Færsluflokkur: Íþróttir
Sjálfur hefði ég rekið John Paxon frekar en Del Negro. Held að Paxon hafi ekki hugmynd um hvað hann er að gera í þessu djobbi. Yfirstjórn Chicago Bulls er orðin eitt risastórt gangandi PR slys eftir þessa Del Negro rekinn / Del Negro ekki rekinn sápuóperu sem er búin að vera í gangi allan vetur.
![]() |
Vinny Del Negro rekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér er hann (hægra megin við körfuna) að trufla JJ Hickson í vítinu. Fyrst stendur hann upp og hendir svo handklæði í loftið í seinna skotinu. Stay classy, Boston.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar ég sá þetta live þá gargaði ég "skref!" en svo sá ég þetta og las reglubókina:
A progressing player who jumps off one foot on the first step may land with both feet simultaneously for the second step. In this situation, the player may not pivot with either foot and if one or both feet leave the floor the ball must be released before either returns to the floor.
There you have it.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Andrew Bynum um meiðslin
5.5.2010
"I guess I am kind of injury-prone," said Bynum, who missed 32 games last season, 47 in 2007-08 and 17 games this season before sustaining a pain-inducing tear in cartilage in his right knee last week.
Ya think?! Fyrir einhvern sem er nýbúinn að krota undir $57 milljóna samning við Lakers er hann búinn að missa af helvíti mörgum leikjum síðustu 3 ár. Eftir öll þessi meiðsli er Bynum líka kominn langt í að læra bæklunarlækningar.
HookUp: LA Times
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stoudemire skólar enn einn nýliðann
5.5.2010
Nettur Hakeem í þessu, rétt eins og hjá Rondo hér að neðan...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mögnuð hreyfing hjá Rajon Rondo
5.5.2010
Þessi gaur er að bera Boston liðið alla þá leið sem það er komið núna. Mikill leiðtogi á gólfinu þó hann geti ekki skotið til að bjarga lífi sínu. Ótrúleg karfa hjá stráknum í öðrum leik gegn Cleveland um daginn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Elbow-gate
4.5.2010
Það var lítill meistarabragur á Cleveland Cavaliers í öðrum leik þeirra í undanúrslitum austurdeildarinnar gegn Boston Celtics, þar sem þeir uppskáru 18 stiga tap á eigin heimavelli. Olnbogameiðsl LeBron James (eða Elbow-gate eins og Reggie Miller af einhverju orsökum gat ekki sagt nógu oft í útsendingunni) virðast vera meiri en látið var uppi því drengurinn var aðeins skugginn af sjálfum sér í þessum leik, þó tölfræðin líti ekki svo skelfilega út (24 stig, 7/15, 7 fráköst og 4 stoðsendingar). Ef einhver er enn í vafa um hvers vegna LeBron James var valinn Most Valuable Player ætti sá hinn sami að horfa betur á þennan leik. Ef King James er ekki í búning eða að spila eins og hinir venjulegu mennirnir í þessu liði, þá geta þeir ekkert. Sást einnig best í síðustu leikjum deildarkeppninnar þegar LeBron hvíldi og leikur liðsins féll um nokkra klassa.
Ég get tekið undir með NBA Íslandi að Boston liðið hangir á bakinu á Rajon Rondo og fer ekki lengra en hann kemur því. 13 stig og 19 stoðsendingar var framlag hans í leikinn og jafnaði hann þar með félagsmet Celtics í stoðsendingum í einum playoffs leik. Miklu munaði einnig um stóra þrista frá Rasheed Wallace snemma í leiknum, en Doc Rivers hafði nýverið sagt að hann væri búinn að slaka nóg á og nú væri kominn tími til að vinna fyrir kaupinu sínu.
Nú þarf James að setja ollarann í ís, fá sterasprautu eða fara í nálastungu því eitthvað verður að gera ef þeir ætla ekki að fara snemma í frí.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
D-Will mætti til leiks í gær
3.5.2010
Deron Williams mætti tilbúinn í leikinn gegn Lakers í gær. Phi Jax reyndi sitthvað til að stoppa hann en allt kom fyrir ekki. Hann var of snöggur fyrir Ron Artest, of sterkur og of snöggur fyrir D-Fish (sem gæti sennilega ekki dekkað mig ef því væri að skipta), jafnvel Kobe og Shannon Brown áttu í vandræðum með hann á köflum. Einna helst fannst mér hann pánda boltanum aðeins of mikið í gólfið í lokin, annars var hrein unum að horfa á þennan strák spila. Eitthvað annað en Carlos Loser, sem gaf manni í gær góða skýringu á því hvers vegna Utah Jazz tryggðu samning við Paul Milsap sl. sumar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)