Úrslitakeppnin - önnur umferð
5.5.2009
6/8 rétt í síðustu umferð þó fjölda leikja hafi eitthvað hnikað. Annars er ég hrikalega lélegur að spá fyrir um svona en ég ætla samt að hætta mér í næstu umferð... Ég ætla að vera svo djarfur að segja að Cleveland sópi líka út Atlanta.
AUSTURDEILDIN
Cleveland Cavaliers (1) vs. Atlanta Hawks (4)
Mín spá: Cleveland í 4 leikjum
Boston Celtics (2) vs. Orlando Magic (3)
Mín spá: Orlando í 7 leikjum
VESTURDEILDIN
Los Angeles Lakers (1) vs. Houston Rockets (5)
Mín spá: Lakers í 6 leikjum.
Denver Nuggets (2) vs. Dallas Mavericks (6)
Mín spá: Denver í 5 leikjum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þegar Udonis Haslem var hent út úr leiknum gegn Atlanta í gær reif hann sig úr treyjunni og fleygði henni til áhorfenda. Myndavélin elti hann og þá náðist þessi rammi hér að neðan. Eins og þið sjáið þá hefur hann látið tattúa á sig landakort af Flórída svo hann geti alltaf ratað heim aftur. Ég veit hins vegar ekki hvern hann hefur fengið til að djæfa alltaf með sér og lesa á kortið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þetta er náttla bara scary
4.5.2009
LeBron James jr., fjögurra ára gamall sonur nýkjörins MVP King James sést hér negla niður djömperum eins og hann hafi ekki gert neitt annað síðan hann stóð fyrst í fæturnar. Efast reyndar um að hann hafi gert nokkuð annað síðan þá.
Það þarf náttla að fara að rannsaka genin í þessu dýri. Þarf að einangra unstoppable-dunk-over-your-head-and-shoot-jumpers-in-your-face genið. Kári fer í málið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Udonis Haslem er augljóslega ekki í sama flokki og Rajon Rondo. Í oddaleiknum gegn Atlanta braut hann nokkuð hressilega á Zaza Pachulia og uppskar flagrant 2 villu og var hent út úr húsi. Veit ekki með ykkur en mér finnst þessi villa bara nokkuð keimlík þeirri sem Rajon Rondo framdi á Brad Miller um daginn, nema hvað Haslem á þó einhvern sjens í boltann þarna. Auk þess sem Zaza er ekki vankaður eftir lætin og ekki þurfti að sauma hann saman. Þið afsakið crappy gæði á þessu myndbandi... fann ekkert annað.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flight 23
4.5.2009
Bara til að sýna ykkur um hvern ræðir...
![]() |
LeBron James leikmaður ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miami búnir
4.5.2009
Atlanta Hawks vs. Miami Heat 91-78 (4-3)
Það var útlit fyrir þokkalegan leik í gær þar til Hawks fóru að hitta úr þristum eins og geðsjúklingar í fyrri hálfleik. Joe Johnson var alelda neðan úr bæ með 6/8 úr þristum, þar af einn 3 metrum fyrir utan línuna og í augað á Wade. Wade ætlaði greinilega ekki að láta nýliðann taka öll skotin frá sér og fleygði upp 25 kvikindum en sökkti bara 10. Hvað var annars Beasley að gera á bekknum í þessari seríu? Outperformaði Jones og Haslem í stigum og Jones fráköstum en var ekki langt frá Haslem hvað það varðar. Það er framtíð í stráknum það er á tæru. Alla vega, Hawks stefna nú beint í ginið á ljóninu í Cleveland.
![]() |
Dwyane Wade sendur í sumarfrí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Charles Barkley og Chris Webber ræða ummæli Ron Artest um daginn þar sem hann sagði að Barkley hafi verið ofmetinn. Hillarious skítur...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
D-Rose blokkið enn og aftur
3.5.2009
Þeim mun fleiri sjónarhornum sem maður skoðar þetta frá þá verður þetta alltaf meira og meira magnað. Sést hér að Scalabrine er nánast með boltann oní hringnum þegar Rose kemur svífandi aftan að honum og sendir boltann upp í stúku. Magnaður skítur.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Atlanta - Miami GAME 7 kl. 17.00
3.5.2009
Oddaleikurinn milli Atlanta og Miami verður á Stöð 2 Sport á eftir kl. 17.00 og er við því búist að þessi maður setji upp mikla flugeldasýningu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sumarsmellurinn í Houston
3.5.2009
Þessi verður í öllum kvikmyndahúsum í Houston í sumar...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rólegur gæðingur!
3.5.2009
Spurning um að Del Negro rói sig aðeins niður áður en hann fer inn á völlinn að halda utan um sveitta stælta stráka.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tilþrif kvöldsins!
3.5.2009
Þetta blokk var svo mikill suddi að ég á ekki til orð til að lýsa því. Gleymdi meira að segja að tala um það í færslunni um leikinn hér að neðan. Snillingarnir á DimeMag lýstu þessu best:
If this were like 1999, Scalabrine totally would have dunked on Rose. Of course Scal would have been in college then, and Rose wouldve been 10 years old.
![]() |
Boston vann oddaleikinn gegn Chicago |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eminem - 3 A.M. (Video)
3.5.2009
Skiljanlegt að þetta myndband verði aðeins sýnt óklippt á Cinemax bíórásinni þarna úti. Þetta er bara 5 mínútna hrollvekja. Mjög töff myndband en mjög brútal líka.
Viðbætt... tekur einhver eftir línunni "She puts the lotion in the bucket, it puts the lotion on it's skin or else it gets the hose again"? Klassísk lína út Silence of the Lambs. Sick.
Tónlist | Breytt 4.5.2009 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Boston sleppa með skrekkinn
3.5.2009
Boston Celtics vs. Chicago Bulls 109-99 (4-3)
Ekki var það fallegur bolti sem boðið var upp á í þessum oddaleik í einni skemmtilegustu seríu NBA sögunnar. Bæði lið spiluðu hálfdapran bolta þó Bulls hafi verið ívið slappari. Byrjuðu af krafti en þessi kafli þarna í öðrum leikhluta var bara það sem gerði útslagið. 22-2 minnir mig að það hafi verið. Náðu svo að klifra sig upp eitthvað í síðari hálfleik en mistökin og bullið í bæði sókn og vörn gerðu út um þetta. Það er náttla alveg banvænt að koma Boston í bónus svona snemma í fjórða hluta og svo mátti ekki anda á Pierce án þess að hann fengi tvær tilraunir á línunni. Þristurinn frá Eddie House í lokin var einfaldlega ólöglegur, ekkert flóknara þar sem hann tók nokkur James Brown dansspor áður en hann tók skotið.
Það voru Glen Davis og Kendrick Perkins sem unnu þennan leik fyrir Boston. Illviðráðanlegir í teignum og oft eins og Bulls gleymdu eða nenntu ekki að dekka þá. Þessi innkoma frá steikinni nr. 50 var hrikalega mikilvæg. Hjá Bulls fannst mér enginn skara framúr. Rose byrjaði sterkt, setti djömpera út um allt og var virkur í sókninni, en týndist svo alltaf reglulega. Gordon sjóðheitur í byrjun en sótti tæplega helming sinna stig af línunni. Mér fannst Hinrich standa sig einna best í Chicago liðinu. Kom sterkur inn af bekknum með baráttu á báðum endum vallarins og setti niður mikilvæg skot.
Það voru þó nokkrir jákvæðir punktar í þessum leik, eins og að sjá Brad Miller og Joakim Noah berja Rajon Rondo í gólfið. Sá var búinn að vinna fyrir því. Rondo líka duglegur að liggja í gólfinu og gráta smá til að fá samúð hjá dómurunum.
Það er vonandi einhver framtíð í þessu Bulls-liði. Það vantar reynslu, aðeins betri varamenn og annan þjálfara að mínu mati. Boston hins vegar verða að taka höfuðið úr rassgatinu og byrja að spila eins og ríkjandi meistarar. Orlando er miklu betra lið en Chicago og mun refsa þeim miklu verr ef þeir halda áfram uppteknum hætti. Kendrick Perkins og Glen Davis fá alla vega ekki eins mikið svigrum í teignum eins og í þessari seríu og því verður pressan á Pierce og Allen.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kobe Doin' Work (Trailer)
2.5.2009