Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þrátt fyrir vonbrigði mín að fá ekki að sjá sjöunda leikinn þá verð ég að taka ofan fyrir meisturunum sem spiluðu sem slíkir í þessum leik. Phoenix áttu í erfiðleikum í frákastabaráttunni en mikið stigaskor Lakers í fyrri hálfleik myndi ég ekki skrifa á slæma vörn heldur mikinn hita í skotum Los Angeles manna.
Kobe var algerlega í ruglinu í lokin og alveg sama hver var á honum, eða öllu heldur hverjir, því hann skaut yfir hverja tvídekkunina á fætur annarri og sökkti. Grant Hill og félagar spiluðu fáránlega góða vörn á hann en þegar kvikindið er í þessum ham er einfaldlega ekki hægt að loka á hann. Ron Artest átti góðan sprett í fyrri hálfleik í sókninni og hefur verið drjúgur fyrir Lakers liðið í seríunni.
Nash og STAT spiluðu fínan leik, samanlagt með 48 stig. Goran Dragic hins vegar átti magnaðar mínútur í fjórða hluta eftir að Sasha Vujacic reitti hann til reiði með höggi á hökuna. Dragic gersamlega skeindi sér á Vélinni og skildi hann ítrekað eftir að smjatta á rykinu á meðan hann lagði boltann í hringinn. Jax var fljótur að kippa Sasha aftur á bekkinn en það var orðið of seint. Dragic kominn í gírinn og leiddi sókn Suns aftur að jöfnum leik. Craig Sager spurði Kobe hvað hann ætlaði að segja við Sasha eftir leikinn og svarið var stutt: "I'm gonna kill him."
Ég tek ofan fyrir Phoenix Suns liðinu sem í þessum leik gafst ekki upp þrátt fyrir að vera að díla við lið sem var að spila meistara-kaliber leik. Mikill karakter í þessu liði og það er afburðarvel þjálfað. Gentry er góður að mótivera strákana sína með línum sem enda oftast á "Okay?". Nú þurfa bara Suns að negla STAT aftur á samning í sumar og leggja í enn eitt rönn að ári.
![]() |
Lakers meistari í Vesturdeildinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fram að þessu hafði mér fundist Kevin Garnett sýna mikla stillingu í gengum þessa seríu. Hérna hins vegar sýður upp úr hjá honum og hann sprengir nokkur öryggi. Í sjálfu sér skil ég pirringinn hjá Garnett því svona hand-check eins og Howard er með er bannað í deildinni. Það má leggja framhandlegginn á andstæðinginn en ekki höndina sjálfa. Ég er reyndar hissa að Garnett hafi ekki fengið tæknivíti fyrir þetta því ásetningurinn er augljós.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orlando Magic farnir í frí
29.5.2010
Boston Celtics gengu frá Orlando Magic í sjötta leik seríunnar. Orlando menn mættu hreinlega ekki í vinnuna að undanskildum Dwight Howard sem skilaði fínum tölum. Rashard Lewis, sem er með einn stærsta launasamning deildarinnar var aðeins skugginn af sjálfum sér og Vince Carter var... Vince Carter - gagnslaus. Nelson átti spretti en virðist samt ekki vera þessi leikstjórnandi sem hugsar fyrst og fremst um að keyra í gegn leikkerfi og koma öllum inn í leikinn.
Leikur Celtics var öllu betri. Stíf vörn eins og sést hefur í fyrstu leikjunum en innkoma Nate Robinson í öðrum leikhluta kveikti í liðinu. Nate kom inn kokhraustur eftir langa dvöl á bekknum og skoraði 13 stig í öðrum hluta. Magnað að sjá í myndbandinu hér að neðan Doc Rivers segja í apríl að Nate myndir koma inn fyrr eða síðar og klára leik fyrir þá. Sannspár var hann.
Annars er einkennilegt að horfa á tölfræði leiksins þar sem bæði lið skiluðu nánast sömu tölum. Það sem skilur að er fjöldi skoraðra þriggja stiga karfa og nýting þeirra. Celtics voru einnig öruggari á línunni og heldur grimmari í fráköstum. Howard var 11/17 en restin af byrjunarliðinu var 14/40 og segir það meira en þarf um frammistöðu liðsins. Bestu menn liðsins verða að mæta með hausinn á herðunum en ekki í rassgatinu ef þeir ætla að komast í úrslit NBA deildarinnar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir að hafa tekið tvö fáránleg þriggja stiga skot í lok leiksins náði Ron Artest að bjarga andlitinu með því að setja niður layup eftir air-ball frá Kobe.
Á blaðamannafundinum eftir leikinn:
Biggest shot of Artests career?
Biggest layup, he said, smiling, correcting the interviewer. I missed a lot of layups during the regular season. Now Im missing jumpers and missing layups, but, you know, staying with it.
Tékkið líka á þessu hilarious viðtali sem trúðurinn Craig Sager náði af honum eftir leikinn. "Say Queensbridge!" Hahahah.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Big Boi - Shutterbug (Video)
28.5.2010
Þessi snillingur...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dwight Howard lemur á Paul Pierce
27.5.2010
Að mínu mati kemst Dwight Howard upp með ansi mikið í þessari seríu. Þó búið sé að uppgreida fyrri villuna í flagrant 2 núna þá hefði alveg mátt henda honum út úr húsinu fyrir þetta. Seinna brotið er hins vegar örlítið betur falið. Spurning hvort hann sé að hefna fyrir þetta.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vince Carter á ekki sjö dagana sæla
27.5.2010
Eftir frábæran leik í fyrsta leik seríunnar hefur Carter nánast horfið og verið bara fyrir í sóknarleik Orlando liðsins, svo ekki sé talað um varnarleikinn hans. 36% nýting og 20% utan þriggja með 13 stig á 31,6 mínútum, er held ég ekki það sem stjórnendur Magic sáu fyrir sér þegar þeir sendu Courtney Lee til Jersey fyrir hann. Í leiknum í gær var hann eini leikmaður liðsins sem skaut undir 50% eða 3/10 og í hálfleik var hann eini leikmaðurinn með neikvætt +/- gildi... þe. Magic skoruðu minna en Celtics á meðan hann var inn á í fyrri hálfleik.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótrúleg snerpa í þessum strák...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Paul Pierce drullar upp á bak í lok G4
26.5.2010
Frú Pierce ætlaði að vera hetjan í lok venjulegs leiktíma í fjórða leiknum gegn Magic, þó planið hafi verið að setja upp skot fyrir Ray Allen, sem var í fínu færi eftir gott skrín frá KG. PP tók sér of langan tíma með boltadrippli þar til hann glutrar frá sér boltanum og færi á að klára leikinn og senda Magic í sumarfrí.
Hann kláraði einn leik svona fyrr í úrslitakeppninni en þarna drullaði hann upp á bak.
Magnað þetta með leikklukkuna... alltaf gaman að spila í Boston.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Suns bekkurinn jafnar metinn í G4
26.5.2010
Varamenn Phoenix Suns skoruðu alls 54 af 115 stigum liðsins. Vörnin hjá Lakers var mjög slök og brást illa og hægt við aðgerðum Suns manna. Að mörgu leyti var leikurinn jafn, bæði lið að hitta álíka vel en Suns fengu miklu fleiri ferðir á línuna (þó þeir hafi nýtt þær illa) og unnu frákastabaráttuna með miklum mun. Þar held ég að muni mikið um að Lopez og Amundson séu að skila góðu framlagi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn ein mögnuð hreyfing hjá Rajon Rondo
26.5.2010
Listamaður þessu gaur...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)