Artest hefur sitthvað til síns máls
8.5.2009
Þessi brottvísun er hlægileg og kemur bara til vegna þess að hann er hinn eini sanni Ron Artest að orðhöggvast í andlitinu á stórstjörnunni Kobe. Barkley er meira að segja sammála Artest.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Læti í Tinsel Town
7.5.2009
Los Angeles Lakers vs. Houston Rockets 112-94 (1-1)
Þessi sería er bara að fara að verða skemmtileg. Kobe niðurlægir alla sem nálægt honum koma. Sæll! 40 kvikindi og í andlitið á Artest og Battier, no matter what. Black Mamba on a killing spree. Ég verð samt að taka upp hanskann fyrir Artest þarna. Mamba sendi honum einn ollara í pípurnar og var svo ekkert nema sakleysið. En svona er að vera Ron Artest í NBA deildinni... ekki öfundsvert.
Derek Fisher með glórulaust og jafnfram heimskulegt brot á Scola og uppskar það sem hann átti inni, f2 og outta here. Rólegur á pirringnum, Fish. Svona mega bara Celtics.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Punkass Eddie House
7.5.2009
House segist hafa bara neglt þrist í nefið á Alston og hann hafi bara verið ruddi og lamið sig í kálið. Alston segir hins vegar að House hafi sett í hann olnbogann eftir skotið svo Alston ákvað að bitch-slappa hann í hnakkann. Þetta er alveg hillarious. Ég kaupi reyndar alveg útgáfu Alston á þessu. House potar eitthvað í hann eftir skotið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Big ups til litla mannsins
7.5.2009
Sá var fljótur að sjá glufuna í teignum og stóru mennirnir lengi að loka henni. Má vera að gaurinn sé drullusokkur inni á vellinum en hann er alveg fáránlega góður.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
House is in the House!
7.5.2009
Boston Celtics vs. Orlando Magic 112-94 (1-1)
Blessunarlega fyrir Celtics þá var Eddie House tilbúinn til að fylla það djúpa skarð sem Paul Pierce skilur eftir sig þegar hann mætir í leiki með hausinn á kafi í rassgatinu. Engum blöðum um það að fletta að hann er mikilvægasti leikmaður liðsins, fyrir utan KG, og er búinn að vera alveg týndur í þessu móti. House hins vegar ákvað að taka leikinn yfir og setti 31 stig komandi af bekknum. Í bullinu neðan úr bæ með 4/4. Uppskar bitch-slap í hnakkann frá Rafer Alston fyrir að negla einum í augað á honum. Alston fær props fyrir það frá mér þar sem ég þoli ekki manninn en mér fannst þetta hella fyndið.
Rondo hins vegar mætti tilbúinn og skellti upp sinni þriðju triple-double í úrslitakeppninni og settist þá á stall með engum öðrum en Larry Bird sem einu Celtics leikmennirnir sem hafa náð þremur eða fleirum slíkum í einni úrslitakeppni. Ekki dapur félagsskapur það. Troðslan frá Rondo yfir Howard og Lewis var sturluð.
Dómgæslan í þessum Boston leikjum er löngu hætt að vera fyndin. Perkins næstum datt útaf með boltann, beint fyrir framan nefið á dómaranum en... you guessed it, ekkert flautað.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
King James Owns J-Smooth
7.5.2009
Cleveland Cavaliers vs. Atlanta Hawks 99-72 (1-0)
Pack it up, Hotlanta... þetta verður sópur. Héldu Hawks í 72 stigum og 11 í fjórða hluta. Bron Bron gerði bara grín að J-Smooth og Mo Will sterkur líka. Hawks voru í vandræðum með One-Man Showið frá Miami svo ég sé þá ekki ráða við Cavs.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nuggs Be Rollin'
7.5.2009
Denver Nuggets vs. Dallas Mavericks 117-105 (2-0)
Heimavöllur Nuggs helst varinn. Diggler verður að fara að fá eitthvað back-up í sókninni ef Dallas ætla sér eitthvað áfram.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bæði af nýja disknum sem þeir eru að gera fyrir Nike... "Good Morning" og "Forever".
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Highlights úr Evrópumeistaraleiknum
5.5.2009
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dirk Diggler er nagli
5.5.2009
Nowitzki var ekki mikið að kvarta yfir þessu. "Naaathing... just hard playoff foul" Svona á að tækla þetta. Ef menn þola þetta ekki, þá eiga þeir ekki heima í deildinni og hvað þá í úrslitakeppninni. Samt hrikalega dapurt að þeir séu að sekta K-Mart fyrir þetta, ekki það að hann hafi ekki efni á, en það verður að fara að gæta jafnræðis í þessum dómum og sektum. Eða eins og einn lesandi SLAMonline sagði um þetta:
NBA : where amazing disparity in handing out fines happens
![]() |
Kenyon Martin sektaður fyrir brot gegn Dirk Nowitzki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Denver teigurinn er hættulegt svæði
5.5.2009
Aumingja Bass átti bara ekki að fá að koma þessu skoti upp. Fara þrír gaurar í hann og Birdman svífur ofar öllum og neglir þessu drasli upp í stúku. Bass fór út með hauspoka eftir leikinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Celtics ætla að fara erfiðu leiðina
5.5.2009
Boston Celtics vs. Orlando Magic 90-95 (0-1)
Celtics virðast eiga í vandræðum með að verja heimavöllinn sinn. Það stefnir í spennandi seríu hér einnig þar sem Celtics eru ekki búnir að ná sér upp úr lægðinni og Magic eru að mörgu leyti sambærilegt lið og Chicago, þe. ungir og reynslulitlir leikmenn. Magic liðið er þó töluvert betra en Bulls liðið og því efast ég um að Boston nái að klára þessa seríu, nema svo ótrúlega vilji til að þeir fari að spila eins og ríkjandi meistara. Eitthvað sást til Starbury í þessum leik og engu líkara en hann hafi komið með sinn A-game til leiks með 8 stig á 8 mínútum og 4/6 í skotum. Setjandi floatera yfir þessa kalla eins og ekkert væri. Það verður gífurlega jákvætt fyrir Boston ef hann fer að smella inn sér í lagi ef Rondo ætlar að raða inn töpuðum boltum eins og í þessum leik. Varla tapað bolta gegn Chicago og nú allt í einu 7 í þessum leik. Segir kannski meira en mörg orð um vörnina hjá Bulls.
Cry baby með 23 fyrir Boston og tröllið í Orlando með 16 stig og 22 fráköst.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Flakers
5.5.2009
Los Angeles Lakers vs. Houston Rockets 100-92 (0-1)
Meiri sulturnar þessir Lakers. Láta Houston lemja sig og ræna af sér sigri á eigin heimavelli. Hvað voru þeir að gera allan þennan tíma sem þeir voru í fríi? Éta kleinuhringi? Alla vega... man vs. Machine og Machine vann og Battier þurfti 4 spor í grillið. Don't f**k wit da machine! Slamma jamma bing bong... Bynum er í sama varnar-flokki og Oden og má ekki snerta kínverjann. Ótrúlegt að 7-6, 300 punda drumbur þurfi svona mikla hjálp frá dómurum til að komast af með heilan leik. Ekkert koddahjal milli Artest og Kobe þetta sinnið en serían er ekki búin...
![]() |
Lakers og Boston töpuðu á heimavöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er Denver með dýpsta bekkinn?
5.5.2009
Denver Nuggets vs. Dallas Mavericks 109-95 (1-0)
Ótrúlega vel samstillt þetta Denver lið. Það er eins og þetta Chauncey Billups treid hafi umturnað liðinu og allt í einu er kominn bitinn í pússlið sem vantaði. George Karl róteraði bekknum líka mjög mikið og fékk að því er virtist bestu nýtingu úr liðinu sem hugsast gat. Melo með 23 stig og 7/10 í skotum. Birdman með 6 blokk. Nené með 24 stig og troðandi yfir mann og annan. K-Mart spilaði fasta vörn á Nowitzki og dekkaði hann eins vel og hægt er. Ef þeir halda áfram að spila svona er hætt við að Lakers lendi í vandræðum með þá, þe. ef þeir eru ekki nú þegar í vandræðum með Houston.
![]() |
Denver vann fyrsta leikinn gegn Dallas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)