Færsluflokkur: Íþróttir
Scalabrainy
25.8.2010
Ein klassík úr The Brian Scalabrine Highlight Reel...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað verður um Vince Carter?
25.8.2010
Það er engum blöðum um það að fletta að Vince Carter hefur átt glæsilegan feril að undanskilinni þeirri staðreynd að hann hefur ekki enn unnið til meistaratitils. Leikmaður ríkari á líkamlegum hæfileikum en Vince Carter er vandfundinn. Útlit var fyrir að Carter fengi tækifæri til að bæta við þessum eina bita í pússlið sem vantaði fyrir síðasta tímabil þegar honum var skipt til Orlando Magic, sem höfðu farið alla leið í úrslitin gegn Lakers það sumar. Þrátt fyrir að vera í einu allra besta liði sem hann hefur spilað með virtist honum ganga oft á tíðum illa að finna taktinn með því, þó hann hafi átt stórkostlega leiki þess á milli. Tölurnar hans voru samt alls ekki skelfilegar, m.t.t. þess að hann spilaði töluvert færri mínútur, eða 7 mínútur frá career meðaltali. Það var samt eitthvað sem var ekki að virka. Vonbrigðin náðu þó hámarki þegar hann púllaði Nick Anderson á þetta og tjókaði á línunni á ögurstundu í leik 2 í úrslitum austursins gegn Boston Celtics í vor - leikur sem Orlando hreinlega varð að vinna. Carter nánast hvarf eftir það og Magic voru sendir heim eftir 6 leiki. Orlando unnu samt 2 af þessum 6 leikjum þar sem Carter spilaði 30 og 25 mínútur.
Carter skortir ekki hæfileikana. Manni finnst samt eins og hann skorti hugarfarið - winners mentality, killer instinct eða hvað sem þið viljið kalla það. Nú er þessi magnaði leikmaður orðinn trade bait fyrir Orlando með risastórann samning sem rennur út 2012 (2011/12 árið er reyndar með valréttarákvæði fyrir liðið (e. team option) upp á $18M sem ég stórefast að eitthvað lið muni nýta sér, svo hann getur verið laus undan samningi eftir næsta tímabil). Carter hefur t.d. verið nefndur í mögulegum pakka sem Orlando gæti sent til Denver fyrir Carmelo Anthony. Allar líkur benda til þess að Vince Carter verður kominn með nýtt heimili áður en febrúarmánuður nk. er liðinn.
Kíkið á þessa ótrúlega mögnuðu samantekt MaxaMillion711 á síðasta tímabili Vince Carter hjá Orlando Magic... í þremur hlutum og 38 mínútum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hressir þarna í Serbíu
22.8.2010
Og þetta átti að vera "vináttuleikur"
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The G.O.A.T.
19.8.2010
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Donald Sterling er ekki alveg með þetta
19.8.2010
A couple of months ago this was going to be the summer of all summers for the Clippers, a fresh start, a chance to hire a new coach, $17 million in cap space to go after LeBron or other big names like him and make a huge splash.
And so they signed Randy Foye and Ryan Gomes.
Or, as Sterling put it, "If I really called the shots we wouldn't have signed Gomes and what's the other guy's name?
"You know, they told me if we built a new practice facility we'd attract all the top players in the game," Sterling adds. "I guess I should have doubled the size of this place."
He's no different than most Clippers fans.
"I swear to you, I never heard of these guys," Sterling says, "but what if the coach says he wants them?"
Og svo velta menn því fyrir sér hvers vegna Los Angeles Clippers gangi alltaf svona illa. Kannski vegna þess að eigandi liðsins hefur ekki hugmynd um hvað allt þetta snýst. Ég hélt að það væri nóg fyrir liðið að losa sig við Mike Dunleavy en svo virðist sem rót vandans nái dýpra.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
STAT var monster í highschool
13.8.2010
Þetta er bara ridiculous... WTF með tónlistina annars?!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Charles Barkley er ekki sáttur við twitter kommentið hans LeBron um daginn þar sem hann sagðist vera að punkta hjá sér hver væri að dissa hann.
I heard about LeBrons tweet well I want him to make sure he puts my name on there. His little one hour special was PUNK move. Them dancin around on stage was a punk move. If he takes that as criticism, so be it. He knows where I am, I dont run. Im on tv every week.
Hes got enough people kissing his ass with his family and all the people who work for him, Barkley said. We dont have to tell him what he wants to hear all the time That one-hour special, them jumping around on stage like punks, that wasnt cool to me. From a basketball standpoint, I wish he had stayed in Cleveland, and if he takes that as criticism, so be it.
Spurning að Barkley slaki aðeins á sósunni. Komandi tímabil í NBA verður alltaf meira og meira spennandi.
HookUp: CBS Sports
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Chris Paul fer hvergi... ennþá
12.8.2010
Gengið var frá fjögurra liða, fimm leikmanna skiptum í gær þar sem New Orleans Hornets, Houston Rockets, Indiana Pacers og New Jersey Nets skiptust á leikmönnum. Trevor Ariza fer til Hornets, Troy Murphy fer til Nets, Courtney Lee fer til Houston og Darren Collison og James Posey fara frá New Orleans til Indiana.
Indiana Pacers fara heim með vinninginn eftir þessi viðskipti. Láta frá sér Troy Murphy sem er jú solid 15-10 leikmaður þegar hann getur spilað en hann hefur ekki spilað heilt tímabil frá því hann var nýliði. Fá í staðinn gamlan ref í James Posey sem getur heldur betur dottið sterkur inn þegar hann tekur sig til og einn efnilegasta PG deildarinnar í Darren Collison. Sá gutti hefur verið undir góðri handleiðslu Chris Paul síðastliðið tímabil og fyllti heldur betur og í skarðið sem Paul skyldi eftir sig á meðan hann var í meiðslum góðan hluta tímabilsins.
Hornets finnst mér hins vegar vera að tefla á tæpasta vað með þessum hreyfingum. Fá jú fínasta leikmann í Trevor Ariza sem er 15 stiga maður sem spilar einnig góða vörn, en láta hins vegar frá sér Collison. Ákveði svo Chris Paul að pakka í tösku og beila sumarið 2012 verða þeir í tómum vandræðum. Hornets sendu einnig frá sér Julian Wright til Toronto fyrir Marco Belinelli í gær.
Nets taka sjensinn á Troy Murphy og Rockets fá Bónus-útgáfuna af Trevor Ariza í Courtney Lee.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Durantula is a beast!
11.8.2010
Kevin Durant skólar nokkra gaura í götubolta. Gaman að sjá leikmann sem getur skorað nánast að vild í NBA deildinni nenna og hafa gaman af því að spila pick-up bolta á sumrin. Kannski þess vegna sem honum fer fram á hverju ári. Þessi gutti er óhræddur við að hafa fyrir hlutunum og er að uppskera eftir því.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)