Færsluflokkur: Íþróttir

Big Baby gáfnaljós

Ég hef sagt það áður að það er ástæða fyrir því að hann er kallaður "Big Baby"... Um Orlando Magic:

"They don't want to leave. We're going to have to throw them out. It's just like somebody renting a house."

Djúpt


Shannon Brown


Ótrúlegt hustle play frá Rondo í G3

Þetta er serían í hnotskurn.  Boston vill bara meira en Orlando.  Ég er ósammála þeim sem segja þetta skref því um leið og hann nær tökum á boltanum þá stoppar hann eða hættir að renna og stendur upp á einhverju ótrúlegum hraða.  Þvílík snerpa og handafimi.  Skilur svo J-Will eftir í steypuskóm að reyna að átta sig á því hvað hafi gerst. 

Sammála Svala með þetta atriði - í sturtu með J-Will eftir þetta klúður. 


Kobe The Facilitator

Einn NBA spekingurinn sagði við mig um daginn að fátt gæti stöðvað Lakers liðið þegar það spilar eins og það hefur núna gert í úrslitum vestursins.  Það er nokkuð til í því en fyrir mér birtist þetta þannig að ef Kobe Bryant heldur áfram að spila eins og hann hefur gert í þessum tveim leikjum sem búnir eru af þessari seríu, er ekkert sem getur stöðvað Lakers liðið.

40 stiga skothríð í fyrri leiknum og nú síðast í gær, hógvært 21 stig en mikilvægar 13 stoðsendingar.  Kobe leikstýrði liðinu nánast í gegnum hverja og einastu sókn á meðan hann var inn á vellinum og var iðinn við að finna opna menn þegar tvídekkanir nálguðust.  Jú, Lakers voru að hitta eins og rottur (9/16 fyrir utan og 45/78 total) og erfitt að fást við lið almennt í svona ham en skotin sem þeir voru að fá voru nánast alltaf galopin og það vegna þess að Kobe var að finna skytturnar í góðum færum.  Gasol blómstraði einnig í þessu óvænta örlæti Kobe Bryant í gær, með 29 stig. 

Phoenix Suns hafa ekki spilað góða liðsvörn í þessum leikjum og vissulega má því um kenna árangur Kobe Bryant í þeim.  Þeir geta jafnvel ekki varist sjálfir því leikkerfi sem hefur hvað heppnast best fyrir þá sjálfa í þessari úrslitakeppni.  Sagt er að best sé að spila physical vörn á Kobe og gefa honum sem minnst pláss en ég hef ekki enn séð leikmann sem gæti komið því í verk í heilar 35-48 mínútur.  Þegar á botninn er hvolft held ég að Kobe sjálfur hafi hvað mest áhrif á það hvort varnarmaður hans geti dekkað hann eða ekki.


Orlando Magic þurfa að pappíra sig

Austurdeildin virðist ætla verða óttaleg froða, að undanskyldu Boston Celtics liðinu það sem af er þessari úrslitakeppni.  Eyði nú ekki orðum í Charlotte, Atlanta og Miami, en LeBron James og liðið með besta recordið í deildinni skitu upp á bak gegn Boston í annarri umferðinni (hver sem ástæðan er) og nú eru Orlando Magic, næst besta liðið í deildarkeppninni komið í djúpa 0-2 holu gegn Boston.  Celtics tókst á kippa Dwight Howard allsvakalega úr sambandi í leik 1 en í leik 2 mætti annar Superman til leiks en kellingin Carter skeit á sig á línunni og Redick brann yfir í lokin og gleymdi að taka leikhlé eftir gríðarlega mikilvægt frákast. 

Margir hafa drullað yfir sóknarleik Dwight Howard eftir fyrsta leikinn gegn Celtics. Hann er enginn Hakeem eða býr ekki yfir jafnmiklum styrk og Shaq gerði á sínum tíma, en það er engum blöðum um það að fletta að drengurinn getur verið helv. öflugur í sókn þegar það er uppi á honum sá bragurinn.  Snillingarnir hjá Hardwood Paroxysm ræða muninn á hræinu sem spilaði í búning nr. 12 í fyrsta leiknum og D12 sem mætti til leiks í þeim seinni.


Svakalegasta næstum-troðsla allra tíma

Hefði viljað sjá þessa fara oní.  Daaaaaayyyyyuuuummmm!

ept_sports_nba_experts-774968378-1274190131

ept_sports_nba_experts-610351002-1274190154

ept_sports_nba_experts-373049618-1274190365


Rasheed Wallace rookie punked

Chris Webber hefur verið vinnustaðagrínarinn í Washington Bullets á sínum tíma...


LeBron bjallaði í Derrick Rose eftir tapið gegn Celtics

Nice... 

Shortly after Cleveland was eliminated by Boston in the second round of the Eastern Conference playoffs, LeBron James placed a call to Bulls guard Derrick Rose.

What did they talk about?

Word is, James said he likes Rose's game, likes his team and would welcome the chance to play together.

Ætli hann hafi verið að spyrja hann hvort hann þekkti einhverja thugs þarna í Chi-Town sem gætu bankað í Delonte West fyrir hann?

HookUp:  The Daily Herald


Pick & Roll fyrir lengra komna

Magnað að sjá hvernig Steve Nash tekst að nýta alla tilfallandi möguleika út frá þessu einfalda kerfi.  Nash er ótrúlegur (sóknar)leikmaður.  Verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta tekst gegn stóru strákunum í Lakers.


Orlando - Boston leikurinn allur í einni mynd

ept_sports_nba_experts-144309010-1274098848


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband