Blokkið sem tryggði Orlando framlenginguna

Þessi snillingur.  Kobe skilur Turk eftir í rykinu en hann ríkoverar og blokkar þetta shit aftan frá.  Spurning að blaðamaðurinn sem fréttina skrifar hafi það á hreinu að Turk bæði varði skotið og stal boltanum.  Það var ekkert frákast að ná því skotið var varið.


mbl.is NBA: Lakers tók aukalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórleikur frá Rashard Lewis dugði ekki til

Los Angeles Lakers vs. Orlando Magic 101-96 (2-0) 

'ShardAllt annar leikur en sá fyrsti.  Bæði lið virtust vera eitthvað öfugsnúin í fyrstu og voru að hitta illa.  Orlando með 10 tapaða bolta fyrstu 15 mínúturnar og hefðu Lakers nýtt færin sín betur á þeim tíma hefði sagan orðið allt önnur.  Bæði lið skoruðu aðeins 15 stig hvort í fyrsta hluta.  Rashard Lewis hélt Magic lifandi í leiknum með 18 stigum í öðrum hluta og hitti nánast úr hverju sem hann fleygði upp.  Kobe Bryant fann sig illa í fyrri hálfleik með aðeins 6 stig en var hins vegar að húkka upp félaga sína með stoðsendingum.

Í seinni hálfleik var það Turkoglu sem dró vagninn fyrir Orlando með 19 af sínum 22 stigum auk þess að dekka Kobe þar sem Pietrus var í villuvandræðum.

Bynum og Gasol lokuðu algerlega á Dwight Howard sem gat nákvæmlega ekkert athafnað sig í teignum.  Sterk hjálparvörn frá Fisher spilaði einnig stórt hlutverk í að stöðva Howard.  Gasol var maður leiksins að mínu mati þar sem hann bæði skoraði 24 stig (7/14) og reif niður 10 fráköst, auk þess að stöðva Howard eins og áður nefndi.  Ariza með frábæran varnarleik og Odom með magnaðan leik af bekknum með 19 stig.  Kobe tók aðeins 22 skot í leiknum á móti þeim 34 sem hann tók í fyrsta leiknum.  Endaði með 29 stig og 8 stoðsendingar en 7 tapaða bolta hins vegar.

Magic áttu góðan séns á að vinna þennan leik þar sem Courtney Lee var tæpur á að setja niður lay-up viðstöðulaust eftir langa sendingu frá Turk með aðeins 0,6 sekúndur eftir.  Framlengingin var hins vegar alfarið í eigu Lakers-manna.  Van Gundy tók þá einkennilegu ákvörðun að hafa J.J. Redick inn á nánast alla framlenginguna en hann gerði fátt annað en að hlaupa með boltann og henda upp múrsteinum.  Redick lék töluvert með í Boston seríunni en spilaði aðeins einn leik gegn Cleveland og þá í 10 mínútur.  Nú var hann allt í einu orðinn í aðalhlutverki í krönsjtæm í framlengingu í leik sem þeir hefðu vel getað unnið og breytt stöðunni verulega sér í hag.

Strategía Phil Jax og félaga í Lakers að taka Howard út úr leik Orlando manna virðist vera að virka vel.  Langskotin frá Turk og Lewis var það sem hélt Orlando í leiknum en þegar boltinn datt inn í teiginn sendi Howard hann nánast undantekningarlaust út aftur þar sem hann hafði ekkert færi á að koma sér í stöðu til að skora.  Vörnin frá Gasol og Bynum var einfaldlega of sterk auk þess sem það var alltaf kominn annar maður til að dobbúltíma Howard og koma honum þannig í vandræði. 

Orlando skortir leikstjórn.  Þegar Alston var inn á vellinum og að stjórna leiknum var sóknarleikurinn tilviljanakenndur og mikið um hnoð eða langskot.  Jameer Nelson hins vegar reyndi meira að keyra á bakverði L.A. og keyra á stóru strákana í teignum og sótti oft villur á þá, auk þess að finna menn sem opnuðust í teignum og koma á þá boltanum fyrir auðvelda körfu.  Turk stýrði einnig leik Orlando ágætlega á tímabili.

Nú færist serían til Orlando þar sem ég er fullviss um að allt annað verði uppi á tengingnum.  Orlando eru erfiðir heim að sækja og ég trúi ekki öðru en þeir muni sækja af miklu meiri þunga en þeir hafa gert hingað til.  Lakers hafa reyndar nú sýnt back-to-back consistent góða leiki og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir nái að halda þetta út svona.


NBA Finals - Leikur 2 í kvöld - Opinn spjallþráður

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig leikurinn í kvöld spilast.  Sérfræðingar segja að Magic geti ekki spilað verr og jafnvel sumir sem segja að Lakers geti ekki spilað betur en þessi lið spiluðu í síðasta leik.

Nú þurfa Alston og Nelson að nýta þann veikleika Lakers að geta ekki dekkað snögga leikstjórnendur.  Keyra stíft að körfunni og dissja þá á Howard ef þeir fá vörnina á sig.  Howard þarf einnig að spila betur og passa villurnar.  Ein karfa frá þeim manni dugar ekki liðinu.  Turk og Lewis þurfa  að finna skotið sitt.  Lakers hins vegar þurfa bara að spila eins og í síðasta leik.  Plain and simple.

Stöð 2 Sport á miðnætti í kvöld!


Lykilatriði fyrir leikinn í kvöld

magic_lakers_redo.article

HookUp:  The Onion


Hvað er framundan í leik 2


Yao Ming til Cleveland?

Yao Ming til Cleveland?Kínverskt fjárfestingarfélag er að ganga frá kaupum á 15% hlut í Cleveland Cavaliers liðinu, sem er næst stærsti hlutur á eftir eiganda liðsins Dan Gilbert.  Kínverjarnir höfðu sjálfir frumkvæði að kaupunum en LeBron James er gífurlega vinsæll í Kína.  Mikið hefur verið rætt um að þetta sé mögulega fyrsti leikur í langri fléttu til að færa Yao Ming til Cleveland. 

Gilbert hafði þetta að segja við blaðamenn um daginn:

We will win a championship for Cleveland, Ohio. It's going to happen. We don't believe in any of this curse nonsense. We're going to work very hard, beginning a couple of days ago, to make sure that happens.

Ming hefur valrétt til að leysa sig undan samningi sínum við Houston Rockets næsta sumar og gætu Cavs mögulega pikkað hann upp þá.  Mikið áhorf er á NBA boltann í Kína en um 300 milljónir manna horfa á leiki Houston og Milwaukee þar sem Yao Ming mætir landa sínum Yi Jianlian.  Til samanburðar horfa um 100 milljónir manna á Superbowl, sem er vinsælasti sjónvarpsviðburðurinn í Bandaríkjunum.  Tekjumöguleikar Cavs við þessi viðskipti munu aukast töluvert svo ekki sé talað um möguleika á titlum í framtíðinni.

Yao er hins vegar mikið hrökkbrauð og meiðist oft.  Hefur t.d. misst af um 90 leikjum á síðustu 4 árum vegna meiðsla og datt núna síðast út úr úrslitakeppninni á ögurstundu gegn Portland.

HookUp:  ESPN.com


"Major Announcement" frá NBA deildinni

Í fréttatilkynningu frá NBA deildinni segir eftirfarandi:

202px-NBA_Logo.svgWHAT: Major NBA Announcement

WHO: David Stern, NBA Commissioner
Timothy J. Leiweke, President & CEO AEG
Antonio Villaraigosa, Mayor of Los Angeles
Jan Perry, Councilwoman Ninth District

WHEN: Sunday, June 7 @ 4:15 pm PT

WHERE: STAPLES Center Interview Room

Mikið hefur verið talað um að færa draftið frá Nokia Theatre í New York til Staples Center í Los Angeles og verður þetta líklega tilkynning þess efnis, miðað við þungavigtarfólkið sem þarna verður.  Borgarstjóri L.A. og forstjóri AEG (sem á Staples Center).


Kobe ætlar að vinna þennan titil

Now that's a man on a mission... Lakers rúlluðu yfir Magic í fyrsta leik, Kobe með persónulegt met í stigaskori í úrslitum og honum er drullusama.  Næsti leikur er það sem máli skiptir.  "Forget about this and move on." "It's one game. No big deal"


Fyrir þá sem vilja fá Kobe til Knicks

nba_2k10_kobe_bryant_knicks


Allen Iverson til Charlotte Bobcats?

Seven years after his famous rant in Philadelphia during a feud with Brown over missing practice, Iverson is set to become unrestricted free agent. Brown is now coaching the low-scoring Bobcats, and Iverson was recently spotted in Charlotte.

It's fueled speculation that Iverson, who had a difficult season in Detroit after his November trade from Denver, could be paired with Brown again.

Brown er hins vegar ekkert sérlega æstur.

"I want him go to where he knows he can win," Brown said. "I think from my standpoint, I don't know if we're ready to win at the level I think a kid at his age, what he's done, should have. I want to see him go where he could win a championship."

Bobcats hljóta samt að geta fengið kallinn á vænum afslætti því ég er ekki viss um að mörg lið séu æst í að fá hann í sínar raðir með það drasl sem hann hefur púllað í gegnum tíðina á bakinu.

HookUp: Sports Illustrated


Nike Zoom Kobe IV - Finals Edition

qs_kobe_finals_su_09_pairs

Last night you might have noticed that Kobe Bryant debuted a special Finals edition of the Zoom Kobe IV. This edition features a new low-cut design that weighs just 11.6 ounces and includes details from the 2008-09 season including:

- Gold accents to representing the quest for the NBA Championship trophy.

- Graphics that feature milestones and stats that Kobe has piled up on his way to Finals.

HookUp: DimeMag.com

qs_kobe_finals_su_09_detail 


LeBron & Lil Dez Home Alone


D.O.A. (Death Of Autotune) í Boomboxinu

JayZ600Nýi singúllinn, D.O.A. (Death Of Autotune) frá Jay-Z sem var frumfluttur á Hot97 í nótt er kominn í Boomboxið.  Einnig er þarna að finna nýtt lag með Mary J. Blige sem einmitt er Autotjúnað í rusl.  Heppilegt.  Annars er fullt af nýju sjitti þarna, tvö ný með Ghostface Killah, History með Mos Def og Talib Kweli, nýtt með Wale og nýtt með 50 Cent.  Einnig er þarna ástarjátning Lil Wayne til Kobe Bryant.


Iverson krossar Jordan '97

Svaaaakalegt...


Nýr singúll frá Jay-Z verður frumfluttur í kveld

 jayz

So around 9pm tonight EST, Hot 97’s Funkmaster Flex will play the world premiere of Jay-Z’s Blueprint 3 single, D.O.A. That stands for Death of Autotune as Kanye teased on MTV awhile back. The song was produced by No ID and Mr. West. On Sunday, it will be sent to the masses.

Hver annar en Hova getur drepið Autotune?!  Kominn tími til.  Fylgist með hérna.

HookUp:  RapRadar.com


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband