Færsluflokkur: Íþróttir

Ekki hægt að feika hungur

Zach Harper, hjá Hardwood Paroxysm, hittir naglann á höfuðið varðandi ástandið hjá Cavs í frábærri grein...

Domination is a state of mind that is either there or isn’t. There is no faking imposing your will on someone as you get deeper into the playoffs. There is not a way to fake hunger, especially when the competition set before you has real hunger. The Celtics have a hunger that derives from not wanting to be too old to win. The Magic have a hunger that comes from tasting success last season and wanting to prove everybody wrong that it was just a fluke. The Lakers have a hunger from the most singularly focused individual we’ve seen of the past 12 years. But what do the Cavs have?

The Cavs have LeBron James whose focus and hunger seem to be more marketing scheme rather than something to fear. His failures create a reaction of bewilderment, I told you so’s and trepidation that anointing this self-proclaimed “king” was an honor we should have never agreed to. We don’t want to see vulnerability from him.

HookUp:  Hardwood Paroxysm


Hvað gerðist í Cleveland?!

LeBron James spilaði einn mikilvægasta leik á ferli sínum fram til þessa með, að því er virtist, hangandi haus í gær.  Af hverju var þetta svona mikilvægur leikur?  Fyrir utan þá staðreynd að leikur fimm í jafnri best-of-5 seríu er alltaf gríðarlega mikilvægur, þá er svo margt annað sem spilar hér inn í. 

Cavaliers höfðu ekki beint spilað sannfærandi körfubolta fram að þessu, þó þeir hafi straujað Chicago Bulls nokkuð auðveldlega.  Vinna fyrsta leik gegn Boston, skíttapa öðrum, vinna þriðja stórt og drulla svo í brækurnar í fjórða.  Því var þessi fimmti leikur svo mikilvægur fyrir Cavaliers liðið til að sýna ekki bara Boston Celtics, heldur öllum sem einhvern áhuga hafa á körfubolta að það sé ástæða fyrir því að þeir unnu 61 leik í vetur og vörðu deildarmeistaratitil sinn.  Dollan er hins vegar ekki rétt þeim sem David Stern finnst að eigi að vinna, þó hann myndi eflaust vilja hafa það þannig.  Menn verða að vinna fyrir sínu í NBA deildinni.

James er með lausan samning í sumar og hefur hvergi viljað gefa það loforð að hann verði áfram í Cleveland, heldur þvert á móti otað því að stjórnendum félagsins að hann sé alveg tilbúinn að skoða önnur tækifæri, eins og New York, New Jersey eða Chicago.  Þessi leikur gæti hæglega hafa orðið sá síðasti sem hann spilar í Q-höllinni það sem af er þessu tímabili og alls óvíst að hann snúi aftur.  Þarna var tækifæri LeBron James til að sýna íbúum Cleveland að honum sé alvara að sækja þennan titil.

Hvað gerðist?  LeBron James og restin af liðinu drulluðu upp á bak fyrir framan íbúa Cleveland borgar með svo miklum tilþrifum að annað eins hefur ekki sést í sögu Cavaliers liðsins.  Mesta tap félagsins í úrslitakeppni frá upphafi!  38 ára gamall Shaquille O'Neal mætti einn reiðubúinn til að spila körfubolta.

Ég veit ekki hvað það er sem er að angra LeBron James þessa dagana.  Olnbogameiðslin gætu verið meiri en gefið hefur verið uppi, en þau geta ekki útskýrt jafn slakan leik og drengurinn er að sýna undanfarið.  Hann virðist einnig þreyttur og jafnvel áhugalaus í vörn jafnt sem sókn.  Liðið sem slíkt er bara svo vant því að hann taki yfir og landi sigrinum.  Vottar ekki fyrir liðsbolta líkt og Boston Celtics hafa hér sýnt okkur skólabókardæmi af. 

Hvort sem Bron og félögum tekst á einhvern hátt að pappíra sig og klöngrast í gegnum þessa seríu þá sé ég þá ekki komast nálægt Orlando eins og þeir eru að spila þessa dagana.  NBA deildin er hins vegar yfirfull af drama og epískum einvígum svo ég er hvergi tilbúinn að spá fyrir um hvernig þetta fer, þó útlitið sé ekki gott fyrir Bron og félaga.  Kemur í ljós á fimmtudaginn, þar sem framtíð þeirra í þessari keppni hangir á bláþræði.


mbl.is Magnaður útisigur Boston gegn Cleveland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man einhver eftir Brian Scalabrine?

Það er af sem áður var þegar blökkumenn fundust á stangli í Boston Celtics liðinu, en í dag er hugtakið "sjaldséðir eru hvítir hrafnar" hvergi eins viðeigandi og í Boston.  Á rosternum þeirra þetta árið eru aðeins 2 hvítir leikmenn.  Maður hefði hins vegar haldið að snjóhvítur rauðhærður gutti eins og Brian Scalabrine fengi smá ríspekt í Beantown, þar sem Írar hafa skotið djúpum rótum. 

Nei, heldur betur ekki ef eitthvað er að marka þetta myndband.  Liðstrúðurinn Brian Scalabrine, sem fær ekki einu sinni að vera í búning í þessari úrslitakeppni, ætlar að vera duglegur að peppa félaga sína upp og gefa þeim "fævið" en fær litlar undirtektir. 


Antawn Jamison stöffar á Kendrick Perkins

Jamison átti nokkra svona spretti í 4. leiknum þar sem hann nýtti sér snerpu sína og hraða og skilur Garnett eftir í rykinu, en átti svo ekkert í KG í vörninni þegar hann var kominn með bakið í hann niðri á low post.


The Horror

Hvernig hann galopnar hitt augað er eiginlega mest scary! 

4595572298_ce2002f134


Mr. Flippy Flopp fær einn í punginn


Stay classy Bron Bron


Lakers og Jazz spila körfubolta

Þriðji leikurinn milli LA Lakers og Utah Jazz var það sem kallast á móðurmálinu "a nail biter"... Tjékkit!


Hver er Goran Dragic?!

Gaurinn sem skoraði 23 stig í fjórða hluta þriðja leiks Suns við Spurs um daginn.  Insane.  Fram að því var hann gaurinn sem lét Derrick Rose troða ofan í kokið á sér.


Magnað feik og sending frá Rondo

Clownar Bron Bron sem ætlaði að framkvæma sitt alræmda chase-down blokk og sendir boltann snilldarlega til Tony Allen.  Þetta eru Pete Maravich handles.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband