Færsluflokkur: Íþróttir

Meistari Ron Artest er mættur aftur í vinnuna

Kirkja einn Knicksara sem enginn þekkir... tjekk.  Klóðslæna Amar'e Stoudamire... tjekk.  Setja upp svip eins og ég skilji ekki af hverju allir eru með læti út af því... tjekk.

Black Mamba approves:

"That's one of the strengths of Ron's game, to be able to do something like that."


Donald Sterling er drullusokkur

Untitled-2 

...og ekki bara það þá er hann creep líka.  Fyrrverandi GM Clippers-liðsins Elgin Baylor kærði nýverið uppsögn sína hjá liðinu og við vitnaleiðslur kom þetta fram um eiganda liðsins:

“While ignoring my suggestions and isolating me from decisions customarily reserved for general managers, the Clippers attempted to place the blame for the team’s failures on me,” Baylor said in the declaration. “During this same period, players Sam Cassell, Elton Brand and Corey Maggette complained to me that DONALD STERLING would bring women into the locker room after games, while the players were showering, and make comments such as, ‘Look at those beautiful black bodies.’ I brought this to Sterling’s attention, but he continued to bring women into the locker room.”

Skal einhvern undra að mórallinn sé slappur í þessu liði?  Hann hefur líka reyndar gargað ítrekað "fitubolla" inn á völlinn í átt að Baron Davis í leikjum, en ég ætla ekki að mótmæla þeim athugasemdum.

HookUp:  Pro Basketball Talk


Styttist þráðurinn í Ron Ron

Ronnie finnur hér einn pappakassann hjá Knicks til að pakka saman.  Virðist ætla að taka hálstak á honum en hættir svo við.  Latrell Sprewell hefði verið stoltur af þessu múvi.  Sáttur við Raymond Felton sem sér húmorinn í þessu og hlær bara á meðan hann ýtir Artest til baka.  Who the hell is Shawne Williams anyway?! 

Ron Artest hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið.  Career low tölur í nánast öllum tölfræðiþáttum á þessu tímabili og virðist ekki vera að finna sig í liðinu.  Á svo hörð orðaskipti við Phil Jax um daginn á æfingu sem var blásið upp af fjölmiðlum og talað um að loksins væri hinn sanni Ron Artest kominn aftur, eða sá Ron Artest sem er vandamál í deildinni og getur ekki átt samleið með neinum.  Vissulega hefur Artest sýnt gamla takta eftir að hann kom til Lakers en ekkert við jafnlítið tilefni.  Annars verður að hafa það í huga að Artest má ekki hnerra inn á vellinum án þess að dómararnir séu farnir að mynda T með höndunum og margir í deildinni reyna eftir fremsta megni að æsa hann upp.

Er Zen-meistarinn að missa tökin á Lakers liðinu?  Hvað er í gangi í Englabæ?  Eru Lakers menn farnir að ókyrrast?  Anyone?  Bueller?


Andrew Bynum sturtar á kollinn á Amar'e Stoudemire

...og lét svo reka sig út af vellinum skömmu síðar, fyrir að segja "Are you serious?"  Þeir eru viðkvæm blóm orðnir dómararnir í NBA deildinni.


Svakalegt hlaup Marshawn Lynch hjá Seattle Seahawks

Ríkjandi meistarar slegnir út úr keppni eftir þetta magnaða hlaup Lynch...


Samsæriskenning dagsins

í boði Nate Robinson og umfjöllunarefnið er All-Star troðslukeppnin 2011:

‘Of course. They set it up like that. They set it up for Blake to win it like that. But we’ll see. I’m not saying he can’t dunk, because he can. Though we’ll see how it goes. Hopefully the guys that are in there with him will give him some competition and put on a show. Because that’s all it’s for — it’s a show. That’s the whole meaning of the dunk contest.’

Ég verð að segja að miðað við þá sem hafa boðið sig fram á móti honum og bara hvernig NBA deildin hans David Stern fúnkerar, finnst mér þetta ekki vera fjarri lagi.  Samt finnst mér að Nate Robinson ætti að hafa sem minnst um þetta mál að segja því hann var í sömu stöðu þegar hann "vann" Dwight Howard um árið.

HookUp:  NBA.com


Hail Mary


Kris Kardashian dömpar á mína menn

Bulls meiri sulturnar að tapa þessum leik... Rose með 1 stoðsendingu og 5 TO... what gives?


Samdráttur vs. samþjöppun

lebron_james_check_my_stats_mainEkki misskilja að ég sé ekki illa haldinn af menntasnobbi þó ég taki fram, áður en lengra er haldið, að LeBron James hafi ekki farið í háskóla áður en hann fór í draftið.  Hann hins vegar hikstaði all verulega á orðinu "contraction" um daginn og misskilningur hans á orðinu varð til þess að mikill stormur myndaðist í vatnsglasi NBA deildarinnar. 

Fyrir skömmu sagði LeBron í viðtali að samdráttur (e. contraction) væri deildinni til góða og héldu þá allir að hann vildi láta fækka liðum í deildinni.  Vakti þetta hörð viðbrögð margra lakari NBA liðanna. 

LeBron varð hins vegar mjög hissa á öllu þessu fjaðrafoki og kom þá upp úr dúrnum að hann átti við að samþjöppun (e. consolidation) þar sem fá lið hafa marga mjög góða leikmenn og nefndi níunda áratuginn því til röskuðnings, þar sem Lakers, Pistons, Celtics og 76ers domineruðu deildina.

Aaaaaah... nú skil ég.  But, hey... who cares?!  Hvað eru menn að pirra sig yfir þessu?  Ritstjórn NBA Ísland þekkir ekki muninn á hreindýri og dádýri (Dæmi A, Dæmi BDæmi C),  og ekki eru menn að pirra sig yfir því.  I'm jus'sayin'!


Facial


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband