Punktaðu þetta niður Dahntay Jones
27.5.2009
Jon Barry rennir yfir með hjálp tölvutækninnar hvernig eigi að dekka Kobe Bryant. Fer samt ekkert yfir bakhrindingar eða að bregða fæti fyrir hann.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tæknivillan á Dwight Howard
27.5.2009
Þessi dómgæsla er náttla komin langt út fyrir öll skynsemismörk. Má maðurinn ekki fagna þessum mögnuðu tilþrifum með mikilli innlifun? Mér er drullusama hvort hann hafi notið F-orðið eða ekki. Kevin Garnett notaði það blessaða orð ansi oft á meðan hann sat á bekknum hjá Celtics í fyrstu og annarri umferðinni. Fór lítið fyrir tæknivillum þar. Þetta má ekki verða einhver elliheimilisbolti. Kamán!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Suuuuddi
27.5.2009
Coast 2 coast... sá skyldi Pietrus eftir í rykinu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mögnuð spenna
27.5.2009
Cleveland Cavaliers vs. Orlando Magic 114-116 (1-3)
Það verður bara að segjast að þrátt fyrir þessi úrslit þá reyndu Cleveland Cavaliers allt sem þeir mögulega gátu til að vinna þennan leik. Orlando Magic hittu eins og fávitar utan þriggja stiga línunnar allan leikinn með 47% nýtingu þaðan. Rafer Alston fékk að skjóta að vild fyrir utan þar sem leikmenn Cavs lögðu áherslu á annað í vörninni, skaut 6/12 í þristum. Mickael Pietrus hitti einnig mjög vel (5/11) en minna fór fyrir Turk og Lewis. Lewis, sem hafði verið nánast ósýnilegur í leiknum, setti hins vegar niður þrist í lok venjulegs leiktíma til að koma Magic 2 stigum yfir sem LeBron jafnaði svo á línunni skömmu síðar.
Mo Williams gerði hvað hann gat til að standa við stóru orðin en hitti ekki vel (5/15) en Delonte West var mjög aggressífur og stóð sig vel í sókninni fyrir Cavs með 17 stig (7/15) og 7 stoðsendingar. LeBron reyndi allt sem mögulegt var til að draga vagninn alla leið, 44 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar. Magic áttu í vandræðum með hann í lokin og virtust ekki geta náð að halda honum frá boltanum þrátt fyrir að vera með 2-3 menn á honum í innköstunum.
Í framlengingunni spiluðu Magic hárrétt úr spilunum og dömpuðu boltanum inn í teiginn á Howard nánast í hverri sókn þar sem vörnin var öll útteigð eftir skotsýningu þeirra fyrr í leiknum. Varejao var einnig í villuvandræðum og því skynsamlegt að spila þetta þannig. 10 af 27 stigum Howard komu í framlengingunni.
Aðeins átta lið í NBA sögunni hafa náð að snúa við eftir að hafa verið undir 1-3 í úrslitakeppninni og það kæmi mér ekkert á óvart ef Cleveland yrði það níunda. Því geta Orlando Magic ekki fagnað enn.
![]() |
Orlando lagði Cleveland í framlengdum leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Framtíð NBA deildarinnar
26.5.2009
Ricky Rubio frá Spáni. 18 ára og verður í pottþétt valinn í topp 5 í draftinu í sumar. Kallaður La Pistola á Spáni þar sem hann minnir óneitanlega á Pistol Pete Maravich.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Smitty með gang signs
26.5.2009
Nú er allt vitlaust í Bandaríkjunum yfir J.R. Smith í síðasta leik og meintum klíkumerkjum sem hann á að hafa fleygt upp eftir einn þristinn. Smitty segir að þetta sé "the upside down 3" en þetta líkist ískyggilega mikið Piru merkinu, en Pirus eru klíka frá Compton í Los Angeles. Smitty er samt frá New Jersey og skil ég því ekki hvers vegna hann ætti að standa í því. Er Smitty að skjóta á fylgjendur Lakers? Eða er hann bara einfaldur og að reyna að sýna nýtísku þriggja stiga merki? Einhver sagði að hann væri að dansa dans sem heitir The Retarded Chicken... hahah. Seriously fólk, horfið bara á gaddem leikinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Umfjöllun ESPN um Chris Andersen
26.5.2009
Hver er Birdman?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dirty Jones
26.5.2009
Er Kobe alveg dottinn af ríspekt listanum í NBA deildinni. Dahntay Jones ræður greinilega ekkert við hann og þarf aðeins að beygja reglurnar til að hægja á honum. Það sem mér finnst hins vegar einkennilegt er að það er ekkert dæmt á þetta og ekki er nú eins og þetta sé eitthvað lúmskt eða vel falið. Ágætis samantekt á varnartilburðum Jones gegn Kobe og betra sjónarhorn á það þegar hann fellir hann. Hvað finnst ykkur?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
MVP's - Kobe & LeBron 4
26.5.2009
Átti alltaf eftir að birta þessa...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mest hæpaða Finals matchup ever í hættu?
26.5.2009
Los Angeles Lakers vs. Denver Nuggets 101-120 (2-2)
Ég veit ekki hvað það er sem George Karl er að gera með þetta lið, en það er alla vega að virka. Hann er að fá að ég held nákvæmlega allt það sem mögulegar er hægt að fá út úr þessu liði. Allir taka þátt og spila sitt hlutverk og allir sáttir við sitt. Billups er klárlega lykillinn að þessu öllu en það má ekki taka kredit frá þjálfaranum sem augljóslega er að setja liðið hárrétt saman og undirbúa það vel fyrir hvern leik. Í raun finnst mér einkennilegt að val á þjálfara ársins sé ekki gert eftir úrslitakeppni því eins og sést á Cleveland þá er Mike Brown ekki beint að standa undir nafni þar. Þessi úrslitakeppni er enn að undirstrika það hvað árangur í deildinni skiptir í raun litlu máli. Þetta er allt önnur keppni og hér munu aðeins þeir hæfustu lifa af.
Í þessum leik brást aðalvopn liðsins. Carmelo Anthony með snúinn ökkla og magapest, en fram kom að hann hafði faðmað klósettskálina rétt fyrir leik og var alls ekki hress. Restin af liðinu tók áskoruninni og sáu um að koma boltanum ofan í körfuna. Denver liðið skaut í raun 50% ef tölfræði Anthony er tekin úr jöfnunni. Sjö af leikmönnum Nuggets skoruðu yfir 10 stig og enginn yfir 24 stig, sem er enn einn vottur um góða liðsheild.
Lakers mjög slakir í þessum leik og áttu í raun aldrei möguleika frá upphafi. Bynum þó að sýna gamla takta með 14 stig og 5 fráköst og Jordan Farmar einnig með 10 stig á 14 mín. Ég held að Jax ætti að hvíla Fish aðeins frá byrjunarliðinu og láta Farmar aðeins spreyta sig. Strákurinn er að skora nánast jafn mikið og Fish, með jafn mikið af stoðsendingum og að skjóta mun betur á miklu færri mínútum.
Eitthvað segir mér að Nike-menn og yfirstjórn NBA deildarinnar sé farin að ókyrrast yfir möguleikunum á því að Kobe og LuBrán mætist í úrslitum. Þar á bæ er mönnum meira annt um einstaka leikmenn og media hype í kringum úrslitin en nokkurn tímann gæðin á boltanum sem yrði spilaður.
![]() |
Denver jafnaði metin gegn Lakers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
LeBron James / Mo Williams Post Game
25.5.2009
LeBron ræðir hvort liðið hafi þol í þessa seríu og Mo-Will ræðir olnbogann frá Anthony Johnson.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)