Nú þegar nánast hvert einasta mannsbarn á iPod er nauðsynlegt að eiga gott sett af heddfónum. Dr. Dre veit þetta og vann í samstarfi við Monster Cables að hinum fullkomnu hi-def heddfónum. Ég veit lítið um gæðin á þeim, tíðnisviðið þeirra er 20-20.000 Hz sem ætti að púlla ágætist bassa og þokkalegt fyrir heddfón sem eru targetuð á iPod notendur og plötusnúða. Mér finnst þau bara lúkka alveg sjúklega vel. Orginal liturinn er svartur með rauðu lógói en þessi hér að ofan eru eitthvað custom made. LeBron James og Kobe Bryant hafa fengið heddfón í liðslitunum og rapparinn Charles Hamilton fengið sín bleiku. Verðmiðinn er brattur fyrir kreppta Íslendinga eða um $300 sem jafngildir um 37 þús ISK á gengi dagsins.
Tjekkit: BeatsByDre.com
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Lífstíll, Stöff | Breytt 10.9.2009 kl. 22:54 | Facebook
Athugasemdir
Lebron keypti svona headphones handa öllum leikmönnum bandaríska landsliðsins fyrir Ólympíuleikana í fyrra.
Þeir voru allir eldhressir með þetta á kantinum í upphitun fyrir einhverja leiki m.a.
President (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 13:21
Þú meinar að Monster Cable sendi 'Bron 15-20 stk til að gefa strákunum í liðinu. Kallar eins og LeBron James þurfa nánast ekki að kaupa eitt né neitt. Íronían er að því frægari og ríkari sem þú ert þeim mun sjaldnar og minna þarftu að borga fyrir hluti.
Emmcee, 1.4.2009 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.