Mjög jákvæðar fréttir þar sem Seth er frábær blaðamaður og ekki skemmir að hann er gamall djöfull úr körfunni n.t.t. með ÍA hérna bekk in ðe mekk.  Hann hefur verið að skrifa mjög samviskusamlega um íslenska körfuboltann á Mogganum og á hrós skilið fyrir þau störf.

Það sem hins vegar vakti athygli mína í þessari frétt er að Adolf Ingi Erlingsson tapaði fyrir Seth í þessu kjöri.  Ég býð ekki í það hefði sá gaur unnið.  Þá fengjum við kannski að sjá meira af vinnubrögðum eins og myndbandið hér að neðan sýnir.  Þetta er MJÖG FYNDIÐ.  Gaurinn er svo ekki að nenna að vera í þessu viðtali og reynir að drepa Dolla með augnaráðinu.

Annars er greinilega mjög vinsælt að grínast í Dolla.


Retro Emmcee: KLF - 3 AM Eternal

Man einhver eftir þessum rugludöllum?  Platan "The White Room" með þeim var alla vega snilld.  Man eftir því þegar þeir kveiktu í hagnaðinum af þessari plötu - alls milljón pund í reiðufé.  Það var 1994 og reynið að núvirða það!  Flottir á því þó síðar meir hafi þeir látið hafa eftir sér að þeir drullusjái eftir þessum gjörningi.


Skilaboð frá Eminem á Twitter

20090422-eminem

Eminem mun kynna nýjasta singulinn af Relapse, 3AM í þætti Angelu Yee á Shade45 útvarpsstöðinni á morgun.  Þetta hefur verið staðfest af Yee, en það hafa verið getgátur um þetta undanfarið.

Is Eminem releasing a new single called “3 AM”? Or what’s going on..?

There are little hints with “3 A.M.” everywhere. On Eminem’s twitter,  you can read It’s 3 A.M. In the morning…”

On the new Relapse cover it says “Take one tablet(s) one time(s) daily at 3 A.M.”

And on RapRadar.com, you can see “3 A.M.” just below the logo.

What do you think “3 A.M.” means?

Hookup:  HipHopIsHere

Eminem á Twitter - Shade45


Vindmyllan

Frá leiknum í nótt.... nasty. 


Dampier ætlar að setja Parker í gólfið

Ericka

Erick Dampier vill ólmur reyna að losna við "Ericka Dampier" stimpilinn sem Shaq setti á hann.  Nú síðast með trash-talk við blaðamenn í Dallas um Tony Parker og hvernig hann eigi ekki að geta vaðið inn í teiginn og skorað að vild.

Parker got into the teeth of our defense and caused problems. Every time he drives the lane, we have to put him on his back. The first foul has to tell him he’s in for a long night. My first foul Thursday night is going to put him on his back. I guarantee it.

Now that's what I'm talkin' about!  Ekki nóg með að hann er búinn að hræða líftóruna úr Parker, heldur er hann einnig búinn að láta dómarana vita svo þeir geti nú fylgst með honum.  Tippa líka á að fyrsta villan sem verður dæmd á hann í kvöld verður flagrant-villa, sem er tvö skot og bolti. 

Nice work, Ericka.


Eminem - Relapse (Cover Art)

Kemur út í USA 19. maí... It's reeeaally dope!


Celtics sleppa með skrekkinn

Boston Celtics vs. Chicago Bulls 118-115 (1-1)

Celtics fara nú til Chicago í stöðunni 1-1, eftir eitt tap á heimavelli í framlengingu og rétt marinn sigur í síðasta leik gegn mjög óreyndu Chicago Bulls liði.  Þetta er alls ekki sannfærandi af ríkjandi NBA meisturum.  Bekkur Boston virðist einnig vera liability í þessari seríu þar sem samanlagðar mínútur byrjunarliðsins eru 87% af leiktímanum.  Auk þess skoraði byrjunarliði 109 af 118 stigum liðsins.  Rondo er í bara í ruglinu það sem af er þessari seríu.  Hélt liðinu lifandi í fyrsta leiknum og var svo með triple-dip í þessum 19-12-16 og 5 stolnir þar að auki, og aðeins 2 tapaðir boltar á 40 mínútum.  Allen náði að bjarga andlitinu aðeins eftir arfaslaka frammistöðu í fyrsta leiknum.  Pierce er enn ekki farinn að sýna sitt rétta andlit.

Það verður að segjast að þetta Bulls lið er að koma vel og vandlega á óvart.  Það eru allir að taka þátt og mikil barátta í þessum ungu strákum.  Celtics loka á Rose og þá stígur Gordon upp og neglir þristum hægri vinstri.  Salmons og Miller einnig að stíga upp.

San Antonio Spurs vs. Dallas Mavericks 105-84 (1-1)

Tony Parker sá til þess að Spurs dyttu ekki 2-0 undir gegn Mavs.  38 stig og 8 stoðsendingar frá honum.  Svakaleg vörn spiluð á Nowitzki þar sem hann var 3/14 utan að velli.  Spurs vinna þetta mjög sannfærandi.


mbl.is Boston og San Antonio jöfnuðu metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dude gets around

Take dat!Þetta er augljóslega árið hans Andrew Bynum.  Miklar framfarir í boltanum, þrátt fyrir meiðslin og orðinn lykilmaður í Lakers-liðinu... og nú að húkka upp með Rihanna?!  Annars held ég að hún sé bara að sjá til þess að Chris Breezy láti ekki sjá sig innan 100m radíus frá henni.  Bynum myndi pakka stubbinum saman.  Bynum er bara playa... munið eftir þessu?


mbl.is Rihanna með körfuboltakappa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rick Ross - In Cold Blood

Sekkurinn ætlar alla leið með þetta beef sitt við 50 Cent.  Vertu í helvítis fötunum maður!


Þessi troðsla kom svo "out of thin air"!

Tékkið á Stan Van Gundy að reyna að róa bekkinn niður í fagnaðarlátunum.  Menn voru í ruglinu komnir inn á völlinn.


Josh Smith lætur rigna yfir Miami Heat


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband