Færsluflokkur: Íþróttir
Hin smergjaða dómgæsla í NBA deildinni
27.10.2010
Dómarar verða að einbeita sér að meiru en að fleygja tæknivillum þvers og kruss, en þetta er einmitt partur af nýju skrefareglunni sem King James fékk í gegn í fyrra.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Upprifjun: Pac-Man neglir á Reign Man
27.10.2010
Sjáið hraðann á kvikindinu...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Houston Rockets ca. 1986
27.10.2010
Stundum saknar maður níunda áratugarins ekki neitt...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dwyane Wade - Dominate Another Day
27.10.2010
Miami Heat verða einmitt að dóminera einhvern annan dag því þeir gátu ekki drullu gegn Celtics í nótt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
NBA tímabilið byrjar í kvöld
26.10.2010
Ég er ekki frá því að fyrsta leik nokkurs NBA tímabils hafi nokkurn tíman verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu og sá leikur sem mun hefjast í TD Garden kl 23:30 í kvöld. Það eru hvorki meira né minna en turnarnir tveir í austurdeildinni sem munu heyja baráttu í fyrsta leik vetrarins. Hinir nýju Big 3 mæta hinum gömlu Big 3. Það er þá heldur betur eldskýrnin fyrir hið nýja stórstjörnulið Miami Heat að þurfa að mæta austurstrandarmeisturunum síðan í fyrra í sínum fyrsta deildarleik. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir bæði lið að vinna þennan leik til sýna hinum liðunum í austrinu hver munir ráða ríkjum þar, en þó ekki síst fyrir Miami til að þagga niður í háværum gagnrýnisröddum.
Ekki vantar söguna á milli þessarra liða - þó hún sé ekki löng þá er hún þó nokkur. Boston sló út Miami í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrra 4-1 og Dwyane Wade hefur eflaust harm að hefna þar. Boston sló einnig út Cleveland 4-2 í annarri umferð þar sem LeBron James skeit upp á bak í fjórða, fimmta og sjötta leiknum. 'Bron vill eflaust sýna Boston að það sé ekki að fara að gerast aftur. Shaquille O'Neal sem spilað hefur bæði með Wade og James er nú kominn til Celtics og verður að öllum líkindum í byrjunarliði Boston. O'Neal og Wade hafa á misáberandi hátt eldað grátt silfur saman, þó ekki fari fyrir neinu nema vináttu milli Shaq og James. Shaq hins vegar hefur kallað Chris Bosh "RuPaul of Big Men" og Bosh vill eflaust leiðrétta það.
Þetta verður svo sannarlega epísk körfuboltaveisla með drama og troðslu hægri vinstri, en því miður hefur Stöð 2 Sorp Sport ekki séð sóma sinn í að reyna að redda sýningarrétti á þessum leik fyrir NBA þyrsta Íslendinga og þurfa þeir að mínu mati að fara að hysja allsvakalega upp um sig brækurnar fyrir þetta tímabil. Þetta er bara sorglegt.
Fram að leik mæli ég með að fólk kíki á þennan myndbandsbút um það sem koma skal.
Update! Nýjustu fregnir herma að leikurinn verði sýndur á Stöð 2 Sport í beinni útsendingu í kvöld og muni útsending hefjast kl 23:25. Stjórnendur Stöðvar 2 Sports létu verða af því redda okkur þessum leík í beinni og kann ég þeim góða þakkir fyrir - en af þessu hefði ekki orðið nema fyrir ykkur lesendur góðir og NBA fíkla, því þeir fóru ekki að hafa fyrir þessu fyrr en póstum og kvörtunum frá ykkur hafði rignt yfir þá. Vel gert hjá ykkur og hafið þakkir fyrir. Njótum vel í kvöld. Hver veit nema við verðum bara með live chat hérna eða á Facebook.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miami Heat Lose = Free Booze
26.10.2010
The gang at Whiskey Tango All American Bar & Grill are sure that The Heat are going to go undefeated this year. In fact, they are SO SURE of this that they are going to pay everyones tab the first time the team loses! (which we DOUBT will happen!)
HookUp: Whiskey Tango - All American Bar & Grill
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allen Iverson til Tyrklands
26.10.2010
Allen Iverson has agreed in principle to sign an incentive-laden, two-year, $4 million contract with Besiktas of the Turkish professional league, sources told Yahoo! Sports on Sunday night. Iverson plans to sign the contract this week, the sources said, and is expected to report to Besiktas the week of Oct. 31. Iversons contract will give him an opt-out clause after this season. Theres no escape clause during the season for Iverson to leave Turkey and return to the NBA. Iverson, 35, could make his debut for Besiktas on Nov. 6 in a game against Bornova. Besiktas played its first game of the season on Oct. 19 and is 1-1 in league standings.
HookUp: SlamOnline.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nike í ímyndarherferð fyrir gullkálfinn sinn
26.10.2010
LeBron James hefur eitt risastórt PR slys síðan hann "ákvað að fara með hæfileika sína til South Beach, Miami og spila fyrir Miami Heat" í sumar. Hann er nánast jafn hataður og hann er elskaður. Karlgreyið virðist varla vita í hvorn fótinn hann eigi að stíga utan vallar og virðist misstíga sig í nánast hverju skrefi. Það er hins vegar erfitt að gera öllum til geðs og fyrir mann á kaliberi eins og LeBron James, er það ómögulegt. Því hafa Nike ákveðið að taka upp hanskann fyrir gullkálfinn sinn og henda nokkrum milljónum dollara í 90 sekúndna auglýsingu til að vekja athygli á einmitt því. LeBron lætur alla "haters" heyra það og vekur athygli á því hversu erfitt það er að vera LeBron James. Hnýtir meira að segja í Barkley og sambærilega auglýsingu sem hann gerði fyrir Nike á tíunda áratugnum.
Mitt svar við spurningu LeBron James: "Spilaðu bara körfubolta, maður! Hugsaðu meira um leikmanninn LeBron James og liðið þitt og minna um vörumerkið LeBron James." Það sem mér finnst hins vegar skemmtilegast við þessi myndbönd á youtube eru kommentin fyrir neðan þau. T.d. á þessu kemur eitt alveg hilarious (sem mér sýnist vera búið að fjarlægja): "Should I call Delonte dad?" LOL!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kobe: "Erfiðast að dekka Brandon Roy"
25.10.2010
Aðspurður hvaða leikmann honum finnist erfiðast að dekka svaraði Kobe Bryant:
"Roy 365 days, seven days a week. Roy has no weaknesses in his game."
HookUp: SlamOnline.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)