Er Benni að höndla álagið sjálfur?

Menn verða bara að vera vel undirbúnir fyrir svona "sálfræðihernað".  Bradford talaði skít þegar hann var hérna með Kef og því ætti hann ekki að gera það núna. 

Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort Benni sé sjálfur að höndla álagið í crunch time.  Þetta er annað tímabilið hans með meistaraflokk KR, ef ég man rétt.  Í fyrra með svo gott sem óbreyttan hóp fyrir utan Jón Arnón, Kobba og Jason, klára þeir deildina í 2. sæti og tapa svo fyrir ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar 1-2.  ÍR vann síðasta leikinn frekar sannfærandi á heimavelli KR með 19 stigum.  Nú með eitt best samsett lið í sögu íslensks körfubolta, vinna deildina, en tapa bikarnum í jöfnum leik og eru nú að berjast fyrir lífinu gegn Grindavík í úrslitum. 

Er Benna að takast að undirbúa liðið sitt nógu vel fyrir svona mikilvæga leiki?  Er hann að höndla pressuna á hliðarlínunni í crunch time?


mbl.is Benedikt: „Bradford stjórnar þessari sýningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Því miður er Bradford þessi skíta karakter sem espar alla upp og er til leiðinda.

Skarfurinn, 11.4.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Emmcee

Það má vel vera.  En þessi taktík er löngu þekkt og tilgangslaust að væla yfir því.  Menn verða bara að herða sig upp og taka fást á móti, sem þeir gerðu akkúrat í dag.

Emmcee, 11.4.2009 kl. 18:45

3 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta er bara gaman en það er ljóst að KR vinnur þetta þrátt fyrir að ég sé að SECRET a annað.

Þoli illa bæði þessi lið en ef tveimur ógéðum vona ég að Grindjánarnir vinni.

Ómar Ingi, 11.4.2009 kl. 19:39

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Þetta er þriðja ár Benna með KR, hann gerði þá að meisturum 2007

Rúnar Birgir Gíslason, 11.4.2009 kl. 20:55

5 Smámynd: Emmcee

Aight, my bad.  En er einhver sammála þessu?

Emmcee, 11.4.2009 kl. 21:15

6 Smámynd: Skarfurinn

Þetta virðast mjög jöfn og góð lið bæði tvö, en ef KR vinnur síðasta slaginn á mánudag þá hafa þeir unnið 4 dollur af 5 mögulegum í vetur (allt nema bikarinn) sem er ekki svo slæmt finnst mér.

Skarfurinn, 11.4.2009 kl. 21:25

7 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Það var Benni og engin annar sem vann titilinn 2007... Njarðvík var með mun betra lið en þá gubbaði EInar Árni á sig og Benni og Tyson rúlluðu þessu upp svo hann er engin hálfviti.

Aftur á móti ætlaði ég að segja í dag að Frikki hefði unnið þetta einvígi þar sem KR er mun sterkara lið en þá kemur einhver Jason og stelur sjóvinu... fokk him.

Þórður Helgi Þórðarson, 11.4.2009 kl. 23:05

8 Smámynd: Emmcee

Ég var ekki að velta því fyrir mér hvort hann væri hálfviti.  Veit að hann er mjög klár þjálfari.  Velti því aðeins fyrir mér hvort hann væri með þetta í krönsj tæm.  Sigur KR í dag var hins vegar mjög verðskuldaður og ekki reyna að halda öðru fram.

Emmcee, 11.4.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband