Seinni hálfleikur strikes again

Ég er nú farinn að hafa verulegar áhyggjur af mínum mönnum og sæti þeirra í efstu deild og hvað þá möguleikum á að komast í bikarúrslit með þessu áframhaldi.  Hnífjafn leikur þar til menn mæta sofandi til leiks í þriðja leikhluta.  Ef það er ekki wake-up call fyrir ÍR-inga að tapa fyrir Breiðablik á heimavelli, þá veit ég ekki hvað. 

Bikarleikurinn á mánudaginn og mótherjarnir mæta með vindinn í bakið á eigin heimavelli, eftir niðurlægingu á KR sem þeir héldu í aðeins 67 stigum í gær.  Nokkuð ljóst að mínir menn verða að hrista út einhver töfrabrögð til að komast í úrslitin... eða jafnvel mæta tilbúnir til leiks og spila 40 mínútur af sínum besta körfubolta.


mbl.is Góður sigur Breiðabliks gegn ÍR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sovic skilar samt alltaf sínu. Þvílíkur leikmaður!!

19 stig 9 fráköst um 65% skotnýting.

Dabbi. (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 11:06

2 Smámynd: Emmcee

Ég vil ekki draga úr hæfileikum Sovics í sókn, en framlag hans í vörn er því miður takmarkað.  Dekkaði Jeremy Caldwell (og Hreggi reyndar eitthvað líka) sem var með 25 stig, 12 fráköst (6 í sókn) og 77% nýtingu!  Stigaskor gildir lítið ef maður fær jafnmörg eða fleiri stig í andlitið á sér í vörninni.

Emmcee, 5.2.2010 kl. 11:43

3 identicon

Samt það verður nú að taka í reikningin að þeir eru að spila um 30mín í leik. Þeir þurfa einhverstaðar að hvíla sig, annað er nú ekki hægt.

Dabbi (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 15:55

4 identicon

Dabbi þú ert að grínast?

Spila 30min og þeir þurfa einhverstaðar að hvíla sig!

Þetta er ekki fótbolti! Ef menn geta ekki spila bæði vörn & sókn, þá eiga menn bara að vera heima!

 Áfram IR!

ps. Hvað er Óli Jordan að fara aftur í stjörnuna??

Kobe 8 (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband