NBA molar
26.11.2009
Jason Kidd er nú með næst flestar stoðsendingar ever í NBA deildinni. En á enn um 5.500 stoðsendingar eftir til að ná John Stockton.
Brandon Roy vill ekki syngja þjóðsönginn fyrir hvern leik eins og allir aðrir heilaþvegnir Bandaríkjamenn. Þá hlýtur hann bara að vera kommúnisti!
Hnémeiðsl Jameer Nelson verri en haldið var í upphafi.
Shaq ætlar að greiða fyrir jarðarför 5 ára stúlku sem var rænt og myrt í Norður Karolínu fyrr í mánuðinum.
Chris Paul veitir Darren Collison, nýliða New Orleans, leiðsögn og með góðum árangri. Collison alla vega skeindi sér á Brandon Jennings í nótt.
Hvern vill Dwyane Wade mest hafa með sér í liði? Dwight Howard.
Lou Williams, bakvörður Philadelphia 76ers er kjálkabrotinn og verður frá í 8 vikur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allen Iverson hengir skóna á hilluna
26.11.2009
Einn besti bakvörður í sögu deildarinnar, Allen Iverson hefur sagt skilið við NBA deildina í bréfi til aðdáenda sinna:
TO ALL OF MY FANS:
I would like to announce my plans to retire from the National Basketball Association. I always thought that when I left the game, it would be because I couldn't help my team the way that I was accustomed to. However, that is not the case.
I still have tremendous love for the game, the desire to play, and a whole lot left in my tank. I feel strongly that I can still compete at the highest level.
Stepping away from the game will allow me to spend quality time with my wife and kids. This is a reward that far exceeds anything that I've ever achieved on the basketball court. I have prayed for this day and I see it as my greatest gift.
Boston Celtics höfðu velt því fyrir sér að pikka hann upp en ekkert varð af því. Að mínu mati ömurlegur endir á annars frábærum ferli Iverson. Hefði viljað sjá hann spila áfram hvort sem hann kom af bekknum eða ekki.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessum manni hefur ekki enn verið boðið að taka þátt í All-Star troðslukeppninni, sem er skandall!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stelpur geta líka troðið
25.11.2009
Gamalt myndband af Brittney Griner, (sem er kvenmaður ef það fór framhjá einhverjum) 203 cm miðherji sem spilar nú fyrir Baylor háskólann í NCAA háskóladeildinni. Treður eins og enginn sé morgundagurinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef körfubolti væri myndlist...
25.11.2009
...væri Kobe Rembrandt. Þvílíkur listamaður. Búinn að bæta öflugum post-game í vopnabúrið sitt og er nú nánast óstöðvandi hvaðanæva á vellinum. Spinnar hér í gegnum tvídekkun Knicks (frekar slök tvídekkun reyndar) eins og að drekka vatn. Nokkuð viss um að ansi margir leikmenn deildarinnar hefðu dottið á hausinn við að reyna þessa hreyfingu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nate Robinson með absúrd bözzer
25.11.2009
Á rétta körfu í þetta skiptið...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
NBA molar
24.11.2009
Brook Lopez með krumpaðan ökkla.
Chris Paul er allur að koma til.
Eddy Curry ætlar að dekka Kobe í kvöld. Good luck with that!
Abe Pollin, eigandi Washington Wizards, látinn 85 ára að aldri.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ron Artest hjá Jimmy Kimmel
24.11.2009
Eðlilegur? Veitiggi. Er annars einhver að kaupa það að hann hafi haft stærðfræði sem aðalgrein í háskóla?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Brandon Jennings er mannlegur
24.11.2009
Ég hlýt að hafa jinxað hann fyrir leikinn í nótt, og hver annar en Tony Parker að rúlla yfir hann þar sem hann leit út eins og nýliði í fyrsta skiptið í vetur.
All eyes were on rookie Brandon Jennings going into this game and the rookie struggled as the Milwaukee Bucks fell to the San Antonio Spurs 112-98. Jennings was just 6-21 from the field and also struggled on the defensive side of the court defending Tony Parker and George Hill.
HookUp: HoopsWorld
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Greg Oden fær það óþvegið frá Rose og Noah
24.11.2009
Oden átti nú reyndar svar við þessu stuttu síðar. Minnir óneitanlega á Shaq í gamla daga.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýliðinn Brandon Jennings hefur heldur betur komið mörgum - ef ekki öllum - skemmtilega á óvart það sem af er tímabilinu. Í þeim 11 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Bucks hefur hann sett yfir 25 stig að meðaltali; 4,4 fráköst; 5,5 stoðsendingar; einn stolinn bolta í leik og með aðeins 3,4 tapaða bolta - svo ekki sé talað um 48% skotnýtingu. Hreint ótrúlegar tölur fyrir nýliða sem fáir höfðu trú á, þar með talið ég. Útlitið var ekki gott í sumar þegar hann lét dæluna ganga í viðtali sem óvart lak út.
Öllum að óvörum er þarna um að ræða mikinn vinnuþjark sem tilbúinn er að leggja mikið á sig til að ná árangri, þrátt fyrir að hafa ákveðið að sækja reynslu til Evrópu frekar en í háskólaboltanum. Alltaf mættur fyrstur á gólfið fyrir hvern leik og tekur yfir þúsund skot á dag til að halda strokunni góðri.
Nú nýlega ákvað ESPN að breyta sýningartímum sínum til þess að ná leik með Jennings og Bucks í beina útsendingu yfir öll Bandaríkin sem hefur ekki gerst í langan tíma. Fram að þessu var Bucks liðið algerlega gleymt og ekki leit út fyrir góðan vetur hjá þeim þar sem þeir höfðu látið Charlie Villenueva frá sér fara og með Michael Redd í meiðslum. En viti menn nú standa þeir í þriðja sæti austurdeildarinnar með lið eins og Boston Celtics og Cleveland Cavaliers fyrir neðan sig og stór ástæða fyrir því er smávaxinn og horaður bakvörður að nafni Brandon Jennings.
Myndböndin hér að neðan sýna stutt innslag frá NBA-TV um 55 stiga leikinn hans gegn Golden State þar sem hann mætti öðrum öflugum nýliða, Stephen Curry og einnig viðtal við hann eftir leikinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hotspots á NBA.com er alveg magnaður fídus þar sem hægt er að sjá nýtingu leikmanna eftir svæðum á gólfinu, og því hægt að sjá hvaðan menn eru að setja niður flest skotin sín. Ef Chris Paul, leikmaður New Orleans Hornets, er skoðaður í þessu kerfi fyrir þetta tímabil sést um hversu ótrúlega leikmann er verið að ræða. Ekki nóg með það að vera með tæplega 60% skotnýtingu (85/143) og þar af 65% nýtingu utan þriggja stiga línunnar samkvæmt official tölfræði deildarinnar, þá virðist gaurinn vera að hitta hvaðan af á gólfinu. Aðeins einn blettur á gólfinu þar sem hann er ekki yfir 50% og það er efst á lyklinum, en þar er hann með 44% sem er vel ásættanlegt. Þess má einnig geta að hann leiðir deildina í Player Efficiency Rating með 33,77 og True Shooting Percentage 70,6%.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)