20 mínútna körfubolti
16.1.2010
Hvenær í ósköpunum ætlar liðið mitt, Íþróttafélag Reykjavíkur að átta sig á því að körfuboltaleikur spannar 40 mínútur af leiktíma?! Þetta er því miður vandamál sem plagað hefur liðið í mörg ár. Leikinn er körfubolti í 2x10 mínútur, farið inn í hálfleik og menn mæta svo ekki inn á völlinn eftir það.
Þetta var nákvæmlega meinið í leik ÍR gegn KR í gærkvöldi. Menn mættu þokkalega sprækir í fyrri hálfleik, þó mér hafi fundist þeir leika undir getu. Menn fóru í hálfleik 6 stigum undir, og leikurinn enn opinn. Því næst mæta menn algjörlega sofandi út á völlinn, sáttir við að klára hálfan leik með litlum mun og ákveða að pakka bara saman og kveðja. KR gersamlega niðurlægði ÍR-inga á sem verstan hátt. Troðslur hægri vinstri, yfir hausa og í andlit. Leikmenn ÍR báru endalausa og óverðskuldaða virðingu fyrir andstæðingum sínum. Ekki var sú virðing endurgoldin því KR óð yfir heimaliðið á skítugum skónum. Dómgæslan var samt skelfileg í þessum leik og jafn reyndum dómurum og flautuðu þennan leik ekki til sóma. Það er hins vegar engan veginn afsökun fyrir skelfilegum leik ÍR liðsins í seinni hálfleik þessa leiks.
Kamán gæs... rífa þetta helvíti upp hérna fyrir vorið.
P.s. ég skora á Sport TV að taka hælæts úr þessum leikjum sem þeir senda beint út, þá á ég við jafnvel samantekt eins og NBA.com gerir og t.d. flottustu tilþrifin, og skelli þeim á YouTube. Það er allt of oft sem frábær tilþrif í IE deildinni verða að engu vegna þess að þau voru ekki fest á myndband og fá því enga dreifingu.
Mynd: Karfan.is
KR burstaði ÍR 103:76 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Iceland Express deildin | Breytt s.d. kl. 13:41 | Facebook
Athugasemdir
Það er nauðsynlegt að fá klippur úr þessum leik. Man ekki eftir körfuboltaleik á Íslandi þar sem jafn margar troðslur hafa sést.
Jón Orri með 4 alvöru-trölla-miðherja-troðslur. Semaj með 3 troðslur, þar af eina yfir hálft ÍR-liðið og að lokum 16 ára gutti, Kristófer Acox sem tróð með tilþrifum á lokamínútu leiksins.
Dóri (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:17
einmitt, kreiva klippur úr þessu
Grétar (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:51
Ómar Ingi, 16.1.2010 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.