Færsluflokkur: Iceland Express deildin

Seinni hálfleikur strikes again

Ég er nú farinn að hafa verulegar áhyggjur af mínum mönnum og sæti þeirra í efstu deild og hvað þá möguleikum á að komast í bikarúrslit með þessu áframhaldi.  Hnífjafn leikur þar til menn mæta sofandi til leiks í þriðja leikhluta.  Ef það er ekki wake-up call fyrir ÍR-inga að tapa fyrir Breiðablik á heimavelli, þá veit ég ekki hvað. 

Bikarleikurinn á mánudaginn og mótherjarnir mæta með vindinn í bakið á eigin heimavelli, eftir niðurlægingu á KR sem þeir héldu í aðeins 67 stigum í gær.  Nokkuð ljóst að mínir menn verða að hrista út einhver töfrabrögð til að komast í úrslitin... eða jafnvel mæta tilbúnir til leiks og spila 40 mínútur af sínum besta körfubolta.


mbl.is Góður sigur Breiðabliks gegn ÍR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilkynning til þjálfara ÍR-inga

Gunni, viltu láta leikmenn ÍR horfa á þetta myndband fyrir hverja æfingu og tvisvar fyrir hvern leik?  Hriplek vörn ÍR gæti lært mikið af Charlotte Bobcats, sem leyfa aðeins tæpt stig í hverri sókn.  Það hjálpar jú líka að hafa jafn fráránlega öflugan varnarnagla eins og Gerald Wallace í liðinu.


mbl.is Snæfell vann spennuleik í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20 mínútna körfubolti

SemajIngevsIRjan2010Tomasz

Hvenær í ósköpunum ætlar liðið mitt, Íþróttafélag Reykjavíkur að átta sig á því að körfuboltaleikur spannar 40 mínútur af leiktíma?!  Þetta er því miður vandamál sem plagað hefur liðið í mörg ár.  Leikinn er körfubolti í 2x10 mínútur, farið inn í hálfleik og menn mæta svo ekki inn á völlinn eftir það.

Þetta var nákvæmlega meinið í leik ÍR gegn KR í gærkvöldi.  Menn mættu þokkalega sprækir í fyrri hálfleik, þó mér hafi fundist þeir leika undir getu.  Menn fóru í hálfleik 6 stigum undir, og leikurinn enn opinn.  Því næst mæta menn algjörlega sofandi út á völlinn, sáttir við að klára hálfan leik með litlum mun og ákveða að pakka bara saman og kveðja.  KR gersamlega niðurlægði ÍR-inga á sem verstan hátt.  Troðslur hægri vinstri, yfir hausa og í andlit.  Leikmenn ÍR báru endalausa og óverðskuldaða virðingu fyrir andstæðingum sínum.  Ekki var sú virðing endurgoldin því KR óð yfir heimaliðið á skítugum skónum.  Dómgæslan var samt skelfileg í þessum leik og jafn reyndum dómurum og flautuðu þennan leik ekki til sóma.  Það er hins vegar engan veginn afsökun fyrir skelfilegum leik ÍR liðsins í seinni hálfleik þessa leiks.

Kamán gæs... rífa þetta helvíti upp hérna fyrir vorið.

P.s. ég skora á Sport TV að taka hælæts úr þessum leikjum sem þeir senda beint út, þá á ég við jafnvel samantekt eins og NBA.com gerir og t.d. flottustu tilþrifin, og skelli þeim á YouTube.  Það er allt of oft sem frábær tilþrif í IE deildinni verða að engu vegna þess að þau voru ekki fest á myndband og fá því enga dreifingu.

Mynd:  Karfan.is


mbl.is KR burstaði ÍR 103:76
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjamaðurinn Stoner Arason til liðs við ÍR

519590AMbl.is segja frá því ÍR hafi fengið til sín Bandaríkjamann en birta svo mynd af Steinari Arasyni, steinhissa á svip, með undirletruninni "ÍR hefur fengið bandarískan leikmann."  Fagleg vinnubrögð eru í hávegum höfð á Mbl.is.

Þetta eru hins vegar mjög góðar fréttir fyrir okkur ÍR-inga, sér í lagi þar sem Eazy-E er alveg off þetta tímabilið.


mbl.is ÍR fær bandarískan leikstjórnanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessum gaur er alvara

IMG_9433

Góður leikur hjá Gulla og strákunum í ÍR í gær.


mbl.is Grindavík vann í framlengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Winner's Mentality

Árangur Stjörnunnar í úrvalsdeild er gott dæmi um áhrif þess að fá sannan sigurvegara sem þjálfara hjá ungu lið.  Árangur Teits með liðið í deildinni í fyrra var ekki miklum mun betri en Braga, með 5 sigra í 12 leikjum en Bragi með 4/10.  Það sem ber hins vegar af er árangur hans með liðið í bikarkeppninni í fyrra sem skilaði þeim fyrsta bikartitli félagsins frá byrjun.  Öruggur sigur á Fjölni í gær og sigur á Íslandsmeisturum KR í meistarakeppninni gefa vonandi vísbendingu um áframhaldið.

Teitur var óumdeilanlega einn af albestu körfuboltaleikmönnum landsins á tíunda áratugnum.  Hann er einnig gott dæmi um leikmann sem náði alltaf lengra en aðrir á viljastyrknum og keppnisskapinu.  Sem þjálfari er hann augljóslega með mjög smitandi "winner's mentality" sem leikmenn liðsins hafa greinilega sogað til sín.  Árangur sem leikmaður í íþróttinni er ekki sjálfkrafa ávísun á árangur sem þjálfari, en á mínum "ferli" hef ég hitt ákaflega fáa þjálfara sem búa yfir þessu hugarfari og geta skilað því til leikmanna sinna.


mbl.is Teitur: Þurfum að gera betur gegn Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínir menn eiga að geta gert betur en þetta

512772Sjálfur mætti ég ekki á leikinn og ætla því ekki að fjölyrða um hann, en af tölfræðinni að dæma þá virðast ÍR-ingar hafa spilað aðeins 20 mínútur af almennilegum körfubolta.  Mikil barátta og harka í fyrri hálfleik.  Í seinni hálfleik voru þeir stigalausir í 4-5 mínútur af leik, á meðan Njarðvíkingar sigldu hraðbyr fram úr þeim.

Framlegðarstuðullinn á að sýna framlag leikmanna til liðsins en þar var mikill munur á liðunum, samtala Njarðvíkur var 93 en ÍR 66.  Eftirtektarverð þykir mér frammistaða Óla Þóris með 8 stig, 2 fráköst og 2 stolna bolta á aðeins 14 mín.  Einnig finnst mér einkennilegt að Hreggi hafi aðeins tekið eitt skot innan þriggja stiga línunnar.

C'mon son!  Rífidda upp fyrir leikinn gegn KR annað kvöld!


mbl.is Magnús skoraði 24 stig í sigurleik gegn ÍR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband