Tónlist | Breytt 16.4.2009 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svakaleg spenna
14.4.2009
Til hamingju KR-ingar með Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik! Persónulega fannst mér bæði liðin hafa unnið sér inn þennan titil, ef það er einhvern tímann hægt. En þetta varð að falla öðru hvoru megin og samblanda af örlítilli heppni KR megin og klúðri Grindavíkur megin varð til þess að fyrirliði KR endaði með bikarinn í höndunum.
Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi og frábært fyrir íþróttina að svona jöfn lið skyldu mætast í úrslitum og keyra þetta áfram í 5 leiki. Grindavík var augljóslega eina liðið í deildinni sem hafði eitthvert tak á KR-ingum og gat ógnað þeim eitthvað. Bæði lið frábærlega þjálfuð, þó ég verði að segja að Frikki hafi fengið meira út úr færri mönnum en það sem Benni hafði úr að moða.
Lokamínútan var æsispennandi og ljóst að þjálfarar liðanna urðu að krossleggja fingurnar og vona það besta. Ég hélt satt að segja að það væri eitthvað stórkostlegt að fara að gerast þegar Brenton var kominn með boltann uppi á toppnum, þar sem hann hafði klárað fyrri hálfleik með mögnuðum tilþrifum og körfu. Heldur betur ekki. Boltinn gekk eins og heit kartafla á milli manna þar til Fannari tókst að stela honum frá Bradford og drippla burt þar til klukkan rann út. Brenton hefði átt að keyra að körfunni og taka sjensinn á að fá villu þar sem manni sýndist hann hafa nokkuð greiða leið að hringnum. Þess í stað gekk boltinn milli einhverja þriggja manna sem ég man ekki hverjir voru en alla vega enginn þeirra þorði að taka skotið.
![]() |
KR - Grindavík, myndasyrpa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allen vs. Varejao - Bitch Fight
13.4.2009
Seriously?! Eru ekki bara kellingar sem láta vaða í klofið á mönnum? Fyrir utan hinn augljósa hæðarmun þá er þetta samstuð bara heimskulegt. Eins og tvær kellingar að rífast. Þulurinn vill bara láta sleppa þeim saman og sjá hvor sé raunverulega tilbúinn að slást. Það hefði bara þýtt klór og hártoganir.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tær snilld!
13.4.2009
Það er bara hrein og tær snilld að við séum að fara að fá oddaleik til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Þeir sem ekki komast í DHL höllina og hafa ekki Stöð2 Sport eru skyldugir til að horfa á þetta þá á KR-TV. Verðbólgudraugurinn virðist vera að hrjá KR-inga því þeir hafa ákveðið að hækka miðaverðið um helming eða í 1.500 kr. hvorki meira né minna.
![]() |
KR Íslandsmeistari eftir eins stigs sigur 84:83 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spurs negla þriðja sætið í vestrinu
13.4.2009
Spurs náðu að tryggja sér þriðja sætið í vesturdeildinni með umdeildum sigri gegn Kings. Michael Finley setur þrist þegar örfáar sekúndur eru eftir af leiknum, en eftir að skotklukkan rennur út. Staurblindur og greinilega heyrnarlaus dómari sem stendur fyrir aftan Finley þegar hann tekur skotið dæmir körfuna góða og gilda. Kamán... maðurinn er að fara í skotið þegar klukkan smellur í 00! Hvernig í fjandanum stendur á því að NBA deildin leyfir ekki endurskoðun á myndbandi þegar skotklukkan á í hlut?! Þetta er hlutir sem geta skipt sköpum í jöfnum og mikilvægum leikjum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikil vonbrigði líkt og leikur Cavs og Magic um daginn, en í þetta sinn voru það Cavs sem stungu af strax í byrjun. Nokkuð ljóst að Celtics sakna KG sárt og virðast vera að hiksta illilega á meðan hann er að jafna sig eftir meiðslin. 'Bron með 29 stig og 7 stoðsendingar en Boston liðið alveg slappt með Paul Pierce í broddi fylkingar með 14 stig. Ray Allen setti aðeins 6 stig og olnbogann á sér í klofið á Varejao, en hann er greinilega með balls-of-steel og át þetta eins og nagli. Massasteikt hjá Allen.
Cleveland geta tryggt sér besta árangur deildarinnar og heimaleikjaréttinn í allri úrslitakeppninni með því að vinna Indiana í kvöld, en tapi Cavs næstu tveim leikjum og Lakers vinna Utah þá enda liðin með jafnan árangur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Del er nýbúinn að gefa út plötu, Funk Man (The Stimulus Package) sem er hægt að sækja frítt á heimasíðunni hans.
Download: Del The Funky Homosapien - Funk Man (The Stimulus Package)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
D-Wade með 55 á Knicks
13.4.2009
Alveg sorglegt að sjá þessa vörn sem Knicks liðið er að spila núna. Þessi klúbbur sem alltaf hefur verið þekktur fyrir hörkuvörn og láta menn vinna fyrir stigunum sínum, lítur nú út eins og Clippers eða Warriors á slæmum degi. Kobe setti 61, LeBron 52, Wade setti á þá 46 í febrúar og núna 55 í gær. '98-'99 tímabilið, þegar Jeff Van Gundy þjálfaði þá og þeir fóru í úrslitin á móti Spurs, leyfði liðið aðeins 85 stig frá andstæðingum sínum að meðaltali. Það sem af er þessu tímabili hafa Knicks fengið 108 stig að meðaltali í andlitið og fengu 122 frá Miami í gær. Sjáið bara Wade labba í gegnum teiginn hjá þeim.
Það þarf eitthvað mikið að hreinsa til í þessu Knicks liði til að eiga möguleika á titlum í framtíðinni og ég held að D'Antoni sé ekki þjálfarinn til að koma því í kring. Vörn fyrir honum er eitthvað til að dunda sér við á meðan hitt liðið er með boltann. Knicks liðið t.d. tvídekkar nánast aldrei eða trappar leikmenn með boltann sem gerir leikmönnum eins og Kobe, 'Bron og Wade kleift að setja upp 40-60 stig.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nas - Legendary (Mike Tyson)
13.4.2009
Nýtt lag frá Nas... Mike Tyson var algerlega í bullinu þegar hann var upp á sitt besta. Án efa einn sneggsti og kröftugasti þungavigtarboxari sem uppi hefur verið.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Zion I - Geek To The Beat (Video)
13.4.2009
Zion I "Geek To The Beat" from Okayplayer on Vimeo.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Trash Talk
12.4.2009
Það hefur verið mikið talað um "sálfræðihernað" Nick Bradford í þessari úrslitaseríu. Hér er hins vegar kóngurinn í ruslatalinu, sjálfur Larry Bird. Sá gat talað en átti alltaf innistæðu fyrir því sem hann sagði. Magnaður í þriggja stiga skotkeppninni 1988 þegar hann fagnar á meðan money-boltinn er í loftinu.
![]() |
Fannar: Við höfum ekkert við Nick Bradford að tala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver sá sem fylgist eitthvað með körfunni á Ólympíuleikunum ætti að vita hver Spánverjinn Ricky Rubio er en fæstir kannski kannast við Brandon Jennings. Báðir eru og hafa lengi verið frábærir leikmenn en hafa ekki mátt spila í NBA deildinni vegna 20 ára aldurstakmarksins sem Stern setti á stuttu eftir að LeBron kom inn í deildina. Þeir hafa því verið að spila í Evrópu, Rubio hjá DKV Joventut og Jennings hjá Lottomatica Roma. Útlit er fyrir að þeir verði rétthæfir í næsta drafti og því komnir í deildina næsta haust.
Þetta múv hjá Ricky á ca. 0:25 er bara rugl. Sá setur varnarmanninn á skauta.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)