Krypto-Nate og Superman ekki þreyttir eftir All-Star helgina

Hvað er Dwight Howard eiginlega að éta?  Eftir langa helgi þar sem hann tók þátt í troðslukeppninni, All-Star leiknum og fullt af spons-viðburðum fyrir Adidas þá virðist guttinn ekkert vera þreyttur.  45 stig, 19 fráköst og 8 blokk á Charlotte Bobcats.  Þessi drengur er bara beast.

Nate Robinson ekki síður hress eftir helgina og setti 32 í andlitið á Spurs... og kom af bekknum.  Knicks unnu leikinn í framlengingu.

Hvað er annars málið með Mbl.is að skrifa bara um leiki sem Lakers, Celtics og Cavaliers spila?!!  Ok að þetta eru kannski vinsælustu lið deildarinnar, en KAMÁN.  Lakers vinna Hawks með 13 stigum!  Big surprise.  Hvernig væri að fjalla aðeins um leiki sem eru aðeins hressari og gaura sem eru að setja upp flottar tölur á stattinu?


mbl.is NBA: Lakers skellti Atlanta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dwight Howard er vinnustaðargrínarinn í NBA deildinni


Steve Nash skorar á þig!

Steve Nash skorar á þig að hitta úr fleiri þristum en hann á einni mínútu, eða 16/18.  Sæll!  Anyway, þetta er hægt á síðunni www.ibeatyou.com sem er víst hugarfóstur Baron Davis og félaga hans.  Tékkið á myndbandinu og kíkiði svo á síðuna og sjáið hvernig þið getið bítað kallinn.


Kanye West - Welcome to Heartbreak (Official Video)

Eitt besta lagið á plötunni...


Krypto-Nate bolir

Þeir sem eru á leið til NY ættu að hoppa upp á 5th Avenue í NBA búðina og pikka upp einn svona.

_Krypto-Nate%20Tee%20Shirt


Mims - Move If You Wanna (Official Video)


Slakur stjörnuleikur

Það var lítið um flugeldasýningar í þessum leik og maður farinn að geispa á tímabili.  Hælæt leiksins held ég að verði að vera Shaq/Kobe give-and-go, og þegar Howard tróð í smettið á Duncan.  LeBron átti líka spretti og fáránleg tilþrif en virtist vera að þvinga allt of mikið á tímabili.  Hann náði þó að spjalla aðeins við Jay-Z í hálfleik.  Chris Paul gæti þrætt nál með körfuboltanum og var að finna menn opna út um allan völl. 

Það leit út fyrir að þetta yrði leikurinn sem Shaq ætti að skína, enda sekkurinn á sínum eigin heimavelli.  Boltanum dælt á hann og Hack-a-Shaq aðferðin fjarri góðu gamni, enda All-Star leikurinn seint sakaður um að ganga út á varnartilþrif.  Kallinn skilaði þó sínu.  Átti nokkrar solid troðslur og ætlaði á tímabili að krossa Dwight Howard í seinni hálfleik, en dripplaði honum í fótinn á sjálfum sér.  Shaq gaf það út að þetta yrði hans síðast All-Star leikur ef ég skildi hann rétt, enda kallinn að detta í fertugt.  Það er samt alltaf gaman að horfa á þessa vitleysu þó gæði leiksins séu í lágmarki.


mbl.is Stjörnuleikur NBA: Öruggur sigur hjá vestrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

One for the L.A. Haterz

Hver man eftir þessu og getur sagt mér hverjir þetta eru og hvað var að gerast þarna?


Isn't it ironic...?

Rihanna - Emergency Room


Xzibit - L.A.X. (Ready For War)

Djöfulsins snillingur.  Pródúsað af Dr. Dre eftir því sem ég best veit.


Krypto-Nate Robinson vinnur Superman í All-Star troðslukeppninni

Nate Robinson (AKA Lex Luthor, AKA Krypto-Nate) vann Dwight Howard (AKA Superman) í lokaumferð NBA All-Star troðslukeppninnar í nótt.  Nate lék síðustu umferðina í GRÆNUM Knicks búning og í neon GRÆNUM skóm.  Kryptonite anyone?!  Allt reynt til að vinna bug á Superman sjálfum.  Nate kláraði þetta svo með því að stökkva svo yfir Howard og troða GRÆNUM bolta í körfuna.  Done deal!

LeBron James gaf það út í lok keppninnar að hann myndi setja sitt nafn í hattinn fyrir keppnina á næsta ári í Dallas.  About time, 'Bron.  Dwight Howard tróð léttilega á 12 feta körfu (körfur í NBA eru 10 fet skv. reglugerð).  Rudy Fernandez fékk 42 stig fyrir sick troðslu sem tók aðeins of langan tíma að fæðast, að mörgu leyti Pau Gasol að kenna þar sem hann var alltaf að reyna að senda boltan fyrir aftan bak.  Eftir einhverjar 8 tilraunir og almennilega sendingu frá Gasol tókst Rudy að klára þetta með stæl.

Getið séð alla keppnina hérna:
NBA All-Star troðslukeppnin part 1
NBA All-Star troðslukeppnin part 2
NBA All-Star troðslukeppnin part 3
NBA All-Star troðslukeppnin part 4
NBA All-Star troðslukeppnin part 5

Mæli með að þið drífið ykkur að kíkja á þetta því YouTube eru snöggir að henda þessu út.


mbl.is Robinson vann troðslukeppnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NBA-TV All-Star 2009 Tip-Off Show


Þessi 7 ára B-Boy er alveg með þetta


Fáum við að sjá eina svona frá Shaq á sunnudaginn?

Doubt it.  Þetta er hins vegar einhver óhugnalegasta andlitstroðsla sem ég hef á ævi minni séð.  Sá þetta LIVE á sínum tíma og man eftir að gapa sirca í 5 mínútur á eftir.  Shaq gersamlega myrðir David Robinson on international TV og hann getur ekki einu sinni varið sjálfan sig, hvað þá körfuna.


Hvað ætlar Dwight Howard að gera í troðslukeppninni á morgun?

Hér er vísbending... 

Fylgist með D-How í Phoenix alla helgina hérna:


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband