Brad Miller að klúðra leiknum fyrir Bulls

Nr. 1 - af hverju tekur hann ekki eitt drippl í viðbót og fer enn sterkar upp.  Fengi pottþétt kontakt og villu en þó mun meiri sjens á að setja boltann niður.  Í stað þess að stökkva upp frá nánast vítalínunni og varla hafast á loft.

Nr. 2 - þetta er svo klárlega óíþróttamannsleg villa þarna hjá Rondo og hefði átt að vera þessi tvö skot og svo boltinn.  Hann er löngu búinn að missa af boltanum og ákvað því að rífa hausinn af Miller í staðinn.

Nr. 3 - þá á maður með 10 ára reynslu í deildinni að vita að boltinn er dæmdur í innkast ef seinna vítaskotið snertir ekki hringinn.


mbl.is Dallas sendi San Antonio í sumarfrí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Scola, farðu í sturtu!"

Portland Trail Blazers vs. Houston Rockets 88-77 (2-3) 

Portland fylgjendur hefðu betur sleppt því að kalla "Scola, take a shower!" inn á völlinn því gaurinn var í bullinu.  21 stig og 6 fráköst, 10/13 nýting.  Hefði þurft jú kalda sturtu eftir leikinn, hitinn var orðinn það mikill.  En seriously... gaurinn þarf samt að fara í sturtu.  Tékkið á hárinu á honum.

 


Sæjónara sökkas!

San Antonio Spurs vs. Dallas Mavericks 93-106 (1-4) 

Spurs sendir heim í frí af sjóðheitum Dallas Mavericks sem skutu samtals 10/20 í þristum.  Kidd 4/9 og Terry 3/5.  Duncan og Parker einu á lífi hjá Spurs með 30 og 26.  Duncan er hér að detta út í fyrstu umferð í fyrsta sinn á ferlinum.

 


Magic hrokkið í gang

Orlando Magic vs. Philadelphia 76ers 91-78 (3-2) 

Magic liðið loksins farið að sýna sitt rétta andlit.  Vörnin orðin þéttari og sóknin farin að ganga.  Óþarfi hjá Howard að negla olboganum í andlitið á nýliðanum Lee.  Hann spilaði ekki meira í leiknum og er óvíst um hvort hann verði með í sjötta leiknum.  Turkoglu í múrsteinunum með 3/14 utan að velli þó hann hafi nú sett Louis Willams á skauta og neglt þrist í andlitið á honum (1:37).


Þvílík sería!

Boston Celtics vs. Chicago Bulls 106-104 (3-2) 

Þrír af þessum fimm sem búnir eru hafa farið í framlengingu.  Miklar sviptingar milli þessarra liða.  Allen fór útaf með 6 villur í lok fjórða og þá ákvað Pierce að steppa upp.  "I just thought when Ray fouled out it was time for me to really step up,'' WTF?!  Af hverju ekki bara spila eins og súperstjarna allan gaddemm leikinn?  Held að gaurinn sé bara að drepast úr leti.  Man einhver eftir þegar honum var rúllað af vellinum í hjólastól en hljóp svo inn á völlinn stuttu síðar og negldi þristum hægri vinstri í úrslitunum í fyrra?  Sulta.  Annars skeit Brad Miller í brækurnar í lok framlengingarinnar og klúðraði báðum vítunum sem hefðu getað jafnað leikinn.  85% vítaskytta og náði næstum ekki í hringinn.  Þessi sería fer klárlega í 7 leiki.  Annars sé ég ekki þetta Celtics lið fara langt í úrslitakeppninni með þennan bekk.  Framlagið af bekknum í þessum leik var heil 5 stig þrátt fyrir að varamenn hafi spilað um 20% af leiktímanum.


K.A.R. - Oh Baby ft. Fat Joe (Video)


Raekwon - New Wu ft. Ghostface & Method Man (Video)


Eminem á forsíðu Vibe

20090428-emvibe1


Murs - The Science (Video)

Murs droppin' science...


Murs - The Science from 2dopeboyz.com on Vimeo.


Svona hófst faraldurinn

kissing_pig

mbl.is Neyðarástand í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og að stela sælgæti frá mormóna

Los Angeles Lakers vs. Utah Jazz 107-96 (4-1) 

Lakers voru nú ekki í miklum vandræðum með Jazz.  Business as usual hjá Kobe, en þó 5 tapaðir boltar.  Monster leikur hjá Odom, 26 stig og 15 fráköst... 10/15 nýting.  Insane.  D-Will í steypunni með 4/12 og 4 tapaða bolta.  The (Brick) Machine með glimrandi leik, 2/10 utan að velli.  Gaman reyndar að sjá að Jerry Sloan er ekki alveg dauður.  Gamli að láta dúndra sér út úr húsinu fyrir að ætla að hjóla í dómarann.  Badass...


Hvað eru Hornets að gera í þessari keppni?

Denver Nuggets vs. New Orleans Hornets 121-63 (3-1) 

"Circus ugly!"  'Nuff said...


Reggie Miller skoraði 8 stig á 9 sekúndum í gjemle daga

Það var nefnt í fréttinni að James Jones hafi skorað 8 stig á 11 sekúndum í Miami - Atlanta leiknum.  Það toppar ekki Reggie Miller sem skoraði 8 stig á 9 sekúndum gegn Knicks í úrslitakeppninni fyrir einhverjum árum síðan. 

Tracy McGrady skoraði svo 13 stig á 35 sekúndum gegn San Antonio fyrir nokkrum árum.  4 þristar og 1 víti.  Sá gat spilað þegar hann nennti því.

Rodney Rogers sem þá lék fyrir Denver skoraði 9 stig á 9 sekúndum gegn Utah Jazz í úrslitakeppninni 1994 - og þá nýliði.  Props til Ingvars fyrir ábendinguna!


mbl.is Stórsigur Denver og Lakers komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Even Steven

Atlanta Hawks vs. Miami Heat 81-71 (2-2) 

Heimavöllurinn virðist engu máli skipta í þessarri úrslitakeppni.  Leikir eru að vinnast hægri vinstri á útivelli eins og ekkert sé sjálfsagðara.  Wade mætti ekki alveg til í slaginn og því fór sem fór, jú 22 stig en þurfti 26 skot til þess.  Tók tæplega helming skota liðsins.  Farið að minna á Kobe...


Dizzee Rascal - Bonkers ft. Armand Van Helden


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband