Olnboginn frá Anthony Johnson
25.5.2009
Af hverju er svona reynslumikill leikmaður eins og Johnson að haga sér svona? Man ekki til þess að það hafi verið neitt búið að gerjast á milli þeirra í þessum leik og því skil ég ekki þessa hegðun. Það er bara vonandi fyrir Cavs að þetta hafi hrist aðeins upp í Mo Williams því eftir þetta fór hann að hitta betur.
Hverjum er um að kenna?
25.5.2009
Ef Cavs fylgjendur vilja kenna einhverjum um þetta hræðilega gengi í úrslitum austursins þá held ég að Mo Williams sé líklegur kandídat í það.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svakalega troðsla frá LeBron í nótt
25.5.2009
Svali var í c.a. 10 mínútur að jafna sig eftir þessa. "Hann horfði ofan í körfuna í þessari..." En að öllu gríni slepptu þá er þetta bara geðsýki að horfa upp á.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hef sífellt minni trú á Cleveland
25.5.2009
Cleveland Cavaliers vs. Orlando Magic 89-99 (1-2)
Það voru allir möguleikar fyrir Cleveland til að vinna þennan leik. Howard í bullandi villuvandræðum mest allan leikinn og spilaði samtals 27 mínútur. Turkuglu ekki að hitta rassgat (1/11) en Cavs voru iðnir við að senda hann á línuna þar sem hann sótti 11 stig. Einnig fór lítið fyrir Rashard Lewis en samt áttu Cavs í rjúkandi vandræðum með þá. Orlando voru að skjóta um 43% og 35% frá þriggja stiga sem er töluvert slakara en í fyrstu tveimur leikjunum. Dómgæslan skelfileg en hallaði þó að mörgu leyti á hvorugt liðið fyrr en í lokin þegar dæmd var villa á Howard þar sem hann blokkaði LeBron James (eða LuBrán eins og Svali kallaði hann í alla nótt) í þriggja stiga skoti. Skelfilegur dómur á mikilvægu augnabliki.
Það hafði hins vegar lítið að segja. Cleveland liðið spilaði eins og miðaldra karlar í helgarkörfubolta. Vörnin þó skítsæmileg en sóknin algerlega tilviljanakennd. Engin liðsheild í sókninni og þessar örfáu körfur sem James skoraði ekki komu eftir þvingað einstaklingsframtak. Ein sending og skot eða drippl í hringi og hnoð í teignum. West og Williams áttu þó smá rispu í fjórða hluta þar sem þeir settu niður nokkur langskot. Restin af liðinu var bara með hausinn á kafi í afturendanum.
"Hinir" leikmennirnir hjá Orlando voru hins vegar solid. Rafer Alston með góðan leik og Pietrus með frábæra innkomu af bekknum í bæði vörn og sókn.
Cleveland eru í tómu rugli núna og stórefast ég nú um að þeir hafi það í sér að dröslast í gegnum þessa seríu. Þessi leikur var eiginlega make-or-break fyrir þá því menn hljóta að fara að þreytast andlega þó líkamlegt álag hafi ekki verið mikið hjá þeim í þessari keppni. Orlando eru að spila solid bolta og ef stjörnurnar eru í vandræðum þá eru allir tilbúnir að taka þátt og pikka upp slakann. Það sárvantar hjá andstæðingum þeirra.
Ég hef hins vegar sagt hér að ég hafi trú á því þessi sería verði söguleg og því held ég að eitthvað magnað eigi eftir að gerast. Við bíðum og sjáum.
![]() |
Orlando gefur ekkert eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vujacic er óþolandi á æfingum líka
24.5.2009
Sasha "The Machine" Vujacic var nýverið kosinn mest óþolandi leikmaður deildarinnar en nú eru félagar hans í Lakers á sama máli...
Vujacic, his teammates also will tell you, is the most annoying player on the practice court. It's an adjective he wears with pride. "You have to practice the way you play," he says, wiping the sweat into his free-flowing hair. "And, yes, sometimes it is good to be annoying."
HookUp: True Hoop
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
NBA draft slúður
24.5.2009
Heyrst hefur að:
- LA Clippers hafa ákveðið að velja Blake Griffin.
- OKC Thunder muni reyna að treida til að ná Griffin, með því að láta af hendi sitt þriðja pikk og jafnvel Jeff Green eða Russell Westbrook.
- Einnig sögusagnir um að Thunder og Wizards hafi samið um að Thunder fái 5. pikk og JaVale McGee frá Wizards í staðinn fyrir 3. pikkið.
- Memphis Grizzlies sem eru með annað pikk í draftinu hafa gefið það út að þeim lítist betur á Hasheem Thabeet en Ricky Rubio og muni að öllum líkindum velja hann.
HookUp: DimeMag.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bözzerinn hans King James vekur lukku
24.5.2009
Grípum inn í útsendingu á fréttaþætti í Cleveland þar sem greinilega er verið að fylgjast með leik 2 í fyrradag. Hver annar en blökkumaðurinn lengst til hægri er að fylgjast með leiknum og er frekar hress með niðurstöðu leiksins. Hillarious. Fylgist með gaurnum á bakvið þau á meðan öll lætin eru. Frekar sáttur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er að fílidda sjitt...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Da Birdman
24.5.2009
Ótrúlegt hvernig hann nær þessu blokki. Er í engu færi til að blokka þetta, án þess að brjóta þ.e. en á einhvern hátt neglir hann þetta í burtu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Everybody covers him!"
24.5.2009
Varnarstrategía George Karl í nótt: Allir að dekka Kobe Bryant! Gekk ágætlega í byrjun en Kobe endaði samt með 41 stig á 41 mín.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ariza stelur enn einum sigrinum
24.5.2009
Los Angeles Lakers vs. Denver Nuggets 103-97 (2-1)
Eitthvað sýnist mér George Karl þurfa að teikna upp nýtt innkastkerfi, eða kannski velja einhvern til að gefa boltann sem getur actually gefið þokkalega sendingar. Í annað skiptið í þessari seríu eru Denver með innkast í lok leiks og tapa boltanum. Bæði skiptin er það Ariza sem stelur og nú var það K-Mart með glórulausa sendingu langt frá Carmelo Anthony sem þurfti svo að brjóta á Ariza og fara af velli með 6 villur.
Fínasti leikur í nótt. Lakers liðið ekki að spila góðan bolta framan af en spiluðu eins og englar í 4. hluta. Kobe að skora í andlitið á flestum (41 stig á 41 mín) og Gasol (20 stig) að leika sér að Nené í teignum, en hann gat lítið annað gert með 5 villur á bakinu. Carmelo með 18 stig í fyrri hálfleik en hvarf svo í þeim seinni, sem er ekki gott fyrir Denver liðið. Birdman með 15 stig á 24 mín. Hér var enginn stuldur. Nuggets hentu þessum frá sér.
Aðrir punktar um leikinn:
- Hvað er það annað en flagrant 1 að ýta svona í bakið á mönnum þegar þeir eru komnir á flug, eins og Danhtay Jones gerði við Kobe.
- Gat með engu mót séð þessa villu á Kobe þegar Billups henti sér í gólfið og fiskaði 4 point play.
- Ruðningurinn á Fisher fannst mér vafasamur. Finnst óþolandi þegar menn hlaupa fyrir sóknarmenn og fá ruðning fyrir það eitt að vera búinn að setja niður hælana einhverjum míkrósekúndum fyrir impact. En strangt til tekið og algerlega eftir bókinni var þetta ruðningur.
- J.R. Smith þyrfti að hitta aðeins betur en 2/10 til að mega senda Vujacic glósur. Svo eiga menn að vita betur að þegar leikurinn er jafn og í úrslitum vesturdeildarinnar er best að geyma svona "In your face!" komment. Annars held ég að hann hefði sloppið hefði hann ekki notað F-orðið. Idiot. Átti samt ágætisleik strákurinn.
- Þú þarna nr. 17 hjá Lakers! Hver ert þú og hvað hefuru gert við Andrew Bynum?!!
![]() |
Kobe með 41 stig í sigri Lakers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ron Artest útskýrði nýverið í útvarpsviðtali hvers vegna hann hitti ekki blautan í seinni hluta LA-Houston seríunnar. Ollinn frá Kobe.... aha!
Artest: I couldn't shoot the ball anymore. He hit me right at the point of my collarbone, so, like my whole left side of my neck, and my left chest was so tight. I couldn't even sleep on it, he hit me that hard and it had been downhill ever since then. It really threw my shot off, you know, I had been shooting the ball well. I shot it well in Game 6 in Portland, in games one, two, and three, I was shooting the ball really well, and then it caught up to me. I'm still in a little bit of discomfort right now.
Spyrjandinn: Did you get it checked out?
Artest: No, it's getting better. It was a bruise.
Samantekt... Ron Artest gat ekki hitt hafið úr báti út af mari eftir olnboga frá Kobe Bryant. Ooookey.
HookUp: Ball Don't Lie
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Chauncey Billups er snillingur
23.5.2009
Scottie Pippen gerði þetta eitt sinn hérna bekk in ðe mekk, ef ég man rétt. Þetta sýnir líka hvað Kobe er eitthvað út úr kortinu þessa dagana.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)