Færsluflokkur: Íþróttir
Rugl stat lína hjá Rondo í G4
11.5.2010
29 stig, 18 fráköst og 13 stoðsendingar... lína sem jafnvel Wilt Chamberlain hefði verið stoltur af. Magnað hvað þessum dreng hefur farið fram og hann er án efa driföxullinn í þessu Boston liði. Forget the Big Three. Hann fór massíft í taugarnar á mér í fyrr í fyrstu seríunni gegn Bulls, en hann virðist hafa þroskast töluvert og farinn að einbeita sér að því að spila körfubolta.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ron Artest um varnarlið ársins
7.5.2010
"That come out already?!"
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Talað hefur verið um hnignandi varnarhæfileika Tim Duncan berskjaldaða í viðureign San Antonio við Phoenix nú í annarri umferð úrslitakeppninnar og mynbandið hér að neðan sett fram því til stuðnings. Pick-n-Roll er nánast ógerlegt að verjast ef vel er gert. Spyrjið bara þá sem þurftu að dekka John Stockton og Karl Malone á tíunda áratugnum. Í tilfelli Phoenix erum við með Steve Nash og Amar'e Stoudemire að keyra þetta einfalda leikkerfi með ótrúlegum árangri gegn Spurs. Nash er klár bakvörður og snöggur að sjá hvort Duncan ætlar að hindra sig eða STAT og refsar grimmt ef menn gleyma sér. Því má Duncan ekki láta grípa sig mitt á milli eins og reyndin hefur oftast orðið því hann er ekki eins snöggur að recovera.
Að mínu viti er það hjálpin frá veiku hliðinni sem þarf hér að stíga inn tímanlega. Nash er löggild ógn með boltann og það er heldur ekkert leyndarmál að STAT getur komið boltanum í körfuna. Faðir tími nagar í alla um síðir og Tim Duncan er engin undantekning þar þó hann sé enn frábær körfuboltaleikmaður. Því þurfa Popovich og félagar að bregðast við þessari ógn og verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í nótt þegar þessi lið mætast í sínum þriðja leik í seríunni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Af olnbogum og meiðslum
7.5.2010
Fáum fréttir stöðu olnbogameiðsla LeBron James "straight from the horse's mouth" eins og þeir segja, eða olnboganum sjálfum í þessu tilfelli.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Getgátur um meiðsli LeBron James
7.5.2010
Official skýringin er sú að hann er aumur og slappur í olnboganum en ætlar samt að spila í gegnum þetta. Svo er spurning hvort þetta er ekki bara sálfræðihernaður. Fá Boston til að slaka á nú þegar þeir eru komnir á heimavöll og vita til þess að BronBron er hálfur. Ég held hins vegar að það sé nokkuð öruggt að íþróttameiðsli hafi sjaldan eða aldrei fengið jafn mikla umfjöllun. Cleveland mæta Boston í þriðja leiknum núna í kvöld.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef einmitt velt því mikið fyrir mér til hvers þetta treid var gert á sínum tíma, þar sem báðir leikmenn eru með lausan samning í sumar. Eddie House var orðinn pirraður á litlu hlutverki hjá Celtics og langaði aftur að spila fyrir Mike D'Antoni. Mike D'Antoni var að brjálast á Nate Robinson, þannig að treidið kannski var skiljanlegt frá New York hliðinni því Robinson var með það sem leit út fyrir að vera mun stærri samningur. Þá kemur þetta í ljós:
Boston Celtics guard Nate Robinson was benched for two games near the end of the regular season, and it cost him $1 million, while saving the team twice that amount.
A clause in Robinson's contract calls for him to make a $1 million bonus if he both played in at least 58 games and made the playoffs this season. Robinson's Celtics are in the postseason but he played in 56 games. As a result, the Celtics saved the $1 million they would have paid Robinson -- equivalent to a quarter of his reported annual salary -- and an additional $1 million they would have owed in luxury tax to the NBA.
It's all about the Benjamins...
HookUp: ESPN.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta lið:
- Dwight Howard
- Rajon Rondo
- LeBron James
- Kobe Bryant
- Gerald Wallace
Annað lið:
- Tim Duncan
- Dwyane Wade
- Josh Smith
- Anderson Varejao
- Thabo Sefolosha
Hefði viljað sjá Ron Artest og Shane Battier þarna einhvers staðar. Varnarleikur þeirra skilar kannski ekki öflugum tölum á stat-sheetið en þeir eiga klárlega heima á þessum lista að mínu mati. Varnarleikur er meira en blokkuð skot og stolnir boltar.
HookUp: NBA.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)