Inside The Playoff Mind: Carmelo Anthony

Ef Kobe tekst að klára Houston í kvöld (sem ég tel ansi líklegt) þá á hann enn eftir að komast framhjá þessum manni til að eiga sjens á titli...


Retro Emmcee: Chad Jackson - Hear The Drummer (Get Wicked)

 Með betri danslögum tíunda áratugarins.  Mæli með HQ útgáfu.


Er Artest að floppa?

Mér sýnist hann bara fá eitthvað högg á andlitið og hlaupa svo í burtu til að eiga ekki hættu á að fá tæknivillu eða brottrekstur.  Það var dæmd villa á Artest og svo tæknivilla á Kobe fyrir að chest-bumpa Artest.  Þá hleypur hann í burtu.


Celtics vs. Magic - GAME 7 - Hvað er framundan?

Það er algerlega ómögulegt að spá fyrir um þennan leik þó ég hallist nú að því að grænir taki þetta.  Tölfræðin er augljóslega með þeim og þeir eru ekki óvanir þessum aðstæðum.  Celtics liðið er uppfullt af Wild Cards, eins og Glen Davis, Eddie House, Stephon Marbury og jafnvel Brian Scalabrine, sem gætu sprottið upp við minnsta tilefni og breytt stefnu leiksins.  Pressan gæti hins vegar verið Magic um of.


Lakers vs. Rockets - GAME 7 - Hvað er framundan?

Margir góðir punktar þarna hjá Jalen Rose...  Lakers eru augljóslega lið sem þarf að spila vel sóknarlega til að geta spilað þokkalega vörn.  Lakers verða að setja niður skotin snemma og reyna að hægja á Houston.  Houston hins vegar verður að halda áfram sínu striki.  Keyra stíft á þá strax frá fyrstu mínútu og vonast til að koma þeim þannig úr jafnvægi líkt og tekist hefur í leik 6 og 4.


Shaq viðurkennir neyslu árangursbætandi efna

Í útvarpsviðtali nýlega viðurkenndi Shaq að hafa neytt Performance-Enhancing-Cereals (PEC) allan ferilinn sem ekki mælast í lyfjaprófum...

I've told the world before, only thing I had was Frosted Flakes: Super Enhancement Cereal. That's the only thing I've put in my body. Frosted Flakes Athletic Performance Enhancement Cereal. They ain't even out yet ...

For all the little kids, the Performance Enhancement Cereal is you take the Frosted Flakes, and you take the Froot Loops, and you mix them together, and then you get some of them sliced bananas and you put them on that thing, and then you get a big old bowl ... 

The kind of bowl if you pull out your mother say, 'Boy, you better put that bowl back!'  And, then you pour that milk ... 'You better get a job eating all that milk.' 'Mama, we ain't got no milk.' 'Well, you better put some water on that boy!

Eðlilegur þessi gaur? 

HookUp:  Ball Don't Lie


Melo

Sést reyndar þarna að þessi villa sem ekki var dæmd og Dallas þrætir enn fyrir var engin og því rétt að dæma ekkert.  Ef menn ætla að brjóta á svona augnablikum verður að stoppa andstæðinginn, ekki klappa honum.


Fjórði oddaleikur Celtics á 13 mánuðum

Boston Celtics vs. Orlando Magic 75-83 (3-3) 

Magnað hvað Ray Allen getur skotið augun úr fugli á 500 metra færi í einum leik en getur svo ekki hitt í vatnið úr báti þess á milli.  Þessi leikur einkenndist af hinu síðar nefnda.  2/11 og þar af 0/7 í þriggja.  Allen hefur ekki átt sjö dagana sæla í þessari seríu.  Í þeim þremur leikjum sem Celtics töpuðu gegn Magic er hann að skora um 7 stig í leik og skjóta 2/12 utan að velli, sem er bara skelfilegt fyrir eina allra bestu pjúra skyttu deildarinnar.  Pierce hefur þó verið að sækja í sig veðrið og verið mun meira consisten en gegn Bulls.  Hann er samt að tjóka á línunni eins og lúði þegar mest á reynir.  Allen hreinlega verður að eiga góðan leik til að Celtics geti farið áfram.

Howard mun meira með í þessum leik en hinum á undan og einnig mun virkari en oft áður.  10 sóknarfráköst segja allt sem segja þarf og eitt blokk þar sem hann sendi einhvern ræfil frá Glen Davis upp í 8. röð.  Orlando verða að halda áfram að dúndra boltanum inn í teiginn á dýrið.  Framlínan hjá Celtics á einfaldlega ekkert í hann.


mbl.is NBA: Orlando knúði fram oddaleik gegn Boston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lakers í ruglinu

Los Angeles Lakers vs. Houston Rockets 75-90 (3-3) 

Var ég að horfa á Los Angeles Sparks eða Los Angeles Lakers?   Hvaða kellingar eru þetta í fjólubláu búningunum?

Skora ekki utan að velli fyrstu sex mínúturnar, láta Louis Scola drulla í andlitið á sér í teignum og niðri á low-post, éta rykið eftir Aaron Brooks og gefa svo Carl Landry eina poster-momentið á hans ferli.  Hafið í huga að þetta Lakers lið á að vera miklu betra en það sem fór í úrslitin í fyrra!  Hvað er að frétta?!

Kobe var í tómri tjöru í fyrri hálfleik og var 3/11 á tímabili utan að velli.  Gasol og Odom voru í þinglýstri eigu Louis Scola í fyrsta leikhluta.  Reyndar var allt front-courtið að drulla í brækurnar fyrri hluta leiks.  Bakverðir Lakers áttu ekkert í Brooks sem reykspólaði ítrekað framhjá öllum sem reyndu að dekka hann.

Tvennt sem ég velti fyrir mér eftir að hafa horft á þennan leik:

  • Er Lakers liðið nógu burðugt til að komast alla leið?  Ekki með þessu áframhaldi.
  • Hefur Houston liðið eitthvað að gera við T-Mac og Yao Ming?  Löngu séð að liðið er í mun betri málum með T-Mac í Playstation heima hjá sér, en það er spurning með Yao Ming.  Er hann ekki að hægja á liðinu?  Annars er ekki mikið að marka þessa tvo leiki í Houston þar sem Lakers voru að spila eins og botnlið 1. deildarinnar hérna á skerinu.


mbl.is NBA: Houston skellti Lakers og jafnaði metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kobe & LeBron - Three Championship Rings

Hvað eru Nike að brenna yfir með þessum auglýsingum?  Hrikalega slakar...


Fyrir þá sem eiga iPhone eða iPod Touch


Corey Blount og grasið hans

Corey Blount sem lék lengi vel með Chicago Bulls, LA Lakers og mörg fleiri lið fyrir allnokkrum árum var gripinn í desember með um 13 kíló af "Mary Jane" í sínum fórum.  Strax hélt hann því fram að grasið væri til einkanota en ekki dreifingar og hefur alltaf haldið í þá sögu.  Fyrir stuttu var hann svo dæmdur í eins árs fangelsi og hér er fréttaflutningur ESPN Sports Center af dómsuppkvaðningunni.  Fyndið sjitt...

Fyrir þá sem ekki vita hverjir Cheech & Chong eru er best að horfa á þetta.


mbl.is Óbeinar kannabisreykingar ekki saknæmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guru & Solar - Divine Rule (Video)

Guru er svo algerlega með þetta!!!


Onyx - Money In The Sky (Video)

Væntanlega af plötunni "Black Rock" sem á að koma út á þessu ári...

Komið í boomboxið...


K'Naan - T.I.A. (Video)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband