Færsluflokkur: Íþróttir
Bulls semja við CJ Watson
21.7.2010
3 ár og $10 mills... Maður hlakkar stanslaust meira til að sjá þá spila í haust.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...og egóin blásast út
21.7.2010
Dwyane Wade um komandi leiktíð:
"There's going to be times when we might lose one, two games in a row, maybe two games, three games in a row, you never know. It's going to seem like the world is crashed down. You all are going to make it seem like the World Trade has just went down again. But it's not going to be nothing but a couple basketball games lost and we'll have to get back on track."
Diva? Hann þurfti síðan að biðjast afsökunar á samlíkingunni við 9/11.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hélt ég ætlaði að yfirlýsa John Paxon og Derrick Rose réttdræpa þegar ég sá í hvað stefndi með LeBron James málið. Það er löngu vitað að John Paxon er fífl en að Derrick Rose ætlaði að standa í vegi fyrir því að besti körfuboltaspilari á jörðinni kæmi til liðs við Bulls ætlaði ég aldrei að trúa. LeBron James gæti verið leiðinlegasti maður á jörðinni en hann myndi samt gera hvaða lið sem er í deildinni að contender. En getur hann komið því alla leið?
Að mínu mati þarf meira en leikmann sem getur skorað hvaðan af á vellinu til að vinna titla. MJ áttaði sig á því. Það tók Kobe nokkur ár að skilja það. LeBron James veit það manna best í dag og skýrir að mörgu leyti ákvörðun hans í síðustu viku. Hið háaldraða Boston Celtics lið sýndi það í verki í vor að það er hægt að stöðva hvern sem er, ef hann vill ekki sigurinn nógu mikið. Þar af leiðandi, eftir mikla umhugsun, syrgi ég ekki ákvörðun LBJ að ganga ekki til liðs við Bulls. Að spila undir öllum þessum meistaratitilsborðum sem hanga í United Center í boði Michael Jordan hefði líka verið of mikil pressa fyrir hann. Auk þess heyrði ég af því að James hafi sett þau skilyrði allir vinir hans fengju vel launaða vinnu hjá liðinu, líkt og Cavs hafa gert með dekri sínu við hann. Því kann ég Rose og Paxon þakkir fyrir að leggjast ekki svo lágt. Hins vegar er ég einnig sáttur við að þeir sóttu ekki Joe Johnson í staðinn líkt og Rose hafði óskað eftir. Þar fer ofmetið kvikindi sem mun aldrei vinna neitt.
Paxon og félagar hafa ekki setið auðum höndum í sumar eins og allt útlit var fyrir. Hafa nú gengið frá samningum við Utah-mennina Carlos Boozer og Kyle Korver, auk þess sem samkomulag hefur náðst við J.J. Reddick sem Orlando hefur enn möguleika á að jafna. Bulls eru að borga allt of mikið að mínu mati fyrir Boozer ($80M á fimm árum) en hann er solid 20-10 leikmaður þó risarnir í Lakers hafi pakkað honum saman í vor. Booz er mjög consistent leikmaður, og skilar nánast alltaf öruggum tölum, ólíkt Tyrus Thomas sem Bulls sendu til Bobcats í fyrra. Bulls var frákastahæsta liðið í deildinni í fyrra og er vonandi að Booz bæti þar bara við.
Bulls var með þriðju slökustu þriggja stiga nýtinguna í deildinni á liðinni leiktíð og þar koma hinir tveir til skjalanna. Korver og Reddick eru báðir career 40% þriggja stiga skyttur og eflaust ætlað að teygja á vörninni með ógn að utan og gefa Boozer og Noah meira svigrúm undir körfunni. Korver er vita gagnslaus innan þriggja stiga línunnar en getur verið deadly þar fyrir utan. Reddick hins vegar hefur mun meira vopnabúr og hefur farið gríðarlega fram á undanförnum tveim árum. Eins og áður sagði er samkomulagið við Reddick háð viðbrögðum frá Magic en það er ekki búist við að þeir jafni tilboðið þar sem þeir hafa nú þegar samið við Quentin Richardson.
Einnig er uppi hugmynd um að Bulls semji við Shaq og nýti mid-level undanþáguna í það. Ég hef heyrt margt vitlausara en einnig margt gáfulegra og hef litla trú á að það gangi eftir.
Já, það er útlit fyrir þokkalegt tímabil hjá Chicago Bulls með þessu viðbótum auk þess sem nýr þjálfari hefur tekið við taumnum sem miklar vonir eru bundnar við.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gjemli með nokkur orð um LeBron & The Decision:
Allen said the LeBron James saga, which ultimately saw him announce he was bringing his talents to South Beach during an hour-long ESPN spectacle last Thursday was the biggest pain in the butt of the free-agent process because teams were in a holding pattern until the fates of James, Dwyane Wade and Chris Bosh settled.
Put me on the phone and give me 15 seconds to say where Im going, he said of how he chose to handle his free agency.
Allen said he expects a circus atmosphere in Miami next year and that the Heat will be just one contender for Bostons thrown in an Eastern Conference that was already better than most credited.
HookUp: Red's Army
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The Don
13.7.2010
Don Stern tjáir sig um "The Decision"
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Michael Beasley sendur til Minnesota
11.7.2010
Miami Heat sendu Michael Beasley til Minnesota Timberwolves um daginn fyrir draft pick í annarri umferð í 2011 draftinu. Einkennilega lítið að mínu mati og bjóst ég við að meira fengist fyrir þennan efnilega leikmann sem þó hefur ekki tekist að sýna neinar rósir hjá Miami. Svo kemur þetta í ljós...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einhvern veginn finnst manni eins og þetta hafi verið ákveðið fyrir lööööngu síðan...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)