Magic jafna
28.4.2009
Orlando Magic vs. Philadelphia 76ers 84-81 (2-2)
Allir leikirnir í þessari seríu hafa endað með mikilli spennu. Í þetta sinn tókst Turkoglu að skjóta Magic þremur stigum upp fyrir Sixers með örfáar sekúndur eftir og þar að auki að stöðva Iguodala í sinni tilraun til að jafna leikinn, í stað þess að fá skot í andlitið eins og í fyrsta leiknum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sweep!
28.4.2009
Cleveland Cavaliers vs. Detroit Pistons 99-78 (4-0)
Ég var í vafa um hvar þessi leikur hafi verið spilaður. Í gegnum allan leikinn var fagnað þegar LeBron James skoraði og áhorfendur kölluðu "MVP" í hvert skipti sem hann var með boltann. Það voru jú einhverjir Ohio-búar þarna í höllinni, þar sem Ohio-fylki liggur upp við Michigan-fylki, en það virtist sem öll höllin tæki undir. Annað hvort eru fylgjendur Detroit liðsins búnir að fá ógeð á sínu liði eða LeBron-æðið algerlega búið að heltaka deildina. Sittlítið af hvoru myndi ég telja.
Leikurinn hins vegar var alveg hundleiðinlegur. Pistons-menn algerlega andlausir og búnir að gefast upp í hálfleik. Prince draghaltur, Rasheed Wallace með ekkert stig á 30 mínútum og Rip Hamilton með 6 stig og var 2/12 utan að velli. Það var einna helst gamla nautið Antonio McDyess sem virtist hafa áhuga á að spila þennan leik með 26 stig og 10 fráköst. Nokkuð ljóst að öxin fer á loft í Detroit og hausar munu fjúka í sumar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Thrilla In Da Illa
28.4.2009
Boston Celtics vs. Chicago Bulls 118-121 (2-2)
Bæði lið fengu fullt af tækifærum til að klára þennan leik en hvorugt þeirra virtist hafa getuna til þess. Bulls voru við það að gefa hann frá sér á línunni og með slakri vörn á eina bestu skyttu í sögu NBA. Celtics hins vegar virðast bara engan veginn vera í sínu meistaraformi og eiga í vandræðum með ungu strákana í Chicago. Chicago geta þó falið sig bakvið reynsluleysi en Celtics hafa að mínu mati enga afsökun. Jú, einn mikilvægasti leikmaðurinn þeirra er meiddur en jafnvel án hans eiga Celtics að geta klárað Bulls nokkuð örugglega. Pierce er bara á hálfu gasi og Allen býr ekki til neitt. Ef þeir hefðu ekki Rondo væri búið að sópa þeim út. Sá gaur er einfaldlega Celtics liðið eins og er. En leikurinn var skemmtilegu, það er á tæru. Ég alla vega missti af fyrri hálfleik Cavs-Pistons leiksins á Stöð2 Sport þar sem ég lá yfir þessum á NBA-TV.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Solid leikur hjá Ming
27.4.2009
Portland Trail Blazers vs. Houston Rockets 88-89 (1-3)
Houston eru skrefi nær því að senda ungt og óreynt Portland liðið í frí. Frábær leikur frá Brandon Roy nægði ekki gegn solid liðsheild Houston með Yao Ming í fararbroddi með 21 stig og 12 fráköst.
Íþróttir | Breytt 28.4.2009 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Artest er svo eðlilegur
27.4.2009
Artest þarf að grafa djúpt ofan í verkfærakistuna í næstu umferð þegar hann fer að dekka Kobe. Hann er búinn að reyna að tala skít við hann og bulla hann úr jafnvægi... vitum öll hvernig það fór. Spurning hvort hann taki þennan gaur aftur? Virkaði samt ekki alveg nógu vel þarna... fékk þrist í smettið þarna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gamli "góði" Kobe kominn aftur
26.4.2009
Los Angeles Lakers vs. Utah Jazz 108-94 (3-1)
Gamli Kobe hefur snúið aftur. Varla sleppti boltanum fyrstu sex mínútur leiksins og skoraði öll fyrstu 11 stig liðsins. "It was important for me to come out and be a little more assertive" sagði Bryant eftir leikinn. Rrrrrrróólegur! Honum þó til varnar þá var restin af Lakers liðinu bara að henda upp múrsteinum á fyrstu sex mínútunum. Ronnie Brewer sá fátt annað en treyjunúmer Kobe í andlitinu allan tíman á meðan hann var að negla skotum í andlitið á honum hvað eftir annað. Kobe endaði með 38 stig (16/24) og ætlaði að sýna að þriðji leikurinn verður ekki endurtekinn. Mehmet Okur spilaði 13 mínútur í sínum fyrsta leik eftir meiðslin og skoraði ekki eitt stig.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Dwayne Wade er óður maður
26.4.2009
Atlanta Hawks vs. Miami Heat 78-107 (1-2)
Wade er að spila eins og óður maður og "on a mission" eins og Raggi sagði í kommenti hérna áður. Nema hvað Jermaine O'Neal er að kicka inn núna loksins. Hawks eru gersamlega andlausir en þeir hafa ekki unnið útileik í úrslitakeppninni síðan 1997. Later, dudes... Miami fara áfram í aðra umferð.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hornets með come-back
26.4.2009
Denver Nuggets vs. New Orleans Hornets 93-95 (2-1)
Þetta byrjaði ekki vel hjá Hornets í gær og var strax útlit fyrir að þeim yrði sópa út úr seríunni, en liðið skoraði ekki fyrstu 4 mínúturnar í leiknum og voru strax komnir 10-0 undir. Þeir spíttu heldur betur í lófana og fóru að éta upp muninn og komast hægt og rólega inn í leikinn aftur. CP3 með frábæran leik, 32 stig og 12 stoðsendingar. Spilaði líka 45 mínútur. Billups, sem hafði ekki tapað einum bolta það sem af er þessari seríu fann sig illa, var 3/10 utan að velli og tapaði 2 boltum. Nuggets áttu færi á að vinna leikinn með skoti frá miðju frá Melo sem skoppaði af hringnum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurs í bullandi vandræðum
26.4.2009
San Antonio Spurs vs. Dallas Mavericks 90-99 (1-3)
Mig óraði aldrei fyrir því að þessi meiðsl hans Ginobili myndu hafa svona mikil áhrif á liðið. Þetta lið er bara orðið gamalt og þreytt með gamlan og þreyttan þjálfara. Nákvæmlega eins og í Utah þar sem Jerry Sloan er búinn að vera við stýrið síðan fyrir krist. Kominn tími á breytingar í þessum liðum. Næsti leikur verður í San Antonio og síðasti séns fyrir Spurs að klóra í bakkann.
![]() |
Dallas þarf einn sigur til viðbótar gegn San Antonio |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The Foreign Exchange on a smoooooove tip. Af snilldarplötunni Leave It All Behind frá strákunum Phonte úr Little Brother og hollenska pródúsernum Nicolay. Þeir hittust á spjallrásum Okayplayer.com árið 2004, hvor í sinni heimsálfu, og fóru að senda á milli sín tónlist og söng. Fyrr en varir var The Foreign Exchange stofnuð án þess að þeir höfðu nokkurn tímann hist augliti til auglitis og nafnið því augljós skýrskotun til þess.
The Foreign Exchange feat. Darien Brockington - "Take Off The Blues" from The Foreign Exchange on Vimeo.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The Hangover (Official Trailer)
25.4.2009
Þessi verður algjört must-see í sumar...
Allt nýtt í Boomboxinu
25.4.2009
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rudy Fernandez í bullinu
25.4.2009
Portland Trail Blazers vs. Houston Rockets 83-86 (1-2)
Spánverjinn Rudy Fernandez átti sterka innkomu af bekknum fyrir Portland í þessum leik, setti 5 þrista og einn þeirra á lokamínútu leiksins sem minnkaði muninn í eitt stig. Hann var hins vegar alveg að brenna yfir í lokin þegar Aaron Brooks var að taka vítið þegar tæpar þrjár sekúndur eru eftir, gleymir alveg að stíga hann út svo Brooks nær frákastinu sjálfur og nær að láta tímann renna út.
Eru þið samt að grínast með hvað Ming er streaky? Skoraði 24 stig á 24 mínútum í fyrsta leiknum í seríunni þar sem hann hitti úr öllum skotunum sínum, 11 stig á 31 mínútu í leik tvö og nú sjö stig á 36 mínútum með 2/7 nýtingu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Cleveland gerir sópinn tilbúinn
25.4.2009
Cleveland Cavaliers vs. Detroit Pistons 79-68 (3-0)
Cavs eru komnir með sópinn á loft og eru nú einum leik frá því að sópa Pistons út úr úrslitakeppninni. Detroit byrjuðu þennan leik með látum og ætluðu augljóslega að sýna tilverurétt sinn í þessari keppni. Stíf vörn á Cavs liðið og hraðaupphlaup komu Pistons í 8-0 á fyrstu 3 mínútur leiksins. Þvínæst treður James með tilþrifum og við það var ekki aftur snúið. Leikurinn hélst jafn alveg þar til í fjórða leikhluta þegar Cavs stigu allt í botn og gengu frá þessu.
Bron'Bron stoðsendingu frá þrefaldri tvennu með 25 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar. Kwame Brown kom inn af bekknum hjá Detroit og blokkaði þrjú skot á einni mínútu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)