Sofandi vörn Orlando tapaði leiknum
20.4.2009
Orlando Magic vs. Philadelphia 76ers 98-100 (0-1)
Orlando Magic sváfu á verðinum og létu Philly éta hægt og rólega upp 18 stiga mun í seinni hálfleik og gátu svo ekki nema horft á meðan Andre Iguodala tryggði sigurinn þegar 2 sekúndur voru eftir af leiknum með skoti í andlitið á Turkuglu. Orlando byrjuðu mjög vel og virtust ætla að taka sýna Philly strax að þeir væru annað besta liðið í austrinu, en þá sofnaði vörnin. Sixers byrjuðu svo að saxa á með Miller, Iguodala og síðast en ekki síst gamla brýnið Donyell Marshall sem setti niður 3 þrista úr 4 tilraunum aðeins í fjórða hluta.
Bekkurinn hjá Orlando var alveg ónýtur en sömu sögu var heldur betur ekki að segja um Sixers, þar sem bekkurinn skilaði 42 stigum í pottinn. Theo Ratliff, annar öldungur hjá Sixers kom sterkur inn af bekknum og lét Howard vinna fyrir sínu. Courtney Lee var reyndar frábær í liði Orlando og virtist ekki geta klikkað á tímabili. Var að sökkvar langskotum og slassja að körfunni eins og vitlaus maður. Það hins vegar blasti allverulega fyrir mér nú þegar ég horfði á þennan leik að Dwight Howard er á untouchables-listanum hans David Stern. Hann komst upp með ansi margar 3 sekúndur og fékk dæmdar furðulegustu villur á þá sem voru að dekka hann. Hann jafnvel hékk í hringnum í einhverjar sekúndur eftir troðslu án þess að fá svo mikið sem áminningu fyrir. Alla vega fékk Al Harrington að kenna á þessari reglu fyrr í vetur.
Óvæntur sigur 76ers í Orlando | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Howard má hanga eins og hann vill og Lebron má hlaupa með boltann án þess að drippla.
Það er gott að veru vinur David Stern.
Dóri (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.