Magnaður leikur hjá Kobe Bryant
5.6.2009
Það kom augljóslega fram í þessum leik að Kobe Bryant er einn allra besti skorari sem til er. Courtney Lee og Mickael Pietrus eru að spila eins öfluga og stífa vörn og mögulegt er. Black Mamba er bara einfaldlega óstöðvandi þegar hann er í þessum gír. Takið eftir því hvernig hann nýtir hindrunina frá Gasol. Fer þétt upp við hann til að skilja eftir sem minnst pláss fyrir Lee og Pietrus til að komast í gegnum hana. Þetta er skólabókardæmu um hvernig á að nýta boltahindrun en allt of fáir leikmenn kunna og geta þetta.
![]() |
Lakers tekur flugið og Kobe setti met |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kobe óstöðvandi í fyrsta leik
5.6.2009
Los Angeles Lakers vs. Orlando Magic 100-75 (1-0)
Miklar getgátur voru um hvaða Lakerslið myndi mæta til leiks í kvöld og held að svarið sé skýrt þegar litið er á lokatölur leiksins. Magic mættu að því er virtist einbeittir til leiks í upphafi, en Howard var að ströggla töluvert. Virtist ekki geta fótað sig í teignum með Bynum og Gasol fyrir aftan sig. Bynum hafði greinilega fengið þau fyrirmæli að brjóta strax á Howard og hann fengi engin tækifæri til að troða. Það ofan á pressuna að vera kominn í fyrsta skiptið á ferlinum, aðeins 24 ára gamall, í úrslit NBA deildarinnar held ég að hafi sett hann töluvert út af laginu. Howard sótti 10 af 12 stigum sínum af línunni. Turk átti góða spretti í upphafi en var farinn að þvinga of mikið, Lewis týndur og Alston í ruglinu. Courtney Lee réði ekkert við Kobe, og ekki Pietrus heldur. Byrjunarlið Orlando voru 11/46 sem er hreint út sagt skelfileg nýting og það frá byrjunarliði.
Jameer Nelson lék með Orlando liðinu og var mikil vítamínsprauta inn í sóknarleik Magic manna í öðrum hluta en féll svo í sömu lægðina og restin af liðinu eftir því sem leið á leikinn. Það verður hins vegar forvitnilegt að sjá hvernig hann mun þróast í úrslitunum þegar mesta ryðið er farið af honum. Mickael Pietrus lék einna best af leikmönnum Magic þrátt fyrir brösótta byrjun og var stigahæstur Orlando leikmanna með 14 stig, komandi af bekknum.
Lakers spiluðu eins og englar. Stíf en flæðandi vörn sem brást við öllu sem Orlando reyndu og sóknin rúllaði vel og allir tóku þátt. Kobe hitti illa í upphafi en dreifði boltanum mjög vel og var kominn með 6 stoðsendingar í hálfleik. Þriðji hluti var algerlega í eigu Bryant sem skoraði þá 18 stig eða 3 stigum meira en allt Orlando liðið. Kobe endaði með 40 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar, 2 stolna og 2 blokk ooog... wait for it... 1 tapaðan bolta á 38 mínútum!!!
Orlando menn þurfa nú heldur betur að bíta í skjaldarrendur til að eiga sjens í titilinn því tölfræðin er fjarri því með þeim. Phil Jax er 43-0 í best-of-7 seríum þar sem liðið hans hefur unnið fyrsta leikinn. Ef eitthvað er að marka þetta er Jax nánast kominn með tíunda NBA titilinn sinn sem þjálfari og Kobe sinn fjórða.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lil Wayne - Kobe Bryant (NÝTT)
5.6.2009
Lil Wayne er mikil Kobe vifta...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, þá er loks komið að því. Lokaserían í einhverri skemmtilegustu úrslitakeppni sem ég man eftir. Lakers og Magic bítast um hnossið og er það best-of-7 til að sigra (þarf að sigra 4 leiki) eins og áður, nema hvað nú er spilaði með 2-3-2 fyrirkomulagi. Þ.e. fyrstu tveir leikirnir í Los Angeles, næstu þrír í Orlando og síðustu tveir í L.A.
Hvernig mun Lee og Pietrus ganga að halda Kobe á jörðinni? Hvernig gengur framlínu L.A. að verjast Superman í teignum? Hvernig munu Lakers menn tækla þriggja stiga skyttur Magic? Verður pressan of mikil fyrir Orlando? Mætir Lamar Odom til leiks? Kemur allt í ljós kl. 1.00 í nótt.
Notum athugasemdirnar til að spjalla um leikinn á meðan hann spilast. Góða skemmtun!
Kevin Garnett átti nýverið samtal við Wyc Grousbeck eiganda Boston Celtics og lofaði að færa honum titla árin 2010 og 2011:
"I talked to [Garnett] and he guaranteed the championship in 2010 and in 2011," Grousbeck said. "He was as fired up as he's ever been."
HookUp: The Boston Globe
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Finals upphitun
4.6.2009
Tékkið á því sem Duncan segir um Robert Horry í nr. 2 - hillarious...
![]() |
Bryant er „gamli kallinn“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Beisik að þeir setja á þennan lista blokkið á LeBron James í leik 3 sem dæmt var villa (síðast í myndbandinu).
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blueprint 3 kemur út 11. september
4.6.2009
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)