Air Jordan 2010

air_jordan_2010_04


Rondo tjókaði á línunni og Davis kláraði leikinn

Þvílíkur tjóker þarna hann Rondo.  Eitthvað þarf Doc Rivers að endurskoða hlutina.  Hvers vegna í fjandanum er 62% career vítaskytta með boltann í lokin á hnífjöfnum leik?!  Það er engu líkara en það hafi ekkert kerfi verið í gangi þarna.  House, Wallace og Allen hanga fyrir utan og KG fer allt of seint í boltaskrínið.  Þannig að annað hvort átti þetta að vera pick-n-roll á Garnett eða isolation fyrir Rondo.

Vel gert hjá Clippers hins vegar.  Risa bomba frá Butler og erfitt skot frá Baron Davis.  Réttast hefði verið að dæma villu á Rondo líka þar sem hann slær í olnbogann á Davis í skotinu.


mbl.is Davis tryggði Clippers sigur á Boston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tyrus Thomas feisar Emeka Okafor


Serious facial

Ryan Hollins yfir Andray Blatche...


Usher minnir okkur á All-Star leikinn 2010

14. febrúar...


Michael Jackson - This Is It (Video)

Myndband eftir Spike Lee.


Það var hiti í Lakers - Cavaliers leiknum


Artest dettur á hausinn heima hjá sér

Maður er farinn að bíða átekta eftir fréttum af Ron Artest... þetta verður alltaf betra og betra.

It has been a while since a Lakers player sat out a game because of an off-court injury, but it happened Saturday when Ron Artest stayed in Los Angeles because of a concussion he suffered at home, according to the Lakers and Artest's agent.

There was some confusion over the details of Artest's injury, although a team spokesperson clarified that the 30-year-old forward fell down a flight of stairs while carrying a box and didn't trip over a box, as was believed earlier in the day.

Artest injured his elbow and needed stitches in the back of his head.

Það er þó talið að hann farið með Lakers liðinu til Phoenix á mánudaginn.

HookUp:  LA Times


Snoop Dogg - Pronto ft. Soulja Boy (Video)

Malice in Wonderland er komin í verslanir... 


Retro Emmcee: Mobb Deep - Survival Of The Fittest (Video)

On a '95 tip... Sjitt hvað þessi skítur var blastaður hérna back in the day.


Air Jordan XI - Space Jam

The Holy Grail of Sneakers...  MJ var í þessum skóm í bíómyndinni Space Jam en Nike gáfu þá aldrei út í þessum litum á eftir.  Það var hins vegar breyting þar á um þessi jól og á Þorláksmessu voru þeir formlega settir út á markaðinn, mörgum sneaker nerds til ánægju.  Gríðarleg eftirvænting ríkti fyrir útgáfuna og brotist var inn í tvær Foot Locker verslanir í Atlanta rétt fyrir útgáfu auk þess sem langar raðir mynduðust fyrir framan aðrar íþróttaverslanir.

Sjálfur átti ég svona skó á sínum tíma í upprunalegum litum og það var alveg þokkalegt að spila í þessu, en þessir skór ruddu brautina á sínum tíma fyrir þessari glansáferð á körfuboltaskóm sem er orðin ansi algeng í dag.  Ég geri hins vegar ráð fyrir að fæstir þeirra sem keyptir voru núna í vikunni verði notaði á körfuboltavellinum.

sneaker-news-air-jordan-xi-wallpapers-2

Meira á Freshnessmag.com


D-Will krossar D-Wade og stappar í trýnið á Joel Anthony

Hver segir að þessi gaur geti ekki troðið?!  Pat Riley gagnrýndi nýverið áhugaleysi Dwyane Wade þetta árið og horfandi á þetta skil ég hvað hann á við.  D-Will er með mean-ass cross over en kamán!  Wade er varla að nenna þessu.  Troðslan er hins vegar sick.


Óvænt úrslit í mest hæpaða leik tímabilsins

Ég í það minnsta bjóst við spennandi leik milli þessarra liða þó mér hafi verið slétt sama um úrslit hans en Lakers menn brugðust áhangendum sínum heldur betur þetta kvöld og áhorfendur lágu ekki á skoðun sinni í Staples Center.  15 stiga tap Lakers manna á þeirra eigin heimavelli var hins vegar alls ekki það sem ég bjóst við.  Leikmenn Lakers fjarri sínum besta leik með 36,5% skotnýtingu og meira að segja Pau Gasol sem er með vel yfir 50% nýtingu á ferlinum hitti aðeins úr 4/11.  35 stig Kobe Bryant segja ekki mikið um frammistöðu hans þar sem hann þurfti 32 skot til að ná þeim og setti aðeins niður 11.  Var þó 12/12 í vítum og var einu frákasti og tveim stoðsendingum frá þrennu.

Cavs hins vegar algerlega logandi með yfir 54% skota sinna niður, þar sem Mo Williams leiddi lestina með 28 stig og 7 stoðsendingar, 8/13 utan að velli og þar af 3/3 utan þriggja.  LeBron James var mjög einbeittur og átti einnig fínan leik þar sem hann lék sér að Ron Artest í sókninni en tapaði þó sjö boltum. 

Gestir Staples Center fóru að henda inn frauðfingrum, sem gefnir höfðu verið fyrir leikinn, inn á völlinn ásam fleira rusli til að lýsa óánægju sinni með frammistöðu liðsins og eflaust dómgæsluna líka.

Sætur sigur fyrir Shaq þar sem hann var að spila aftur á sínum gamla heimavelli þar sem hann vann þrjá titla auk þess em hann hafði lofað fyrir tímabilið að hann væri kominn til Cleveland til að "færa kónginum hring" og þar að auki fært sitt innlegg í "basketball IQ" umræðuna

Síðastliðið sumar biðu eflaust margir eftir að þessi lið myndu mætast í úrslitum deildarinnar þar til Orlando Magic stálu senunni gegn Cavs í úrslitum austursins og mættu svo Lakers í úrslitum.  Cavs lestin virðist vera komin af stað þrátt fyrir eitthvað hikst í byrjun og haldi þeir áfram að spila eins og þeir gerðu í gær kæmi mér ekki á óvart að þessi lið endi gegn hvort öðru í úrslitunum næsta sumar, og ef Lakers spila eins og þeir gerðu í gær þá kæmi mér heldur ekki á óvart að Cavs vinni þá seríu.  Lakers eiga hins vegar enn eftir að spila gegn Boston og Orlando á þessu tímabili auk þess sem tímabilið er bara rétt tæplega hálfnað og því allt of snemmt að vera með slíka spádóma.


mbl.is Cleveland lék Lakers grátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegan annan í jólum

NBA_X-Mas


Í kvöld...

Kobe vs. LeBron, kl. 10 í kvöld...

Einnig munu Boston Celtics mæta Orlando Magic.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband