Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ný Air Jordan 2009 auglýsing
12.2.2009
Þessi var víst skotin af Wally Pfister, kvikmyndatökumanni Batman Begins og The Dark Knight. Sum cool shiiit.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Slappt hjá Cleveland
9.2.2009
Ekki varð mikið úr öllu hæpinu í kringum einvígi Kobe og LeBron í þessum leik. Kobe með enn eitt Jordan-moment, með flensuna á bekknum en setti samt 19 stig í 8/19 nýtingu. Odom kreysí með 28 stig og 17 fráköst og heldur betur að stíga upp nú þegar Bynum er meiddur næstu 3 mánuðina. LeBron greinilega ekki fundið fjölina í þessum leik, henti þó upp 28 skotum en setti bara niður 7. Var jafnvel 4/8 í vítum. Verður að teljast slapt á þeim bæ. Endaði þó með 16 stig 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Fékk svo fadeaway í andlitið frá Kobe eins og sést í myndbandinu. Big Z solid með 22 stig og 9 fráköst. Ben Wallace?! Hver er það aftur? 2 stig, 4 fráköst og 1 blokk?! Hvar ertu Big Ben?
![]() |
Kobe Bryant hafði betur gegn LeBron James |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Choke.is
5.2.2009
Ljóta helvítis vitleysan að láta Blika vaða inn í Hellinn á drullugum skónum og taka sigurinn með sér heim. Ég kom í hálfleik og sá að allt var jafnt, Eazy með 17 stig og allt útlit fyrir fínan leik. Heldur betur ekki. Blikar byrja seinni hálfleik með fáránlegri þriggjastigaskotkeppni þar sem nánast allir í liðinu fengu að negla bombum neðan úr bæ án mikilla varnartakta hjá ÍR. Sovic með þrista tvo metra fyrir utan línuna og þar fram eftir götunum.
Mínir menn spýttu þó í lófana þegar líða tók á 3. fjórðung með Starason gersamlega oní brókunum á Sovic og leyfði honum varla að anda án þess að hafa fyrir því. Fínn sprettur með mikilvægum körfum frá Stara, Reggie og Svenna. Dómararnir gersamlega í bullinu þetta kvöldið að dæma tóma þvælu út um allt gólf. Botninn tók hins vegar úr þegar dæmdur var ruðningur á Eazy, í stöðunni 88-89, þar sem hann var búinn að senda boltann á Svenna sem setti hann í spjaldið og oní auk þess sem varnarmaðurinn stóð nánast undir körfunni. Pivotal dómur sem var eins og sagði í fréttinni allt of strangur svona í blálokin á hnífjöfnum leik. Reggie tsjókaði svo á vítalínunni þar sem hann hefði getað jafnað leikinn og án efa tryggt framlengingu.
Botnslagur og fallbarátta er það sem blasir við mínum mönnum.
![]() |
Blikar lögðu ÍR í Seljaskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú þegar NY Knicks eru á fullu að leita uppi stjörnuleikmenn með lausa samninga hefur nafn Dwyane Wade komið upp. Hann er hins vegar ekki á sama máli:
"Is it a possibility me and LeBron will play together? Its always a possibility. Were both free agents. Is it a possibility Im going to New York? Thats not a possibility in my mind."
Ouch!
Hookup: FanNation.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
The Wu is back...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
MVP baráttan heldur áfram
5.2.2009
Það hljóta að vera blendnar tilfinningar sem fylgja því að vera Knicks aðdáandi í dag. Liðið búið að tapa tveim leikjum núna í röð á heimavelli og sá þriðji að öllum líkindum núna á föstudaginn. New York búar geta hins vegar ekki kvartað yfir skemmtanagildi þessarra leikja. Kobe með 61 stigs flugeldasýningu á mánudaginn, LeBron núna með 52 stig og þrefalda tvennu. Þetta verður tough act to follow fyrir Paul Pierce á föstudaginn.
Það er hins vegar alveg á tæru að LeBron ætlaði að sýna Kobe hver sé að fara að vinna MVP þetta árið. Ef bera á saman frammistöðu þeirra í þessum leikjum myndi ég telja fljótt á litið LeBron eiga vinninginn.
Kobe: 61 stig, 3 stoðsendingar, 1 blokk, 22/37 nýting, 20/20 af línunni, 2 tapaðir boltar og allt þetta á aðeins tæpum 37 mínútum.
LeBron: 52 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar, 2 blokk, 19/40 nýting, 16/19 af línunni, 3 tapaðir boltar og 44 mín spilaðar.
En ef við förum út í framlagsútreikninga þá sjáum við að LeBron hefur aðeins 2 stig umfram Kobe, eða 51 hjá Kobe á móti 53 hjá LeBron.
Það væri hreinlega ekki dapurt að sjá þessa stráka mætast í úrslitum deildarinnar í vor.
![]() |
James skoraði 52 stig gegn Knicks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)