Seth vs. Adolf Ingi
22.4.2009
Sá á Mbl.is að Sigurður Elvar Þórólfsson sé nýkjörinn formaður Samtaka íþróttafréttamanna (hva... bannað að blogga um fréttina?!). Mjög jákvæðar fréttir þar sem Seth er frábær blaðamaður og ekki skemmir að hann er gamall djöfull úr körfunni n.t.t. með ÍA hérna bekk in ðe mekk. Hann hefur verið að skrifa mjög samviskusamlega um íslenska körfuboltann á Mogganum og á hrós skilið fyrir þau störf.
Það sem hins vegar vakti athygli mína í þessari frétt er að Adolf Ingi Erlingsson tapaði fyrir Seth í þessu kjöri. Ég býð ekki í það hefði sá gaur unnið. Þá fengjum við kannski að sjá meira af vinnubrögðum eins og myndbandið hér að neðan sýnir. Þetta er MJÖG FYNDIÐ. Gaurinn er svo ekki að nenna að vera í þessu viðtali og reynir að drepa Dolla með augnaráðinu.
Annars er greinilega mjög vinsælt að grínast í Dolla.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Fönný sjitt, Spaugilegt | Breytt 24.4.2009 kl. 13:55 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert ekkert búinn að commenta á síðunni hjá mér, það er komið fullt af nýju.
Jason Orri (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 22:45
Dolli er eitt mesta fífl sem ég hef talað við og hef ég talað við ansi mörg.
Ómar Ingi, 23.4.2009 kl. 00:31
Hann er alla vega með leiðinlegri íþróttafréttamönnum sem til eru.
Emmcee, 23.4.2009 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.