Cavs - Magic Postgame

LeBron James og Mo Williams ræða hvað fór úrskeiðis í leiknum...


Rashard Lewis vinnur fyrir stóra samningnum sínum

Cleveland Cavaliers vs. Orlando Magic 106-107 (0-1) 

Note to self - ekki treysta á að geta séð endursýningu á leikjunum morguninn eftir hjá Stöð 2 Sport.  Kallinn átti erfitt með að halda sér vakandi og ætlaði að treysta á endursýninguna í morgun, en viti menn - eitthvað gaddemm tuðruspark á skjánum.  Fátt annað sem gerir mann reiðari.  Næ endursýningunni í kvöld.

Anyway... vörnin augljóslega gaf eftir í leik Cavaliers.  Fá á sig 107 stig og leyfa 55% nýtingu svo ekki sé talað um 45% nýtingu Orlando fyrir utan þriggja stiga línuna.  LeBron með svo gott sem óaðfinnanlegan leik. 49 stig, 20/30 í skotum, 8 stoðsendingar og 3 blokk (þar af 2 í andlitið á Superman sjálfum).  Mo Williams mætti ekki tilbúinn í leikinn og held ég að það hafi gert útslagið.  6/19 frá þeim strák er ekki ásættanlegt.

Stan Van Gundy sagði við leikmenn sína í hálfleik að þeir væru allir "witnesses" og vísaði þar með í þekkta auglýsingaherferð Nike fyrir LeBron James, þe. að þeir væru allir bara að horfa á hann gera listir sínar.  Það hefur eitthvað kveikt undir þeim því þeir skoppuðu til baka eftir að hafa verið undir 15 stigum í þriðja.  Cavs einnig orðnir kærulausir á þessum tímapunkti sem er eitthvað sem þeir verða að tækla ætli þeir sér að komast alla leið.  Leikurinn er 48 mínútur og ekki búinn fyrr en flautan gellur.

Rashard Lewis heldur betur að vinna fyrir stóra samningnum sínum að negla niður mikilvægum skotum í fjórða hluta, 9/13 í öllum leiknum.  Howard 30 stig og 13 fráköst.  Mickael Pietrus hefur klárlega verið betri en enginn í þessari úrslitakeppni.  Frakkinn kom sterkur inn af bekknum í þessum leik og setti 13 kvikindi. 

Nú þurfa Cavs að fara í kalda sturtu og horfa á teipið af þessum leik nokkrum sinnum.  Að vera svona kærulausir með 15 stiga forystu í úrslitum austurdeildarinnar er út í hött og ekki vænlegt til árangurs fyrir lið sem ætlar sér NBA meistaratitilinn.  Orlando eru aftur á móti komnir í fullt skrið með mikið sjálfstraust eftir að hafa sent ríkjandi meistara í sumarfrí og virðist fátt geta stöðvað þá þessa dagana.


mbl.is Orlando skellti Cleveland á útivelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2009 NBA Draft

Nú bendir allt til þess að Blake Griffin frá Oklahoma háskólanum fari til Los Angeles Clippers, en þetta er í þriðja skiptið sem þeir ná fyrsta pikki.  Völdu fyrst Danny Manning 1988 og því næst Michael Olowokandi 1998.  Nú er bara að bíða þar til 25. júní og sjá hvert Ricky Rubio, Hasheem Thabeet, Brandon Jennings, Ty Lawson og margir fleiri enda... Annars er valröðin á þessa leið: 

  1. LA Clippers
  2. Memphis Grizzlies
  3. Oklahoma City Thunder
  4. Sacramento Kings
  5. Washington Wizards
  6. Minnesota Timberwolves
  7. Golden State Warriors
  8. New York Knicks
  9. Toronto Raptors
  10. Milwaukee Bucks
  11. New Jersey Nets
  12. Charlotte Bobcats
  13. Indiana Pacers
  14. Phoenix Suns
  15. Detroit Pistons
  16. Chicago Bulls
  17. Philadelphia 76ers
  18. Miami Heat (treidað til Minnesota Timberwolves)
  19. Atlanta Hawks
  20. Utah Jazz
  21. New Orleans Hornets
  22. Dallas Mavericks
  23. Houston Rockets (treidað til Sacramento Kings)
  24. Portland Trail Blazers
  25. San Antonio Spurs (treidað til Oklahoma City Thunder)
  26. Denver Nuggets (treidað til Oklahoma City Thunder og þaðan til Chicago Bulls)
  27. Orlando Magic (treidað til Memphis Grizzlies)
  28. Boston Celtics (treidað til Minnesota Timberwolves)
  29. LA Lakers
  30. Cleveland Cavaliers

King James mætir Superman í kvöld


The Making of an Unstoppable Beast

Skyggnst inn í Work-Out rútínuna hans Dwight Howard.  Einhvern veginn bjóst ég nú við fleiri lóðum á stönginni hjá honum, en who cares... þetta er greinilega að virka.


The Kickdrums - Just A Game (Video)


Góð byrjun hjá Lakers

Los Angeles Lakers vs. Denver Nuggets 105-103 (1-0) 

Kobe Bryant sagði eftir þennan leik að ólíkt Lakers-Rockets seríunni myndu leikirnir í þessari seríu ekki sigrast í fyrsta leikhluta.  Hér yrði barátta til síðustu sekúndna.  Svo virðist sem hann hafi rétt fyrir sér og útlit er fyrir mjög skemmtilega og spennandi seríu.

Nuggets byrjuðu mjög sterkt og var útlit fyrir einhverja þreytu í herbúðum Lakers manna, enda ekki óeðlilegt eftir erfiða seríu gegn Houston.  Hér bara einvígi tveggja bestu skorara deildarinnar, Kobe Bryant (40 stig) og Carmelo Anthony (39 stig).  Þegar Melo dekkaði Kobe var hann á honum eins og fluga á skít og fékk hann ekki mikinn frið til að athafna sig.  Nuggets hafa ekki mikla reynslu í úrslitakeppninni og var það auðséð í lok leiksins þegar K-Mart braut heimskulega á Kobe (og sendi þar með 86% vítaskyttu á línuna) og einnig þegar Anthony Carter (sem ég skil ekki að hafi verið inn á á þessari stundu) sendi boltann beint í fangið á Trevor Ariza úr innkasti.  Lakers spiluðu hins vegar mjög vel úr þeim möguleikum sem Nuggets gáfu þeim í lokin.

Er Spike Lee annars kominn með auka-uppáhalds-lið í Lakers?  Hann sást á hliðarlínunni í lok leiks fagna óspart og klappa Kobe hástöfum.  Enda ekki óeðlilegt þegar liðið sem maður heldur með hefur ekki séð sólarglætu í tíu ár.


mbl.is Lakers hafði betur í fyrsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er snilld

Frábært fyrir ÍR-inga að negla Sovic fyrir næsta vetur.  Hér fer ótrúlega öflugur leikmaður og mun pottþétt fylla vel í skarðið sem Ómar skyldi eftir sig og vonandi gott betur.  Annar stigahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra með 24,7 stig, 10,5 fráköst í leik (þó einu frákasti frá meðaltali Ómars 11,5) og með annan hæsta framlagsstuðulinn í fyrra með 27,3 stig á þeim skalanum. 

Man ekki betur en Geiri Hlö hafi leikið með ÍR í fyrra og skil ég því ekki þennan fréttaflutning.  Gulli er hins vegar kominn aftur og mun koma með baráttuna með sér í bakpokanum.  Þetta er farið að líta mun betur út en á horfðist.


mbl.is Sovic til ÍR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eminem - Underground (LIVE)

CDQ útgáfa í Boomboxinu efst til hægri... 


mbl.is Eminem snýr aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Battier er varnarnagli

Tvennt varðandi þetta myndband:

  • Erlendur þjálfari sagði eitt sinn við mig að ef maður ætlaði að spila almennilega 1-on-1 vörn ætti maður að setja hendurnar í andlitið á andstæðingnum til að takmarka útsýni hans.  "Put a hand in his face!" heyrði maður ósjaldan.  Þvílíkur varnarmaður sem Shane Battier er.  Þarna fer hann á móti skotinu frá Kobe Bryant og setur höndina eins nálægt andliti Bryant og mögulegt er án þess slá hann utan undir.  Seriously, gaurinn er að dusta rykið af augnlokunum á honum. 
  • Einnig er sagt að best sé að horfa alltaf á hringinn þegar boltanum er skotið og aldrei horfa á eftir boltanum né horfa á varnarmanninn sem er að reyna að blokka þig.  Þvílík skytta og sóknarmaður sem Kobe Bryant er.  Þarna er hann með einn besta varnarmann deildarinnar að stökkva að honum með höndina míkrómetrum frá andlitinu hans - og setur svo skotið algerlega þráðbeint í andlitið honum.

Körfubolti at it's finest...


Tvífarar

Russell Brand og Luis Scola...

ept_sports_nba_experts-896206053-1242664631


Hvar endar þetta?

Man eftir því eitt sinn þegar Larry Bird skoraði körfu þegar hann var staddur á bakvið körfuna, þe. hann skaut yfir spjaldið.  Hann var hins vegar ekki svona langt frá...


Yao Ming er ekki ómissandi

Los Angeles Lakers vs. Houston Rockets 89-70 (4-3) 

Ég held að Houston liðið hafi svarað mínum vangaveltum um hvort Rockets þurfi eitthvað á Yao Ming að halda.  Houston einfaldlega spiluðu eins og þeir hefðu átt að vera löngu hættir keppni.  Fær mann til spá hvað var eiginlega í gangi með Lakers liðið þegar þeir létu Houston vinna sig með nokkurra tuga stigamun.  Pau Gasol var illviðráðanlegur í teignum og fór ítrekað illa með Scola, hvort sem hann var að hirða af honum fráköst eða skora í andlitið á honum á low-post. 

Aaron Brooks var ekki að finna sig sem og Ron Artest sem var algerlega í ruglinu að henda upp múrsteinum.  Tölfræðin hjá Shane Battier var ekki falleg en verðmæti hans sést sjaldnast á stigatöflunni.  Maðurinn spilaði fáránlega góða vörn á Kobe og hélt honum í 14 stigum og 4/12 í skotum auk þess sem hann fiskaði nokkrar villur á hann.  Bynum var hress hjá Lakers en þó langt frá því sem hann þarf að vera.  Ariza var líka solid.


mbl.is Lakers í úrslit vesturdeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þolið búið hjá Celtics

Boston Celtics vs. Orlando Magic 82-101(3-4) 

Held að þolið hjá Celtics hafi endanlega þrotið í þessum leik.  Celtics spiluðu skelfilega vörn og hittu ekki rassgat í byrjun.  Orlando hins vegar negldu þristum út um allt og voru mjög frískir.  Ég hélt reyndar að fjórði hluti yrði eitthvað massaspennandi miðað við hvernig C's höfðu spilað í lokin á 3. og að enda með þessum djömper frá Rondo.  Heldur betur ekki.  Pietrus og Turkuglu sáu um að skjóta þá í kaf aftur.  Ekkert gekk í sókninni hjá Boston og ljóst í hvað stefndi. 

Flott hjá Orlando að loka seríunni örugglega á útivelli og ná að halda forskotinu alltaf.  Boston koma vonandi sterkari inn á næsta ári að því gefnu að þeim takist að halda þessum hóp óbreyttum.  Mikið um leiðindameiðsl sem hafa eyðilagt mikið fyrir liðinu.


mbl.is Meistarar Boston eru úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1.000 hestöfl!!

Fyrir gírolíuhausana þarna úti.  Buick Grand National með tvær massífar túrbínur skellir sér á Dyno-inn og bræðir úr honum.  Mælist rétt um eitt þúsund hestöfl rétt áður en hann bræðir úr græjunni.  Takið eftir þegar túrbínurnar kikka inn af fullum krafti (1:17)...


mbl.is Tekinn á 194 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband