Brandon Jennings setur 55 stig

Er þessi drengur að fara að verða næsta ofurstjarna deildarinnar?  Fór til Ítalíu eftir high school vegna aldurstakmarka NBA deildarinnar og þegar hann fór í draftið höfðu margir efasemdir um hann og hvort hann hefði það sem þyrfti til að spila í þessari deild.  Jennings hefur verið ein risastór stigamaskína síðan tímabilið hófst og leiðir Millwaukee liðið með 25,6 stig í leik.  Hann er að taka að meðaltali 20 skot í leik en hann setur líka niður helming þeirra.  Einnig með 56,7% þriggja stiga nýtingu sem er alveg hreint fáránlegt með yfir 4 tilraunir í leik.

Í þessum leik var hann með "aðeins" 10 stig í hálfleik.  29 stig í þriðja hluta og 16 í þeim fjórða.  45 stig samtals í seinni hálfleik.  Crazy.

Jennings hefur greinilega allt sem þarf til að brillera inni á vellinum, nú er bara að vona að hann hafi hausinn í að höndla sig utan vallar.


mbl.is Nýliðinn skoraði 55 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

var hann ekki á ítalíu með Loccomatia?

rúnar kárason (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Emmcee

Jú, hvað er ég að bulla?!  Rétt, Lottomatica Roma á Ítalíu.  Liðið sem Jón Arnór spilaði með á Ítalíu, þaggi?  Fannst allt í einu, einhverra hluta vegna, eins og hann hafi verið á Spáni með Rubio.  My bad.

Emmcee, 16.11.2009 kl. 00:20

3 identicon

Þessi gæji lookar hrikalega flottur og ef hann heldur rétt á spilunum þá er framtíðin björt, og þá meina ég BJÖRT. Ég horfði á þennan leik í nótt og þessi maður hefur allt! Fljótur, gott skot utan að velli, kemur sér á vítalínuna, gott decision making og bara lovely að fylgjast með þessum gutta, hann minnir mig á ungan Allen Iverson, nema hann er með betri stroku utan að velli heldur AI.

Arnór (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 00:35

4 identicon

Það sem mér finnst líka magnað er að hann var að skila lakari tölum á Ítalíu en Jón Arnór. Með tæp 6 stig og 2 stoðsendingar á 17 mínútum. Þetta sýnir manni bara hversu gjörólíkur bolti er spilaður þarna.

Trausti Stefánsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband