CLE - ORL leikur 6 í kvöld

Ef síðast leikur var mikilvægur fyrir LeBron James þá er þessi sá allra mikilvægasti.  Barátta fyrir lífinu í Orlando.  Notið athugasemdirnar til að spjalla um leikinn.


Kobe stýrir Lakers í úrslitin

Los Angeles Lakers vs. Denver Nuggets 119-92 (4-2) 

Kobe Bryant leiddi Lakers liðið í úrslitin með frábærum leik, 35 stig og 10 stoðsendingar en það sem ekki sést á tölfræðiblaðinu er hugarfarið sem hann sýndi í leiknum og andlegur stuðningur sem hann veitti liðsmönnum sínum.  Ef þetta er Kobe framtíðarinnar þá megum við eiga von nokkrum titlum til Los Angeles á næstunni.  Lakers liðið spilaði sem vel smurð vél og boltinn gekk manna á milli þar til einhver komst í gott færi.  28 stoðsendingar voru skráðar á Lakers liðið og ætti það að gefa góða vísbendingu um stemninguna í liðinu.  Flott fyrir Lakers að klára vestrið með svona leik því hann mun klárlega vekja ótta hjá hinu liðinu sem mætir þeim.

Denver voru alveg úti á túni megnið af leiknum.  Vörnin alveg skelfileg, róteringar í vörninni voru engar, hjálparvörn engin og heimskulega ákvarðanir leikmanna í jafn mikilvægum leik sem þessum.  Hvað varð um þetta Denver lið?  Hvar var liðið sem lamaði sóknir Lakers manna í upphafi seríunnar?  Hvar var áhuginn?  Leikmenn liðsins algerlega saddir og nenntu þessu ekki lengur. 

Lakers menn eru vel að sigrinum komnir og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir nái að halda sömu stemningu í úrslitunum sjálfum líkt og í þessum leik.


mbl.is Lakers í úrslit NBA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LAL - DEN leikur 6 í kvöld - Opinn spjallþráður

Serían færist til Denver núna og þurfa Nuggets að mæta tilbúnir til leiks til að láta ekki Lakers senda sig í frí.  Nuggets hafa verið sterkir á heimavelli í vetur og einnig í úrslitakeppninni.  Þið sem horfið á leikinn í nótt getið spjallað um hann í athugasemdum á þessari færslu líkt og við gerðum í gær.


Ný skoðanakönnun

Hvet ykkur til að taka þátt í skoðanakönnuninni hérna til vinstri þar sem ég vil kanna hug manna um stöðu Cleveland Cavaliers í úrlslitakeppninni núna.  Vildi bjóða upp á fleiri svarmöguleika en bara "já" og "nei" til að fá ítarlegri niðurstöður.  Ef þið hafið svar sem ykkur finnst ekki vera í valmöguleikunum skellið því bara hér í athugasemdir.

- emm


Dr. Dre vs. Dr. Pepper

"Trust me... I'm a doctor" 


Truck North - The Never Ending Trip


Fín plata

Ágætisplata hjá Eminem, þó hann hafi sent frá sér margt betra áður.  Áfengi, lyf, geðsjúkdómar, erfið æska og mamma hans eru yrkisefnið (eins og venjulega) en hann gerir þetta af stakri snilld eins og venjulega.  Minimalískir taktar og pródúksjón frá Dr. Dre en þessi blanda klikkar eiginlega aldrei.  Dr. Dre og 50 Cent eru einu gestaperformerarnir á disknum í aðeins tveimur lögum en annars er Em sjálfur einn í öllum hinum lögunum.  Skotheldur diskur.


mbl.is Eminem langsöluhæstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stemning á blaðamannafundum í NBA


CLE-ORL G5 Post Game

"It was win or go home..."

Ekki mikil vísindi í sóknarleik Cavaliers í fjórða leikhluta...

"...if he gets in the paint it's automaticly a foul."  Ooooh, skot á dómgæsluna þarna.  Ætli það verði $25K sekt að bíða hans fyrir næsta leik?


Cleveland fær gálgafrest

Cleveland Cavaliers vs. Orlando Magic 112-102 (2-3) 

Cavs mættu reiðubúnir til leiks og hreinlega völtuðu yfir Magic í fyrsta hluta, 35-18 en gáfu svo undan í öðrum og Orlando náði að minnka muninn niður í 1 stig fyrir hálfleik.  Þvílíkar sveiflur í þessum leik, en Cavs náðu að halda þetta út og tryggja sér áframhaldandi líf í úrslitakeppninni.

Það sem gerði gæfumuninn fyrir Cavs var að aukaleikararnir mættu auk LeBron James reiðubúnir til að bíta frá sér.  Munaði þá helst um Mo Williams (24 stig) sem skaut 7/14 og þar af 6/9 í þriggja stiga.  Allir að setja niður mikilvæg skot en liðið hitti á milli 80-90% megnið af fyrsta hluta.  Bekkurinn einnig til hjálpar með Daniel Gibson í broddi fylkingar með 11 stig.  Frábær leikur hjá LeBron James með þrefalda tvennu eða 37 stig, 14 fráköst og 12 stoðsendingar.  Skoraði 17 í fjórða hluta og átti stoðsendingar sem skiluðu 12 öðrum stigum í sama leikhluta.

Hjá Orlando var það einna helst Turkoglu sem var hvað beittastur með 29 stig með 10/18 í skotum.  Pietrus var einnig mjög góður á báðum endum vallarins.  Setti niður mikilvægar körfur og hékk í James eins vel og hægt var.  Alston ætlaði að endurtaka flugeldasýninguna úr síðasta leik en hlóð hins vegar múrsteinum í heilan vegg í staðinn, 1/10 og þar af 1/7 neðan úr bæ.

Cavs komust í gegnum þessa hindrun og ef þessi leikur var sá mikilvægast á ferli LeBron James þá hlýtur sá næsti í Orlando að vera sá allra mikilvægasti.  Cavs eiga ekki gott record í Orlando en voru þó tæpir að stela sigri í leik 4.  Það er allt hægt.  LeBron verður bara að girða vel ofan í brók og vinna enn og aftur til að halda þeim á lífi í keppninni og bara vona að restin af liðinu mæti með honum til Orlando.


mbl.is LeBron James fór á kostum gegn Orlando
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægasti leikur á ferli LeBron James í kvöld

Það þarf ekki að ræða það neitt frekar að leikurinn í kvöld verður sá allra mikilvægasti á stuttum ferli LeBron James.  Nú er það bara do or die og allt hæpið í vetur hangir á spýtunni.  Hafa Cavaliers það sem þarf til að fara alla leið eins og allir helstu spámenn deildarinnar hafa haldið fram?  Getur LeBron James dregið vagninn alla leið ef hjálparkokkarnir eru ekki að taka þátt?  Fylgist með á Stöð 2 Sport í kvöld.  Þið sem vakið í nótt að horfa... endilega notið þennan þráð til að spjalla um leikinn eins og hann þróast.  Möst að fá smá umræðu um þetta á meðan á stendur.


"Gróf" villa hjá Melo á Kobe

Það er spurning hvað deildin gerir við þessu atviki.  Fjölmiðlar kalla þetta grófa villu.  Hann reynir við boltann en jú, nær andlitinu á honum ansi vel líka.  Lakers viftur vilja þessa villu öppgreidaða í Flagrant en ég sé ekki ástæðu til þess.  Það er löngu kominn tími til að yfirstjórn deildarinnar sleppi tangarhaldinu sem þeir hafa á flæði leiksins og leyfi honum að spilast eðlilega.

Ég er að fíla þetta attitude hjá Kobe að taka öllu sem hann fær með með jafnaðargeði.  Bæði þetta með Dirtay Jones og nú þetta.


Erfiður dagur hjá Birdman

Þeir sem blokka flest skot í NBA deildinni verða líka að vera tilbúnir að láta troða í andlitið á sér stundum.  Birdman þekkir þetta.  Dagurinn í gær byrjaði hins vegar vel fyrir hann þar sem hann blokkaði troðslu frá Odom á einhvern fáránlegan hátt.  Heppinn að brjóta ekki á sér puttana við þetta.  Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort ekki megi dæma goal-tending á þetta þar sem boltinn er kominn inn í hinn ímyndaða cylinder.

Svo gerist þetta...

og því næst þetta. 

Hvað er Walton annars að brenna yfir þarna?  Takið samt eftir því hvað teigurinn galopnast þrátt fyrir að Kobe hafi dræfað sterkt inn í hann.  Það standa allir og taka myndir á meðan Andersen er sá eini sem fer á móti þessu.  Ekki sterk vörn hjá Nuggets þessa stundina.


Mikilvægi Odom fyrir Lakers er ótvírætt

Los Angeles Lakers vs. Denver Nuggets 103-94 (3-2) 

Það er engum blöðum um það að fletta að Lamar Odom er gríðarlega mikilvægur fyrir Lakers liðið og þegar hann spilar eins og hann gerði í nótt, þá er Lakers liðið til alls líklegt.  Odom kom inn af bekknum og setti 19 stig og reif niður 14 fráköst og ekki nóg með það heldur blokkaði hann 4 skot.  Allt þetta á 32 mínútum.  Candyman getur verið óstöðvandi þegar hann nennir.  Átti nokkur krúsjal plays í fjórða hluta sem lögðu grunninn að þessum sigri.  Á meðan hann var inn á skoruðu Lakers 18 stig umfram Nuggets. 

Jafn leikur framan af þar sem liðin skiptust á forystunni alls níu sinnum og 15 sinnum var jafnt.  Allt þar til í fjórða hluta þar sem Odom fór í gang og Nuggets fóru að klúðra málunum með tæknivillum og vitleysu. 

Ef Odom mætir til Denver með þennan pakka aftur annað kvöld þá er þetta búið hjá Denver.  Ég hins vegar geri ráð fyrir að þetta fari í 7 leiki og Lakers fari áfram.  Þeir eiga enn eftir að sýna í sér tennurnar á útivelli í Denver og klára leiki þar.  Þeir eru hins vegar nánast óstöðvandi á heimavelli.


mbl.is Lakers þarf einn sigurleik til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jordan Hollowed Ground

Izz næs, yes?!  Langt síðan ég setti inn nýja skó hérna.  Ég hef alltaf verið mikið fyrir Air Jordan línuna og átti ófáa árganga af þeim.  Ég myndi annars rokka þessa án þess að skammast mín neitt...

jordan_hallowed_ground_black_red_6-600x337

Meira hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband