Snilldaríþrótt sem körfuboltinn er
12.4.2009
Frábær leikur í kvöld og mikil skemmtun frá upphafi til enda. Allt annað að sjá til KR-liðsins og þeir loks farnir að spila aftur eftir getu. Benni og restin af liðinu ákvæðu greinilega að svara vangaveltum mínum um hvort hann væri að höndla pressuna þegar á reynir. KR spiluðu mjög agaðan og skynsaman bolta í kvöld og þá sér í lagi í lok leiks þar sem þeir nýttu klukkuna gífurlega vel til að halda forystunni. Í upphafi 3. hluta voru KR-ingar komnir 7 stigum yfir þegar PAxel dettur í bullið og setur einhver 5 eða 6 stig í röð til að nánast jafna leikinn. KR-ingar ná svo aftur að síga framúr eftir skipanir frá Benna um að vera ekki að krúsa í rólegheitunum þegar þægileg forysta næst heldur keyra á fullu og sækja á þá.
Bradford ekki í sama ham og hann hefur verið undanfarið, aðeins með 14 stig. Blokkaði þó Helga Magg tvisvar í röð, nákvæmlega eins. Brenton átti spretti en var ekki að sýna sama öryggi og undanfarið. PAxel fór fyrir sínum mönnum með 18 stig og svakalega nýtingu, þrátt fyrir að vera á öðrum fæti nánast.
Jason öflugur hjá KR, en Fannar lagði grunninn að þessum sigri með sínum 20 stigum og 13 fráköstum. Þristarnir voru ekki að detta hjá KR liðinu en menn voru að slasha að körfunni og þannig opnaðist mikið fyrir Fannar.
Þetta er galopin sería núna og ljóst að hvort liðið sem er getur unnið þetta á mánudaginn. Heimavöllurinn virðist ekki skipta öllu máli milli þessarra liða og því veltur þetta á því hver kemur betur undirbúinn og ekki síst tilbúinn til leiks.
![]() |
KR tryggði sér oddaleik gegn Grindavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
MJ stöffar á Tree Rollins
12.4.2009
Var að horfa á þennan leik á NBA-TV. Svakalegur leikur þar sem MJ skorar 41 og Dominique Wilkins setti 57 kvikindi. Held að þessi troðsla hafi verið einhvern tímann í all-time top10 highlights hjá Jordan. Sendir Cliff Levingston í gólfið með nettu feiki og hoppar svo nánast yfir Tree Rollins sem er sjö feta naut.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Benni að höndla álagið sjálfur?
11.4.2009
Menn verða bara að vera vel undirbúnir fyrir svona "sálfræðihernað". Bradford talaði skít þegar hann var hérna með Kef og því ætti hann ekki að gera það núna.
Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort Benni sé sjálfur að höndla álagið í crunch time. Þetta er annað tímabilið hans með meistaraflokk KR, ef ég man rétt. Í fyrra með svo gott sem óbreyttan hóp fyrir utan Jón Arnón, Kobba og Jason, klára þeir deildina í 2. sæti og tapa svo fyrir ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar 1-2. ÍR vann síðasta leikinn frekar sannfærandi á heimavelli KR með 19 stigum. Nú með eitt best samsett lið í sögu íslensks körfubolta, vinna deildina, en tapa bikarnum í jöfnum leik og eru nú að berjast fyrir lífinu gegn Grindavík í úrslitum.
Er Benna að takast að undirbúa liðið sitt nógu vel fyrir svona mikilvæga leiki? Er hann að höndla pressuna á hliðarlínunni í crunch time?
![]() |
Benedikt: Bradford stjórnar þessari sýningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Takin' it back...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Patrick Ewing jr.
11.4.2009
Er með aðeins meira hops en gamli. Hann hlýtur að borða mikið af Snickers.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Chosen1
11.4.2009
Spurning að LeBron James rói aðeins egóið. Það er alla vega eins gott að hann vinni einhverja titla í framtíðinni því það verður morkið fyrir hann að vera með "CHOSEN1" tattúað á bakið sér og klára svo ferilinn með ekki einn titil.
Anderson Varejao sá alla vega húmorinn í þessu og lét tússa á bakið á sér "CHOSEN2". Fylgir ekki sögunni hvort hann hafi verið laminn eftir æfingu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki nóg að vera betri á pappírunum
10.4.2009
Þessi sería er einfaldlega að undirstrika það að úrslitakeppnin er allt annað mót. Mót þar sem pappírarnir og árangur í deildarkeppni skipta engu máli og viljastyrkurinn og hungrið ráða ferðinni. KR-ingar hafa augljóslega engan áhuga á að vinna keppnina ef marka má frammistöðuna í gær. Láta Grindvíkinga vaða þarna inn og algerlega skeina sér á þeim. Það verður bara að segjast um þessi suðurnesjalið að það er alltaf einhver neisti og kraftur í þeim sem við hér á höfuðborgarsvæðinu virðumst ekki geta náð upp.
Þó tölfræðin segi þá sögu að Nick Bradford hafi verið allt í öllu Grindavíkur megin þá er það eins rangt og hugsast getur. Hann sá um að skora tæplega helming stiga Grindavíkur en liðið vann saman eins og vel smurð vél og ógnir voru í hverju horni, sem gerði Bradford kleift að skora að vild. Hann fékk annars að valsa um teiginn eins og hann ætti hann og var með boltann nánast allan tímann sem hann var inn á en fór aðeins 8 sinnum á línuna í leiknum. Skaut 18/26 í leiknum sem er tæp 70%! Það þýðir lítið að spila vörn með silkihönskum í úrslitum. Senda þarf menn sem eru svona heitir á línuna til að vinna fyrir kaupinu sínu þar. Vörnin var einfaldlega skelfileg KR megin og menn bara að elta sóknina. Grinds voru alltaf skrefi á undan í öllu. KR klóraði eitthvað í bakkann í 4. hluta en of seint og of lítið.
Tölfræði Bradfords skyggir á frammistöðu gamla mannsins Brenton Birmingham sem var frábær í þessum leik, líkt og leiknum á undan í Grindavík. 17 stig (8/11), 8 fráköst, 6 stoðsendingar, 5 stolnir boltar og eitt svaðalegt blokk. Ekki nóg með það heldur tróð hann svakalega á hausinn á Fannari.
KR-ingar eru nú heldur betur í erfiðri stöðu nú og þurfa að vinna þá tvo leiki sem mögulega eru eftir til að vinna titilinn. Ómögulegt að mínu mati ef liðið heldur áfram að spila líkt og þeir hafa gert í síðustu tveim leikjum. Auk þess sem þeir eru nú að fara aftur til Grindavíkur, þar sem þeir eru 0-2 í vetur, til þess að berjast fyrir lífi sínu. Eins glæsilegt og það er á pappírunum þá virðist KR-liðið vera algerlega getulaust þegar á reynir. Töpuðu með einhverjum hætti fyrir Stjörnunni í bikarúrslitunum og eru nú að tapa frá sér möguleikum á Íslandsmeistaratitli.
![]() |
Stórsigur Grindvíkinga gegn KR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Andrew Bynum með í kvöld?
9.4.2009
Miðherji LA Lakers geti spilað með í kvöld gegn Denver, en hann meiddist á hné í febrúar.
HookUp: Lakers.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
The (Dunk) Machine
9.4.2009
Troðslan hans Vujacic enn og aftur. Sést að vinir hans á bekknum er heldur betur sáttir. Kobe sagði eftir leikinn:
"I've seen it all. Sasha dunked on somebody. I'm ready to retire now,"
Hookup: Ball Don't Lie
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Deeper Than Rap - Coming Soon
8.4.2009
Veit að Ommi getur ekki beðið...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)