"It was like watching a movie"
23.5.2009
Dwight Howard lýsir lokaskotinu hans LeBron James í gær.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Denver Nuggets kunna að spila vörn
23.5.2009
Frábær greining Steve Smith á öflugri vörn Denver manna. Kobe fær ekki mikið frelsi þarna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
LeBron James Postgame
23.5.2009
Það var annað hvort þetta fyrir sigrinum eða lobb sending að körfunni til að jafna leikinn. LeBron hikar ekki við að taka áhættuna...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bara ef þið misstuð af því...
23.5.2009
Magnað að sjá hvernig hann gerir þetta. Dansar aðeins með Turk og skilur hann eftir við teiginn og stígur hratt út. Grípur boltann í litlu jafnvægi en kemur mjög góðu skoti af.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Önnur mögnuð auglýsing...
23.5.2009
Úrslitin í austrinu... Þvílíkur snillingur sem helv. Fuglinn var.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
NBA - Where LeBron James Happens
23.5.2009
Cleveland Cavaliers vs. Orlando Magic 96-95 (1-1)
Ég hef aldrei verið mikið fyrir að líkja hinum og þessum leikmönnum deildarinnar við gamlar stórstjörnur því slíkur samanburður er hreinlega ósanngjarn gagnvart leikmönnunum. Tíminn líður, íþróttin þróast og samkeppnin verður harðari milli leikmanna. NBA deildin í dag er allt önnur en hún var fyrir 15-20 árum. Michael Jordan / LeBron James samanburðurinn er hins vegar alltaf í loftinu og eftir SKOTIÐ í gær hjá James er ekki hægt annað en velta því fyrir sér hvort hér sé ekki kominn réttmætur erfingi krúninnar.
Berum aðeins saman "The Shot" hjá Michael Jordan og svo "The Shot" hjá King James. Jordan er vel fyrir innan þriggja stiga línuna, eiginlega rétt fyrir utan vítateiginn og í andlitið á þokkalegum varnarmanni. James hins vegar fær eina sekúndu til að taka skotið yfir frábæran varnarmann og fyrir utan þriggja stiga línuna. I think we have a winner.
Þvílíkur snillingur sem LeBron James er orðinn og drengurinn á eflaust 10 ár eftir af ferlinum. En þvílík vandræði sem Cavaliers liðið er komið í. Þrátt fyrir að James hafi bjargað þeim frá því að fara til Orlando 0-2 undir situr sú staðreynd eftir að þeir eiga í erfiðleikum með að spila 100% bolta í 48 mínutur. Komast á svaka skrið í fyrri hálfleik en koma svo latir til baka og láta Magic vinna upp 10-20 stiga mun og eru í bullandi vandræðum á lokamínútunum. Þetta er ekki sama liðið sem hreinlega myrti Detroit og Atlanta. Það má þó ekki taka það af Orlando liðinu að það er að spila sinn besta bolta þessa dagana. Skotin eru að falla að utan og vörnin er sterk. Orlando er að skjóta um 45% í þriggja og verður það að skrifast á vörnina hjá Cavs því Magic menn eru að fá allt of oft opin skot að utan.
Annar þáttur í vandræðum Cleveland er bekkurinn. Framlag bekkjarins í fyrsta leiknum var 16 stig og 14 í þessum. Ef LeBron James ætlar að vinna þennan titil þá held ég að hann verði að gera það upp á eigin spýtur með vonandi einhverri aðstoð frá Mo Williams, sem er enn að leita að skotinu sínu (7/21 í þessum leik).
![]() |
LeBron James skoraði ótrúlega sigurkörfu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Útlitið ekki gott hjá Lakers
22.5.2009
Los Angeles Lakers vs. Denver Nuggets 103-106 (1-1)
Hvað er í gangi með þetta Lakers lið? Eru menn ekkert að nenna þessu? Voru tæpir með að láta Denver stela af sér sigrinum í fyrsta leiknum og nú gerist nákvæmlega það sama nema hvað nú tókst þeim ekki að afstýra því. Byssurnar hjá Denver voru fírandi hvaðan af á vellinum og að negla niður mikilvægum skotum.
Í lokin var þetta dáldið eins og í fyrsta leiknum nema hvað nú voru það Lakers að klúðra aftur og aftur en Denver að nýta allt sem gafst.
Er samt verið að grínast með troðsluna hans Ariza í smettið á Dahntay Jones?! Eitt af topp 10 plays úrslitakeppninnar by far.
![]() |
Nuggets jafnaði metin í Los Angeles |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mögnuð auglýsing...
22.5.2009
Það hafa farið einhverjar vinnustundir í að maska út leikmennina í orginal myndbandinu... sjiiiiii.
Robert Horry finnur ekki hringana sína
22.5.2009
Robert Horry hefur verið NBA meistari sjö sinnum á sínum 15 ára ferli (sem þýðir að hann hafi unnið titil næstum annað hvert ár) og ætti því að eiga 7 hringa því til staðfestingar. Horry gaf það hins vegar upp nýverið að hann hafi ekki hugmynd um hvar þessa hringa sé að finna. Þeir séu bara einfaldlega týndir.
Following a videoconference with NBA greats Robert Horry, Dominique Wilkins and Bernard King about the most amazing moments of their careers, Horry admitted that he doesnt know the exact whereabouts of his 7 championship rings.
Honestly, I dont know where they are right now! Horry started, laughing. I just moved, so I think that theyre in a box somewhere in my house. The movers werent supposed to touch it, but they did. I used to keep them in a jewelry box in my bathroom, but I think that theyre in the house somewhere.
Ekki mikið að stressa sig á hlutunum hann Robert Horry...
HookUp: DimeMag.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekki öll nótt úti fyrir Cleveland
21.5.2009
Í úrslitakeppninni 1992 töpuðu Chicago Bulls heimaleikjaréttinum einmitt fyrir Cleveland Cavaliers, í leik 2. Bulls unnu svo seríuna 4-2 og mættu því næst Portland Trail Blazers í úrslitunum. Þá gerðist þetta í leik nr. 1...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Cavs - Magic Postgame 2
21.5.2009
Dwight Howard og Rashard Lewis ræða hvað kveikti í þeim fyrir rönnið í 3. hluta...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Minnir þetta á einhvern?
21.5.2009
Þetta er farið að minna mann ískyggilega mikið á annan Orlando Magic center sem lék með liðinu í upphafi 10. áratugarins... Anyone?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)