Yao Ming til Cleveland?

Yao Ming til Cleveland?Kínverskt fjárfestingarfélag er að ganga frá kaupum á 15% hlut í Cleveland Cavaliers liðinu, sem er næst stærsti hlutur á eftir eiganda liðsins Dan Gilbert.  Kínverjarnir höfðu sjálfir frumkvæði að kaupunum en LeBron James er gífurlega vinsæll í Kína.  Mikið hefur verið rætt um að þetta sé mögulega fyrsti leikur í langri fléttu til að færa Yao Ming til Cleveland. 

Gilbert hafði þetta að segja við blaðamenn um daginn:

We will win a championship for Cleveland, Ohio. It's going to happen. We don't believe in any of this curse nonsense. We're going to work very hard, beginning a couple of days ago, to make sure that happens.

Ming hefur valrétt til að leysa sig undan samningi sínum við Houston Rockets næsta sumar og gætu Cavs mögulega pikkað hann upp þá.  Mikið áhorf er á NBA boltann í Kína en um 300 milljónir manna horfa á leiki Houston og Milwaukee þar sem Yao Ming mætir landa sínum Yi Jianlian.  Til samanburðar horfa um 100 milljónir manna á Superbowl, sem er vinsælasti sjónvarpsviðburðurinn í Bandaríkjunum.  Tekjumöguleikar Cavs við þessi viðskipti munu aukast töluvert svo ekki sé talað um möguleika á titlum í framtíðinni.

Yao er hins vegar mikið hrökkbrauð og meiðist oft.  Hefur t.d. misst af um 90 leikjum á síðustu 4 árum vegna meiðsla og datt núna síðast út úr úrslitakeppninni á ögurstundu gegn Portland.

HookUp:  ESPN.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei takk, ekki Yao.  Hann er mjög góður sem slíkur en of meiðslagjarn.  Kæri mig ekkert um hann í liðinu.  Frekar Stoudemire, Boozer eða Bosh.

Grétar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 11:58

2 identicon

Það er nokkuð ljóst að Cavs þurfa að næla sér í "big man" sem getur gefið þeim 20-25 stig í leik, dregið að sér fleirri varnarmenn og verið force í teignum. Fyrir mér yrði það afar sterkur leikur hjá Cavs að næla sér í Stoudemire. Nautsterkt kvikindi, óstöðvandi undir körfunni og hefur einnig þróað fínt 15-20 feta jömpskot, þó er hann frekar meiðslagjarn og varnarlega séð ekki sá sterkasti, en hann hefur þó alla burði til þess að laga það. Carlos Boozer er einnig möguleiki, en hann rétt eins og Stat er frekar gjarn á meiðsli, en þegar hann er heill þá er hann frábær. Hinsvegar hef ég aldrei verið hrifin af C.Bosh, soft náungi og alltaf fundist hann vera stórlega ofmetinn.

Arnór (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 12:43

3 identicon

Hvernig er ekki hægt að vera hrifinn af Bosh, hann getur orðið sterkari , það er rétt en hann er double double í mannslíkama.  Hann er einn af uppáhalds hjá mér...

Grétar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 13:16

4 identicon

Chris Bosh gæti alveg virkað vel fyrir Cavs. Hann er svona stór gaur sem getur bæði spilað undir körfunni og farið út, dregið menn eins og Howard út til dæmis.

En hann er svolítið soft, verður ekki skafið utan af því. Mundi alveg vilja hann í mitt lið samt þar sem við erum með ágætis miðherja fyrir :p

En ég veit ekki með Yao Ming, án gríns. Stór maður og getur skorað, en ég bara held að hann eigi ekki langt eftir því þessir fætur á honum eru bara sífelt að brotna. Held þeir ættu að reyna að finna mann sem er ekki eins brothættur. 

Arnar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 19:20

5 identicon

Í Fowlers bænum ekki nota íslensku orðin yfir stöður.  Bosh er power forward en ekki senter.

Grétar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 19:37

6 identicon

Ég veit það vel að Bosh er PF, en í sumum liðum væri hann notaður sem C þar sem MIÐHERJARNIR ( ) eru veikur hlekkur fyrir. Hann væri samt PF í Orlando og Rashard færður í SF. Væri flott að fá Bosh ef Turkoglu fer frá þeim.

Arnar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 19:47

7 identicon

Bah, ekki vera svona eigingjarn, við þurfum stóran mann, þið ekki. Big Z , Joe Smith, og Ben wallace eru á síðasta spretti, Varejao er eini big man hjá Cavs sem eitthvað á fyrir sér.

Grétar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 19:55

8 identicon

Hafðu engar áhyggjur, Bosh fer líklega ekkert til Orlando NEMA Howard nái að lokka hann til sín.. Þeir eru miklir vinir sem og Howard og Boozer.

Spurning hvað gerist í sumar. Held að Orlando sé núna orðinn svona free agent heaven eins og gerðist með Boston og Cleveland. Menn sjá að þeir geta komist alla leið og því vilja menn kannski fara að spila fyrir þá. 

We'll see. Býst samt ekki við Bosh né Boozer þar by the way. 

Arnar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 19:59

9 identicon

Mhmm, Bosh hefur póstað nokkur video á Youtube þar sem hann er eitthvað að fíflast með Howard. 

En ef Cleveland ná sér ekki í góðan big man þá held ég að þeir geti kvatt James.

Grétar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 20:18

10 identicon

Cleveland verða að ná sér í einhvern stóran skrokk já. Eitthvað reyndu þeir að næla í Shaq og talað er um að þeir gætu reynt það aftur í sumar.

Ég veit bara ekki hversu sniðugt það er, án alls gríns. Maðurinn verður 38 í mars og hann er bara það stór og þungur að það er ekki hægt að treysta á að þessi skrokkur, hnén þá aðallega, beri þetta endilega yfir heilt season núorðið. Hann stóð sig ágætlega með Suns í ár, en bara aldurinn er bara farinn að segja til sín og með hverjum mánuðnum sem líður núna mun hann verða meira og meira "questionable". Hann yngist ekki allavega, það er víst.

Svo er annað. Locker room chemistry. Shaq er ekki þekktur fyrir að vera sá vinsælasti meðal samherja. Hann gerði allt vitlaust á sínum tíma í Orlando, gerði það aftur í LA og svo í Miami, var það ekki? Kobe vill hann til dæmis ekki aftur. Hvað gerist ef hann gerir LeBron brjálaðan, hundfúlan og pirraðan á lokaári með Cavs (ef hann verður ekki búinn að framlengja, það er)?

Svo er maðurinn bara orðinn með eindæmum bitur í dag. Gerir ekki annað en að hrauna yfir menn hægri vinstri bara svo hann fái athyglina. Hann virðist halda að hann megi bara hreinlega drulla einum daunyllum yfir hvern sem er, en enginn má segja neitt við hann. Gott dæmi þegar SVG kallaði hann flopper, sem hann gerði, floppaði gegn Howard og það var svolítið fyndið því Shaq hefur allan sinn feril bölvað floppurum. Shaq hefur síðan þá verið ferlega bitur út í SVG þó að SVG hafi opinberlega beðið hann afsökunnar. 

Arnar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband