NBA molar
20.1.2010
Stephon Marbury semur við kínverska liðið Shanxi Club.
Amar'e Stoudamire býst við að verða skipt frá Phoenix Suns.
TNT staffið lætur LeBron heyra það fyrir að beila á troðslukeppninni og Shaq vill að hann, Vince Carter og Kobe Bryant mætist í troðslukeppni til styrktar Haiti búum. Kannski ef Carter þorir inn fyrir þriggja stiga línuna.
Nú er búið að kæra Tyreke Evans fyrir að bíllinn hans hafi verið notaður í drive-by morði. Því næst verður sá sem dældi síðast bensíni á bílinn kærður og svo sá sem seldi Evans bílinn.
Celtics vilja ná í Krypto-Nate.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Michael Jordan hjá Jay Leno
20.1.2010
"Can I still dunk?! Are you stupid?!" Hahaahahahhah. Nettur hroki í gamla...
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo skuggaleg troðsla
17.1.2010
Errick McCollum, Goshen College...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20 mínútna körfubolti
16.1.2010
Hvenær í ósköpunum ætlar liðið mitt, Íþróttafélag Reykjavíkur að átta sig á því að körfuboltaleikur spannar 40 mínútur af leiktíma?! Þetta er því miður vandamál sem plagað hefur liðið í mörg ár. Leikinn er körfubolti í 2x10 mínútur, farið inn í hálfleik og menn mæta svo ekki inn á völlinn eftir það.
Þetta var nákvæmlega meinið í leik ÍR gegn KR í gærkvöldi. Menn mættu þokkalega sprækir í fyrri hálfleik, þó mér hafi fundist þeir leika undir getu. Menn fóru í hálfleik 6 stigum undir, og leikurinn enn opinn. Því næst mæta menn algjörlega sofandi út á völlinn, sáttir við að klára hálfan leik með litlum mun og ákveða að pakka bara saman og kveðja. KR gersamlega niðurlægði ÍR-inga á sem verstan hátt. Troðslur hægri vinstri, yfir hausa og í andlit. Leikmenn ÍR báru endalausa og óverðskuldaða virðingu fyrir andstæðingum sínum. Ekki var sú virðing endurgoldin því KR óð yfir heimaliðið á skítugum skónum. Dómgæslan var samt skelfileg í þessum leik og jafn reyndum dómurum og flautuðu þennan leik ekki til sóma. Það er hins vegar engan veginn afsökun fyrir skelfilegum leik ÍR liðsins í seinni hálfleik þessa leiks.
Kamán gæs... rífa þetta helvíti upp hérna fyrir vorið.
P.s. ég skora á Sport TV að taka hælæts úr þessum leikjum sem þeir senda beint út, þá á ég við jafnvel samantekt eins og NBA.com gerir og t.d. flottustu tilþrifin, og skelli þeim á YouTube. Það er allt of oft sem frábær tilþrif í IE deildinni verða að engu vegna þess að þau voru ekki fest á myndband og fá því enga dreifingu.
Mynd: Karfan.is
![]() |
KR burstaði ÍR 103:76 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
NBA molar
16.1.2010
Gilbert Arenas játar sök í byssumálinu og verður að bíða til mars eftir dómsúrskurði. Lágmarksrefsing í máli sem þessu er 6 mánaða fangelsisvist en hámarkið um 5 ár, þó mér finnist nú ólíklegt að hann sitji nú eitthvað inni. Adidas sögðu í kjölfarið upp samningi sínum við Arenas.
Shawne Williams sem Nets hirtu nýverið upp frá Mavericks, hefur fengið á sig átta eiturlyfja-ákærur.
Phil Jax: "Það er engin Clippers bölvun, heldur slæmt karma hjá Don Sterling, eiganda Clippers."
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)