Celtics - Bulls GAME 7 í kvöld

Hverju megum við eiga von á?  Jalen Rose og Skip Gayless ræða málin og spá fyrir um úrslitin.  Leikurinn beint á Stöð 2 Sport í kvöld.


Alvöru blokk þarna hjá Josh Smith


Orlando betri án Dwight Howard?

Andre Miller var ekki myrkur í máli þegar hann sagði eftir síðasta leikinn í Orlando-Philly seríunni að Magic væru hreinlega betri án þess að hafa Superman í miðjunni.

They're actually better without Dwight Howard. One of their players told me that they were better without Dwight Howard. They said the ball moves quicker. They're not standing around a lot.

dwight-howardMiller er nú eitthvað að brenna yfir eftir að Philly lét Magic valta yfir sig án tveggja af þeirra mikilvægustu mönnum, Howard og nýliðans Lee.  Held að þetta sé bara klassik keis af liði sem steppar upp og spilar enn betur en það á að gera vegna þess að allir ætlast ekki til mikils af þeim.  Það er ekki nokkur vafi að Howard er ástæðan fyrir því að liðið endaði í öðru sæti austurdeildarinnar, þrátt fyrir meiðsli Jameer Nelson. 

Phil Jackson, þjálfari LA Lakers var nýverið spurður að því í viðtali hvaða einn leikmann hann myndi velja til að byggja í kringum ef hann þyrfti að byggja upp nýtt NBA lið frá grunni.  Svarið var Dwight Howard.  Ekki LeBron James.

HookUp:  Orlando Sentinel


Renardo Sidney fer til Mississippi State

renardo-sydneyÉg hef áður fjallað um Renardo Sidney þegar hann ákvað að spila með USC háskólanum en nú er komið upp úr dúrnum að hann er hættur við það og búinn að gefa Mississippi State loforð um skólagöngu þar.  Það hafa þó verið getgátur um að Sidney uppfylli ekki akademískar kröfur USC þar sem sá skóli er undir miklu eftirliti NCAA vegna námsframvindu leikmanna þeirra áður.

HookUp: DimeMag.com


Ron Artest: "I've Been In The Stands Before"

Það líður ekki sá dagur núna að Ron Artest kemur með einhverja snilld.  Nú síðast á blaðamannafundi eftir að Houston sendu Portland í frí.  Í einum leiknum þurfti hann að hoppa í áhorfendastúkuna og slapp við slagsmál þá.  Hann nefndi að einn áhorfandi hafi boðið sér bjór og hann hafi íhugað að setjast niður og njóta þess aðeins, þar sem hann var nú ekki að henda honum í hann.  Þetta er alveg hillarious.

Fyrir þá sem ekki vita þá hófust slagsmálin í Detroit á því að áhorfandi henti bjórglasi í Artest.


Meira af dómgæslu í úrslitakeppninni

Hér er gott dæmi um furðulega dómgæslu núna nýlega í Houston-Portland seríunni.  Greg Oden fær blocking villu (eða notar skrokkinn ólöglega til að hindra sóknarmann) þegar hann lendir í samstuði við Yao Ming.  Mér sýnist hann hins vegar vera að ná sér í stöðu áður en Ming hefur komið sér fyrir.  Strangt til tekið og nákvæmlega eftir bókinni er þetta rétt, en þetta er engan veginn í takt við það sem gengur og gerist.  Ming er að skíta á sig úr þreytu og rétt skríður í sókn og það er ákveðið að henda einni villu á Oden svo kínverjinn geti náð andanum. 

Það verður að passa að maðurinn sem er með nokkur hundruð milljónir manna á bakvið sig sé sem lengst inni á vellinum.  Hins vegar er það dáldið fyndin staðreynd að árið 2007 var Yao Ming aðeins í 6. sæti yfir mest seldu treyjur í Kína.


Wade er óstöðvandi

Atlanta Hawks vs. Dwayne Wade 72-98 (3-3) 

Á meðan bakið á Dwayne Wade er ekki að hrjá hann, þá er hann algerlega óstöðvandi.  Jafnvel með Jermaine O'Neal ekki í búning vegna meiðsla tekur hann af skarið og klárar þetta á eigin spýtur.  41 stig og setti 16/17 tilraunum sínum á vítalínunni.  Svakalegur á báðum endur vallarins.  Ánægður með nýliðann Michael Beasley sem tók 25 skot í leiknum eða 2 skotum fleiri en Wade sjálfur.  Setti niður 11 af þeim og reif niður 15 fráköst þar af 4 í sókn.  Atlanta liðið með nákvæmlega engan fókus og virtust þetta vera alltaf fimm einstaklingar inni á vellinum í hvert skiptið sem þekktu hvorn annan ekki neitt.  Oddaleikurinn í Atlanta á sunnudaginn og sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Wade klári þann leik líka, sér í lagi ef Hawks halda áfram að spila svona. 

Góð umfjöllun hérna frá ESPN þar sem gömlu NBA leikmennirnir Jamal Mashburn og Jalen Rose ræða málin og spá í spilin fyrir oddaleikinn milli liðanna.


mbl.is Miami jafnaði með stórsigri á Atlanta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rondo vs. Hinrich

Það hefur verið illa falið leyndarmál hérna að ég er gamall Bulls-maður en hvernig sem því líður, að horfa á þetta pirrar mann bara.  Rajon Rondo er bara on a mission að ganga frá leikmönnum Chicago, einn af öðrum.  Fyrst afhausar hann Brad Miller sem eftir þá atlögu missti tönn og þurfti sauma í vörina.  Því næst tekur hann smá tag-team wrestling á Kirk Hinrich, sveiflar honum nokkra hringi og grýtir honum svo í ritaraborðið.  Þetta gerist fyrir framan galopin augun á einum dómaranum.  Það dugði ekki og þurftu því allir dómararnir að skoða þetta atvik aftur á myndbandi. 

Niðurstaðan flagrant 1 villa á Rondo og tæknivilla á Hinrich.  Munurinn á refsingu fyrir flagrant 1 og flagrant 2 er að leikmaðurinn sem brotlegur er rekinn út af.  Skilgreiningin á flagrant 2 er: "If contact committed against a player, with or without the ball, is interpreted to be unnecessary and excessive, a flagrant foul--penalty (2) will be assessed."  Dæmi nú hver fyrir sig.


Hvað gerðist í faðmlagi Hedo og Sam?

Í myndbandinu fyrir þennan leik sást mjög illa hvað var um að vera þegar þeir drengir föðmuðust eftir olnbogaskotið frá Dalembert í grillið á Turkoglu.  Lítur út eins og Turkoglu sé bara að kúra sig hjá Dalembert en hér kemur skýringin á þessu öllu.  Dalembert gerir sér lítið fyrir og kyssir Tyrkjann á ennið og brosir svo eins og hálfviti á eftir.  Hedu skiljanlega ekki að meika þetta og reynir eins og hann getur að sleppa frá.  Þetta er held ég með því steiktasta sem ég hef séð í boltanum.

Hedo-kiss-3

Hedo-kiss-4

Hedo-kiss-2

Hedo-kiss-1


Pólski hamarinn

Dalembert fær bara ekki frið.  Ef það er ekki Howard að troða í grímuna á honum þá er það Gortat.  Svakaleg troðsla.


The Truth Is Out There

Dáldið einkennandi fyrir seríuna hjá Paul Pierce.  Þó hann sé að spila ágætlega í þessum leikjum virðist hann ekki vera jafn öruggur á lokamínútunum eins og maður á að venjast.  Láta Noah af öllum stela þessari sendingu af sér í krönsj tæm og ekki nóg með það heldur láta hann troða þessu svo í andlitið á sér strax á eftir.  Spurning um að ná í hjólastólinn fyrir hann og athuga hvort hann komi ekki sterkari inn eftir það?


Sixers gáfust upp á lokasprettinum

Orlando Magic vs. Philadelphia 76ers 114-89 (4-2) 

Ekki virtist það skipta miklu máli að Dwight Howard var í banni í þessum leik.  Sigurinn var nánast öruggur allan tímann hjá Orlando.  Stór leikur hjá Marcin Gortat sem fyllti mjög vel í skarðið fyrir Howard með 11 stig og 15 fráköst. 

Kom í ljós að Sam Dalembert er drullusokkur og átti þennan olla frá Howard vel skilið þar sem hann ákvað að negla einum sjálfur í grillið á Turkoglu.  Turk varð alveg bandvitlaus og réðst að Dalembert en faðmaði hann svo bara og fór að sleikja á honum hálsinn.  Dómararnir dæmdu kynvillu á Turk og sendu hann í tyrkneskt gufubað og svo kalda sturtu.


Later, T-Mac!

Portland Trail Blazers vs. Houston Rockets 76-92 (2-4) 

Houston áfram í fyrsta sinn síðan 1997 og ekki var það T-Mac sem kom þeim þangað, en eins og allir vita þá er T-Mac hrökkbrauð eftir hentisemi og er núna "meiddur" af því hann nennir ekki að spila lengur fyrir Houston.  Rick Adelman þjálfari Houston fékk að lesa um það í fjölmiðlum á sínum tíma að hann væri meiddur.  Hann verður sennilega sendur eitthvað annað í sumar.  Houston mæta því Lakers í næstu umferð og fær þá Artest að minnsta kosti fjóra leiki til að játa Kobe ást sína á honum.


mbl.is Houston komst áfram í fyrsta sinn frá árinu 1997
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Epic

Boston Celtics vs. Chicago Bulls 127-128 (3-3) 

Þessi sería er löngu orðin epísk og fer klárlega í sögubækurnar sem ein af þeim skemmtilegustu og mest spennandi.  Oddaleikur og fjórir af þessum sex leikjum sem búnir eru hafa farið í framlengingu, einn í tvöfalda og nú þessi í þrefalda framlengingu.  Í þessum leik skiptust liðin 21 sinni á að leiða og 17 sinnum var jafnt.  Bulls ætla greinilega ekki að gefa neitt eftir og hafa heldur betur lagt stein í götu Boston á leið þeirra til að verja titilinn.  Þetta er galopið og hvort liðið sem er getur sigrað þetta.  Chicago er búið einn leik á útivelli í þessari seríu og gæti hæglega gert það aftur. 

Það er lítill meistarabragur á Boston liðinu.  Pierce dettur inn þegar honum hentar en Allen hefur verið að stíga upp á hárréttum tíma eftir slæma byrjun og var með 51 stig.  Rondo var ekki að finna sig sóknarlega en gaf þó 19 stoðsendingar.  Salmons með 35 fyrir Bulls og 5/9 í þristum. Rose með 28 og Brad Miller með 23 og 10 fráköst en hann hefur verið Chicago mjög mikilvægur í þessari seríu.  Þetta treid sem skilaði Miller og Salmons til Chicago hefur heldur betur borgað sig. 

Það er heldur betur að færast hiti í leikinn núna og ásetningsvillur og tæknivíti fara nú að hrúgast inn.  Miller með lausa tönn og Pierce með blóðnasir.  Svona á þetta að vera!  Oddaleikurinn annað kvöld.


mbl.is Chicago vann Boston eftir þríframlengdan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Busta Rhymes - Respect My Conglomerate ft. Lil Wayne & Jadakiss (Video)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband