Hriplek vörnin er að drepa Orlando
25.4.2009
Orlando Magic vs. Philadelphia 76ers 94-96 (1-2)
Þessi leikur var nánast ljósrit af fyrsta leiknum, nema hvað Philly leiddu mest allan tímann núna. Iguodala fær tækifæri til að gera út um leikinn með vítum þegar rúmar 40 sek eru eftir, en klikkar á báðum. Howard kemur þeim svo aleinn inn í leikinn aftur en var svo algerlega að brenna yfir í vörninni í blálokin þegar Thaddeus Young náði að smokra sér einhvern veginn upp í layup á meðan restin af vörninni horfði á. Howard sennilega að bíða eftir að dómarinn flautaði þar sem hann hélt að hann hafi brotið á Young á leiðinni inn í teiginn. Dwight Howard gersamlega skúraði gólfið með þeim varnarmönnum sem settir voru á hann, hvort sem það var Sam Dalembert eða Theo Ratliff. 36 stig (12/16) og 11 fráköst auk þess sem hann settir niður 12 af 14 vítum sínum í leiknum. Howard er tæplega 60% vítaskytta.
Van Gundy verður að tjasla saman þessari vörn ef þeir ætla að fá að eiga færi á að komast með þessa seríu aftur heim í Orlando. Philly-menn voru bara með áætlunarferðir upp að körfunni, eins og Beckarinn sagði réttilega í útsendingunni. Sixers liðið spilar samt mjög hraðan og skemmtilegan bolta og ein ástæðan fyrir því að Magic eru í vandræðum með þá er hversu hratt þeir negla boltanum upp völlin í hraðaupphlaup. 12 stig úr hraðaupphlaupum hjá Sixers gegn 2 frá Magic. Þetta er samt klárlega búið að vera langskemmtilegasta serían so far.
![]() |
Orlando tapaði óvænt gegn Philadelphiu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Boston Celtics vs. Chicago Bulls 107-86 (2-1)
Rajon Rondo er greinilega maðurinn í Boston. Gleymið Pierce, Allen og Garnett. Þessi gaur er heilinn og hjartað í liðinu. Drengurinn er með nánast þrefalda tvennu að meðaltali í seríunni. Bakverðir Bulls réðu ekkert við mótherja sína í Celtics - Rondo með 20 stig og 11 fráköst og jafnvel Marbury að setja niður 13 kvikindi í þessum leik. Eitthvað hefur verðlaunagripurinn hans Rose verið þungur því hann var algjörlega fjarverandi í þessum leik og munar um minna. Rose verður að rífa sig upp og Bulls liðið verður að einblína á að hægja á Rondo til að eiga séns á áframhaldandi þátttöku í þessari keppni.
San Antonio Spurs vs. Dallas Mavericks 67-88 (1-2)
Nokkuð ljóst að yfirlýsingar Erick Dampier voru innantómt raus því hann snerti ekki Tony Parker allan leikinn. Ekki að það hafi svo sem verið þörf á því. TP var stigahæstur Spurs manna með aðeins 12 stig! Duncan með 4 stig. Dallas seigir í vörninni og héldu Spurs í aðeins 32% nýtingu og 67 stigum sem verður að teljast mjög lágt, sér í lagi meðal liða í vesturdeildinni.
Los Angeles Lakers vs. Utah Jazz 96-87 (2-1)
Lakers virðast ekki hafa áttað sig á því að þó Utah geti ekki blautan á útivelli þá eru þeir mjög sterkir í Salt Lake City. Boozer stóð við loforð sitt um að Jazz myndu vinna þennan leik með 23 stig og 22 fráköst, en tæpt var það. D-Will með ísvatn í æðunum setti niður skot sem kláraði leikinn þegar um 2 sekúndur voru eftir. Bryant setti niður aðeins 5 skot í leiknum en var við það að ná í heilan húsvegg með öllum múrsteinunum sem hann var að fleygja upp.
![]() |
Lakers tapaði í Salt Lake City |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Be Like Pops
24.4.2009
Marcus Jordan, sonur.... well, you guess it... Michael Jordan, sýnir hér tilþrif í Jordan Brand All-Star leiknum - sem bæðevei svo ótrúlega vill til að merkið hans pabba gamla sponserar. Hann flýgur ekki eins og sá gamli en hafið í huga að strákurinn er aðeins 187 cm á meðan gamli er 198.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eminem er að digga Asher Roth
24.4.2009
Úr nýjasta tölublaði XXL:
Asher Roth, I haven't had a chance to, like, really get into everything, like, really get into what he's about, because I've only heard a couple songs. There was talk about people saying he sounded like me, and he was doing this and that and, you know, trying to take what I do and do it. You know, shit like that. I've heard things. But the stuff that I've heard from him honestly, which certainly isn't enough for me to make my own opinion and say, 'Yeah, he does sound like me' or 'No, he doesn't.' But the couple of songs I've head, I don't really think he does. You know what I mean? He's doing his own thing. I can respect it, too, because at the end of the day, I think he's dope.
HookUp: RapRadar.com
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Philips eru hér að auglýsa nýtt HD sjónvarp, Philips Cinema, sem er með skjáhlutföll upp á 21:9. Must-have fyrir alla kvikmynda-sjúklinga, en ég þekki einmitt nokkra. Auglýsingin er alla vega drulluflott.
Meira um Philips Cinema
Kvikmyndir | Breytt 10.9.2009 kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
SuperBADge
24.4.2009
Shaq hefur alltaf langað til að vera lögga og hefur greinilega ekkert slakað á í þeim draumi. Sagan segir að leikstjórnandi Suns, Steve Nash sjálfur leikstýri þessu verki.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
How To Squash The Hornets
24.4.2009
Vendipunkturinn í Denver - New Orleans leiknum, og hverjir aðrir en Billups og Birdman í aðalhlutverki. Í stöðunni 33-37 fyrir Denver, Birdman blokkar Antonio Daniels og Billups sendir fáránlega sendingu á Nene sem klárar með layuppi. Stolinn bolti í næstu sókn, Billups múrsteinar þrist sem Birdman fylgir eftir og treður með tilþrifum. Úff, erfitt að koma til baka eftir svona misþyrmingar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Orlando er í vandræðum
24.4.2009
Orlando Magic vs. Philadelphia 76ers 96-87 (1-1)
Orlando eru í vandræðum með Philly. Orlando liðið er mjög sterkt og talented en hefur það reynsluna sem þarf til að fara alla leið? Sixers eru ekki með eina einustu stórstjörnu í liðinu (ég tel Iguodala ekki stórstjörnu) og eru samt að valda Magic, með sinn varnarmann ársins, vandræðum. Philly hafa hins vegar reynsluna. Gamlir naglar eins og Donyell Marshall, Theo Ratliff og Andre Miller eru að mixa vel með ungu strákunum og sýna þeim hvernig hlutirnir virka í úrslitakeppninni. Stigahæsti leikmaður Orlando var nýliðinn þeirra, sem er reyndar drullugóður og er búinn að vera frábær í þessum tveimur leikjum sem búnir eru. Dómararnir voru reyndar ekki Howard hliðhollir í þessum leik, en strákurinn fór út af með 6 villur um miðjan 4. hluta. Hann náði þó að blokka mann og annan og troða hreint sjúklega eftir klúðrað lay-up frá Alston.
Atlanta Hawks vs. Miami Heat 93-108 (1-1)
Dwayne Wade er bara ómannlegur. 6 þristar og backbreakerinn 2 metra fyrir utan línuna í engu jafnvægi og spjaldið ofan í. D-Cook líka loksins að sýna hvers vegna hann vann 3jastiga skotkeppnina í febrúar. Hélt að Hawks myndu snýta þeim en það er ljóst að þetta verður spennandi sería.
Denver Nuggets vs. New Orleans Hornets 108-93 (2-0)
Hornets geta greinilega ekki blautan. Ekki mikil hjálp í Chandler, setti aðeins 7 stig en tók þó 11 fráköst. CP3 ekki að finna sig í sókninni en Peja þó að setja nokkra þrista. Billups allt í öllu hjá Nuggets þrátt fyrir að vera ekki mikið að dreifa boltanum. Setti 4 þrista og alls 31 stig. Birdman er samt snillingur. Þessi gaur er að koma inn af bekknum með læti og baráttu, tekur fráköst og blokkar skot. Týpa sem öll lið þurfa að hafa.
![]() |
Miami og Orlando jöfnuðu metin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eminem - 3 AM í Boomboxinu
23.4.2009
...dare iz a dark side!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Cavs gera grín að Heineken auglýsingunni
23.4.2009
Leikmenn Cleveland Cavaliers eru hressir strákar og nú gera þeir smá spoof á þekktri Heineken auglýsingu. Mo Willams í geðsýkinni þarna þegar hann hleypur yfir framan myndavélina.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eminem viðtalið á Shade45
23.4.2009
Ekkert svo sem merkilegt þar á ferð... 3AM singullinn var ekki frumfluttur, þannig að þetta var bara nett bla bla... Samantekt:
Respects T.I., Wayne, etc. Says that he would work with Wayne (just hasnt had the time). Dre did the entire album (with the help of Em on We Made You; Em did one other). He picked beats that challenged him (rhythm wise). Every flow is different over unique beats. 3AM (and the album) is on a different vibe of the single. Hes censoring himself less this time around. States that hes still Eminem (but Slim Shady is back). Relapse 2 will be out at the end of the year (if not finished, its extremely close to being done). 50 & Dre are the only guests on Relapse. He doesnt know how to work a computer. Bigs up Kim K. The shots at celebrities should just be taken at face value. Yall should be used to it by now!
Tjekkið annars á því hér.
HookUp: 2DopeBoyz
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)