Færsluflokkur: Tónlist

Kid CuDi - SuperBoo (Video)


12 ár í gær síðan Notorious B.I.G. var drepinn

fp8997notorious-big-posters

RIP
Christopher Wallace

AKA Notorious B.I.G.
AKA Biggie Smalls
21.5.1972 - 9.3.1997


Retro Emmcee - Old School Dance

Emmcee hefur verið gagnrýndur fyrir einfeldni í tónlistarvali hér á blogginu og er því vert að henda inn lagi sem kallinn fílaði mjög vel back in the day.  Veit ekki hvernig flokkun þetta lag fær í dansflórunni, en ég held að þetta sé kallað down-tempo house eða eitthvað því um líkt.  Það heitir Temple Head og er með grúbbu sem kallaði sig Transglobal Underground.  Þau hafa einnig verið flokkuð sem ethno-techno.

Lagið heyrði ég fyrst hjá Omma Friðleifs þegar hann var með þáttinn Hvíta tjaldið á einhverri útvarpsstöðinni (man ekki hverri).  Ommi var á þessum tíma duglegur að flytja ferska strauma til landsins og þá erum við að tala um vínilplötur, enda löngu fyrir tíma veraldarvefsins og niðurhals.  Það var vitað mál að strákurinn hafði alltaf eitthvað rjúkandi heitt fyrir hvern þátt.  Hann frumflutti þetta lag, ef ég man rétt, á haustmánuðum 1991 og greip ég það strax.  Minnir að ég hafi jafnvel tekið það upp á kassettu.  Now that's OLD SCHOOL!  En lagið er frábært og eldist mjög vel þrátt fyrir 18 ára aldur.  Mæli með að hlusta í HQ.


The-Dream - Rockin' That Shit (Remix) (Video)

Þetta er tileinkað Omma og Dodda.  Af því þeir elska svona tónlist with a passion. Njótið vel.


Notorious fer ekki í bíó

Samkvæmt heimildum frá Omma, sem er vel innvíraður í kvikmyndaheiminn hérna á Íslandi, mun Sena ekki sýna Notorious, kvikmyndina um Notorious B.I.G., í kvikmyndahúsum.  Þess í stað fer hún beint á DVD 30. júní nk.  Þetta eru mér mikil vonbrigði, sér í lagi þar sem þeir eru óhræddir við að henda þessum viðbjóði á tjaldið hjá sér.  Hvað ætli sé búið að gera þessa mynd oft og hversu oft ætli Owen Wilson sé búinn að leika í henni?!!

Anyway, þá er bara að drífa sig á leiguna 30. júní og tékka á Notorious.  Písát.


K'naan - Dreamer ft. Chubb Rock (Video)

Sá þennan gaur fyrst í Cypher#1 á BET Hip-Hop Awards á síðasta ári og stíllinn hans greip mig strax.  Frá Mogadishu í Sómalíu sem litar mikið umfjöllunarefni laga hans.  Platan hans Troubadour sem kom út í lok febrúar er fínasti gripur.  Fríður hópur gestaperformera eins og Chubb Rock, Damien Marley, Adam Levine, Mos Def og jafnvel Kirk Hammett úr Metallica slær á strengi fyrir hann í einu lagi. 


Bishop Lamont spjallar um Dr. Dre og Detox

Ef eitthvað er að marka þetta þá kemur Detox út í lok árs 2009.  Bishop er ekki sáttur við þá sem leka út Detox trökkum.


Emmcee Top20 - Febrúar 2009

Wack - Busta Rhymes
LAX (Ready For War) - Xzibit
Echo - Ciara ft. Young Jeezy
Turn Me On (Remix) - Keri Hilson ft. T.I., JD, Busta Rhymes & Lil Wayne
Talk Go Through Us - Lil Cease ft. Fabolous
Wu Ooh - Raekwon ft. Ghostface Killah & Method Man
Never Come Down (The Brownie Song) - Cunninlynguists
Renaissance Rap (Remix) - Q-Tip ft. Busta Rhymes, Raekwon & Lil Wayne
Turn Up The Radio - Keri Hilson
La La La Boom - Tyga
Magic City - Jadakiss ft. Barrington Levy
Bitches On My Dick - Bishop Lamont
Move (If You Wanna) - Mims
Neverland - Charles Hamilton
Topless - Dr. Dre ft. T.I. & Nas  (Veit að þetta er ekki fullklárað lag, en það er samt sick.)
Day N Nite - Kid CuDi
Love & Sexy Magic - Ciara ft. Justin Timberlake
You Can Get It All - Bow Wow ft. Johnta Austin
Cause A Scene - Teairra Mari ft. Flo-Rida
Turn My Swag On (Remix) - Soulja Boy ft. Lil Wayne, Jim Jones, Maino & Jadakiss


Nýtt í Boomboxinu

A Yo - Method Man & Redman (þessir tveir klikka aldrei)
Hood Tonight - Jagged Edge ft. Kaydo Black
Sugar - Flo-Rida ft. Wynter (samplar píkupopplög on the regular - ógeð, en þetta verður því miður mjög heitt)
No Love - Twista ft. The Game
I Do Me - Spliff Star ft. Busta Rhymes (Busta hefur sjaldan verið heitari)
Staten (We Go Hard) - Raekwon (The Chef representar Shaolin)


Rick Ross - Magnificent ft. John Legend (Official Video)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband