Mikilvægasti leikur á ferli LeBron James í kvöld

Það þarf ekki að ræða það neitt frekar að leikurinn í kvöld verður sá allra mikilvægasti á stuttum ferli LeBron James.  Nú er það bara do or die og allt hæpið í vetur hangir á spýtunni.  Hafa Cavaliers það sem þarf til að fara alla leið eins og allir helstu spámenn deildarinnar hafa haldið fram?  Getur LeBron James dregið vagninn alla leið ef hjálparkokkarnir eru ekki að taka þátt?  Fylgist með á Stöð 2 Sport í kvöld.  Þið sem vakið í nótt að horfa... endilega notið þennan þráð til að spjalla um leikinn eins og hann þróast.  Möst að fá smá umræðu um þetta á meðan á stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir það. Algert möst að fá að venta smá um leikina í helv. "da da da da, I'm loving it" auglýsingarhléunum skemmtilegu Það hefur verið lítið um þannig umræður á veraldarvefnum eftir stóra kókaín/neftóbaksmálið í fyrra, sællar minningar...

Trautman (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 18:31

2 Smámynd: Emmcee

Ljúft... hlakka til að sjá umræðu hérna í kvöld.  Annars skil ég ekki hvers vegna þessi leikur er ekki hæpaður upp hjá Stöð 2.  RÚV fjölluðu um þennan leik í fréttum áðan, þe. að þetta sé meik-or-breik leikur fyrir Cleveland.  St2 töluðu bara um DEN-LAL leikinn í nótt en minntust ekki einu orði á mikilvægi leiksins í kvöld.

Ég held að þessi færsla hérna að ofan sé eina "auglýsingin" fyrir þennan leik þar sem bent er á mikilvægi hans.

Emmcee, 28.5.2009 kl. 19:43

3 identicon

hefur einmitt fundist þetta vanta þegar maður er að horfa.

En mín spá fyrir leikinn er að Denver mun taka þetta.

en annars......GO LAKERS!!!!

p.s. það hefur annars farið framhjá mér með hverjum þú heldur almennt í deildinni Emmcee. 

Siggi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:46

4 identicon

Þessi leikur ætti að vera á fullu spítti fyrir Cleveland (no pun intended) því ef þeir ætla sér að halda lífi í seríunni, þá verða þeir að gasa þetta strax frá byrjun. En þeir mega ekki sprengja sig samt sem áður.

LeBron verður LeBron. Á hann einhvern tímann slæman leik? Það er bara spurning hvernig aukaleikarar Cleveland höndla pressuna. Körfuboltaheimurinn andar ofan í hálsmálið á þeim og bíður eftir að ýmist hlæja eða grenja. Mo var í fyrsta skipti kjaftstopp eftir leik 4 í Orlando, sennilega farið að sökkva inn að Cavs eru SVONA nálægt því að detta út.

Spurning hvort Cleveland takist að vinna þessa seríu og verða eitt af fáum liðum í sögunni til þess en ég allavega spái því að Cleveland vinni leikinn í kvöld. Annað væri bara pressure choke.  Hef trú á að mínir menn klári þetta í Orlando í leik 6 en maður skal aldrei afskrifa lið sem er með LeBron sem lestarstjóra... hinsvegar eru farþegarnir alveg ferlega gjarnir á að leggja sig. 

Ég spái... 103-94 fyrir Cleveland. 

Arnar (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 20:40

5 Smámynd: Emmcee

Ég held með Chicago Bulls og hef gert síðan 1990... Er annars alveg hlutlaus á þau lið sem eftir eru.

Emmcee, 28.5.2009 kl. 21:28

6 identicon

LeBron fer ekki að tapa þessu á heimavelli!

Cavs 99-91 Magic

Sái því að LeBron verði með rosaleik 45-8-8

Kobe 8 (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 21:44

7 identicon

Held með Cleveland í þessari úrslitakeppni en annars hef ég haldið með Lakers...vil bara ekki að James verði eins og Barkley, Ewing eða Stockton&Malone.

Hann kemur líklega brjálaður inn í þennan leik, gæti sett 50+ niður eða fengið triple-double...en fyrst og fremst verða þeir að koma Howard í villuvandræði og reyna að fá hann bannaðan í leik 6 - annars held ég að það verði nánast ómögulegt fyrir þá að vinna þann leik.

Grétar (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 22:11

8 identicon

Finnst alltaf svolítið slappt ef lið þurfa að fá einhvern úr hinu liðinu bannaðan til að eiga einhvern séns... sérstaklega þegar svona langt er komið. 

Arnar (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 22:28

9 identicon

Ég veit það, en fyrst þeir ná ekki að koma honum í villuvandræði þá.....

Grétar (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 22:48

10 Smámynd: Emmcee

Ég held að það sé engin hætta á því að LeBron verði eins og Barkley, Ewing og félagar.  Ef titillinn verður ekki unninn í ár þá verður það eitthvert annað árið.  Þessi drengur er undrabarn og með réttum aukaleikurum ætti að vera hægt að byggja upp dynasty í kringum hann.  Ótrúlega þroskaður leikmaður þrátt fyrir stuttan feril og með það hugarfar sem þarf til að ná hæstu hæðum í þessari deild.  Held að hann verði með lágmark 2-3 hringa í vasanum þegar hann hættir. 

Howard er enn 2 tæknivillum frá leikbanni, þar sem deildin leiðrétti dóminn í síðasta leik og ég neita að trúa því að Howard sé svo einfaldur að taka áhættuna núna þegar hann hefur verið svona tæpur.  Hann verður stilltur og einbeittur í þessum leikjum sem eftir eru.  Held að nær væri fyrir James að keyra sem mest á hann og koma honum þannig í villuvandræði.  Dómararnir eru ekki að fara að bregðast James á heimavelli.

Emmcee, 28.5.2009 kl. 23:11

11 identicon

Veit einhver hér hver munurinn er á iðnartroði og górillutroði?

Trautman (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:20

12 identicon

Górillutroð hlýtur að vera troð frá Ewing, enda lítur hann út eins og górilla.

Annars er ég eiginlega sammála þér Emmcee, James hlýtur að enda með nokkra hringa , ég held 4-5, ef ekki 6 eins og MJ, þar að segja ef hann fer ekki frá Cleveland, sem ég held að yrðu mestu mistök sem hann gæti gert.  Eins og er þarf Cleveland "big man " sem á framtíð og getur eitthvað.  T.d. Gasol Jr., Stoudamire, Bosh eða einhvern.

Aftur á móti gætu Boozer/Williams orðið að Malone/Stockton dúói...sama lið, sömu stöður...frábærir leikmenn sem fá aldrei hring..finnst þetta soldið skrifað í skýin.. Bosh, Melo og fleiri gætu endað svona , gæti samt trúað því að eitt árið myndi Denver verða svona 2004 pistons lið..en það verður þá að gerast fljótlega, ekki yngist Billups.

Grétar (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:31

13 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

ég held að Orlando taki Cavs í nótt. Cleveland getur ekki unnið þetta með LeBron, hinir verða að "acta" með. Orlando eru búnir að vera gríðarlega sterkir á móti þeim núna, og ég er búinn að hafa miklu meiri trú á þeim heldur en Cavs í playoffunum. En þótt Cavs taki leikinn í kvöld held ég samt að Orlando sigri þá og komist í úrslitin, á móti Lakers! Lakers - Nuggets keppnin er búin að vera spennandi núna, en ég segi samt að Lakers taki þá. Lakers eru eiginlega með meira svona "experienced" lið. En það verður spennandi að sjá hvernig þeir standa sig á móti Magic.

Ég hef alltaf haft mikla trú á Lakers og hef haldið með þeim frá því ég var smákrakki! Lakers taka Nuggets pottþétt, ef það verður 7 leikja umferð hjá þeim hafa Lakers home-court advantage þannig að þeir munu þá allavega vinna þann leik, og þá eru þeir komnir áfram. En ég er soldið áhyggjufullur varðandi Magic. En samt, ég var áhyggjufullur varðandi Denver, þannig hver veit!

Snorri Þorvaldsson, 29.5.2009 kl. 00:01

14 identicon

LeBron á eftir að vinna hringi 1-2-3 hver veit? En hann vinnur þá ekki í Cleveland! Ég spái því að hann fari til NY eftir næsta tímabil!

En leikurinn er að byrja!

Kobe 8 (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:33

15 Smámynd: Emmcee

Iðnaðartroð er bara troðsla með litlum tilþrifum og engu aukadóti.... ég myndi halda að górillutroðsla væri bara troðsla þar sem hangið er í hringnum og einhverjum æfingum - t.d. hnéin upp og eitthvað þessháttar.  Svona eins og Dwight Howard.

Emmcee, 29.5.2009 kl. 00:38

16 Smámynd: Emmcee

It's game time!

Emmcee, 29.5.2009 kl. 00:38

17 Smámynd: Emmcee

Svakaleg byrjun hjá Cavs... Mo Will ætlar að standa við stóru orðin.

Emmcee, 29.5.2009 kl. 00:44

18 identicon

Jahérna, afhverju var Mo Williams ekki löngu byrjaður á þessu?..Þó jákvætt fyrir guttann að að hann sé búinn að finna fjölina, 22-8 fyrir Cavs, sterk byrjun.

Arnór (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:50

19 identicon

Þeir hafa nú byrjað áður vel gegn Orlando en misst það svo niður.

Mo Will er bullari. Ekkert mál að koma með stór orð og ætla svo að láta einhvern annan standa við þau (lesist: Lebron).

Kemur á óvart að Illi fái ekki tæknivillu. Er það ekki bara fyrir að fagna annars?

President (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:52

20 identicon

Er til meira hissa maður en Varajeo þegar hann fær dæmdar á sig villur?

President (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:00

21 Smámynd: Emmcee

Það er nákvæmlega málið, Prez... 22 stigum yfir og mér dettur ekki í hug að beila á þessum leik.  Það er mjög svo ólíklegt að þeir geti haldið þessari keyrslu í 48 mínútur.  Magic menn eru heldur ekki að hitta rassgat og ekki er það Cavs-vörninni að kenna.  Eru að fá open-looks en ekkert oní.

Emmcee, 29.5.2009 kl. 01:01

22 identicon

Var að koma að skjánum.

Hef bara eitt að segja, þetta er svakaleg byrjun

Siggi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:07

23 identicon

6 af 18 ofan í vs. 14 af 20

þetta er svakalegt

Siggi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:09

24 identicon

Góð byrjun hjá Cavs!

Var að sjá þetta>> The radio on ESPN in DFW just reported that George Karl has flown in Coby Karl on his own dime to speak with the entire Nuggets team about the triangle and how to help stop it. 

The Nuggets have come to an all time low!!!

Kobe 8 (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:15

25 identicon

Já þríhyrningssóknin er líka búin að vera hágæða leyndarmál síðan Jordan vann fyrsta titilinn og eflaust enginn búinn að fara yfir myndbönd og skoða sóknina.

En nú er týndi hlekkurinn fundinn: Coby Karl!!!

Guð hjálpi Lakers.

President (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:18

26 Smámynd: Emmcee

Spilaði Cody eina mínútu fyrir Lakers eða?

Magic að koma til baka... þetta verður nail-biter.

Emmcee, 29.5.2009 kl. 01:21

27 identicon

Wally og Boobie í sama liðinu. Það gerist ekki harðara.

President (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:23

28 identicon

skv. Wikipedia spilaði hann 17 leiki, 4.2 mín í hverjum leik og 1.8 stig og síðan 2 mínútur í playoffs.

hokinn af reynslu.....

Siggi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:26

29 identicon

Cody spilaði ekki fyrir Lakers en Coby fekk 2-3min!

Þetta Orlando-lið er bara djö... gott!

Kobe 8 (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:28

30 Smámynd: Emmcee

og næstur á eftir Tex í þríhyrningsfræðum.

Emmcee, 29.5.2009 kl. 01:29

31 identicon

Svei mér þá, ég hélt að Cleveland ætlaði bara að klára þetta í 1.leikhluta, en alltaf hleypa þeir Orlando inní leikinn aftur, 56-52 at the moment,, spái því að Orlando steli þessu með buzzer frá Lewis.

Arnór (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:50

32 Smámynd: Emmcee

ORL 18 - CLE 35 í fyrsta.
ORL 37 - CLE 21 í öðrum.... deja vu?

Emmcee, 29.5.2009 kl. 01:53

33 identicon

Big Shot Shard!!!!!

Cleveland blew this one. Orlando eru að fara taka þetta!

Kobe 8 (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:54

34 identicon

Vá... Orlando hætta bara ekki að koma mér á óvart. Hvar fundu þeir þetta toughness?!

Arnar (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:55

35 identicon

Það er búið að sýna sig í þessari seríu að Cleveland getur ekki haldið forystunni gegn Orlando.

President (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:55

36 Smámynd: Emmcee

Það er á tæru.

Emmcee, 29.5.2009 kl. 01:57

37 identicon

Ég er búinn að vera Magic vifta í húð og hár í 18 ár en ALDREI höfum við haft svona lið. Þessir gaurar eru ekki með "bein í nefinu" heldur fokking hardox stál takk fyrir.

Ekki til panic í þessu liði og þeir bara gefa í ef pressan lætur sjá sig. 

Alveg magnað lið. Eru að koma die hard viftum eins og mér alveg hreint ótrúlega á óvart í þessari úrslitakeppni.

EN... þetta er ekki búið. Leikurinn er GALOPINN!

Arnar (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:58

38 identicon

Vá, ótrúlegur karakter í þessu Orlando liði. Ef Cavs getur ekki asnast til að halda haus í svona mikilvægum leik og það á heimavelli þá eiga þeir bara ekkert skilið að komast í úrslitin!

Trautman (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 02:00

39 Smámynd: Emmcee

6 tapaðir boltar hjá Cavs á síðustu 14 mín... og James á 3 af þeim.

Emmcee, 29.5.2009 kl. 02:16

40 identicon

held að Cavs séu búnir á því. Held að þeir hafi ekki karakter til að snúa þessu við. Hlakka til að sjá Orlando reyna að vinna mína menn í úrslitum

Siggi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 02:20

41 Smámynd: Emmcee

Úff... dómgæslan.

Emmcee, 29.5.2009 kl. 02:21

42 Smámynd: Emmcee

Siggi, you were saying?

Emmcee, 29.5.2009 kl. 02:23

43 identicon

hehe

hef samt á tilfinningunni að cavs menn bugist á endanum

en vona að ég hafi rangt fyrir mér

Siggi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 02:35

44 identicon

Tilþrifin hjá Varejao áðan minna mann á Rivaldo á HM hér um árið http://static.sky.com/images/pictures/1075711.gif

Trautman (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 02:40

45 identicon

Varejao er með eindæmum óþolandi floppari... bara flopp er ekki töff.

Arnar (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 02:44

46 Smámynd: Emmcee

Það er af sem áður var þegar Turkoglu var með strípurnar í Sacramento og var bara bakköpp fyrir Peja.  Þvílíkur leikmaður sem þessi gaur er orðinn.

Emmcee, 29.5.2009 kl. 02:44

47 identicon

amen

Siggi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 02:45

48 identicon

Maður hálf saknar að sjá gömlu góðu videoin sem voru alltaf sýnd í hléum á 9 áratugnum. Hver man t.d. ekki eftir þessu frábæra Videoi http://www.youtube.com/watch?v=cz1RO1Asdbk

Trautman (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 02:47

49 Smámynd: Emmcee

Löngu kominn tími á T handa Stan Van Gundy.

Emmcee, 29.5.2009 kl. 02:48

50 Smámynd: Emmcee

Hahaha... þetta myndband.  "The NBA where gay happens"

Emmcee, 29.5.2009 kl. 02:49

51 identicon

sammála með Van Gundy.

Mér sýnist James orðinn frekar þreyttur.

Hvað sýnist ykkur?

Siggi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 02:50

52 Smámynd: Emmcee

Eðlilega er drengurinn þreyttur... hann er að spila 44 mín í leik í þessari seríu, og ekki beint standandi allan tímann.

Emmcee, 29.5.2009 kl. 02:53

53 identicon

Vélmenni verða ekki þreytt

Trautman (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 02:54

54 identicon

eðlilega.

var bara að spá í hvort hann nái að kýla þetta í gegn á síðustu dropunum. Hann er nú sem betur fer að fá þokkalega hjálp núna.

Siggi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 02:55

55 identicon

úff, Euro Jordan er með stál hreðjar

Trautman (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 02:57

56 Smámynd: Emmcee

Það var nú "Jordan Spectacular Move" lykt af þessu hjá James þarna

Emmcee, 29.5.2009 kl. 03:06

57 identicon

Þarna þegar hann fór upp með hægri og setti hann með vinstri?

Trautman (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 03:11

58 Smámynd: Emmcee

Je

Emmcee, 29.5.2009 kl. 03:13

59 identicon

Jæja ég er ánægður að ég var að tala tóman skít áðan..

þeir komu mér á óvart

Siggi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 03:17

60 Smámynd: Emmcee

Hver setti græna ljósið á Alston annars?

Emmcee, 29.5.2009 kl. 03:19

61 identicon

Jæja þetta var flottur leikur.

Alston er ormadós kvöldsins. Klárlega. 

Arnar (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 03:29

62 identicon

flottur leikur.

síðan bara rúst hjá Lakers á morgun

Siggi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband