Birdman með 8 blokk í gær
3.4.2009
Chris "Birdman" Andersen blokkaði drasl frá Utah 8 sinnum í gær sem er persónulegt met hjá honum. Þegar maður horfir á hann spila þá virðist hann vera svona fljótt á litið hvítur Rodman en þó með aðeins meiri breidd, þó hann nái eflaust aldrei Rodman í því sem hann var bestur. Karakterinn er keimlíkur. Gaur með attitude. Gaman að honum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pre-Playoffs þreyta
3.4.2009
Eins og ég nefndi í síðastu færslu þá gerast einkennilegir hlutir oft í lok leiktíðar. Þetta hins vegar verður að teljast öppsett ársins. Hér höfum við lélegasta lið austurdeildarinnar að leggja það besta í deildinni. Wizards eru næstum með jafnmörg töp og Cavs eru með sigra. Svona er þetta hins vegar þegar lið eins og Cleveland að berjast um toppsæti deildarinnar og sér fram á langa úrslitakeppni mætir liði eins og Washington sem er að fara í langt frí eftir rúma viku. Lakara liðið verður psyched og hefur engu að tapa. Klívlendingar alveg á hælunum og með rassgatið út í vindinn og sigurleikjahrina þeirra náði ekki lengra en 13 leiki.
![]() |
Washington skellti Cleveland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Double DISS
3.4.2009
Að láta stela af sér boltanum í sókninni og troða svo í andlitið á sér í vörninni á örfárra sekúndna millibili. Það er hopps á þessum litlu kútum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alltaf stuð í NBA deildinni
3.4.2009
Nú þegar nær dregur úrslitakeppninni fer að sjást hvaða lið eru reiðubúin í það maraþon sem framundan er. Til að mynda sýndu Orlando ekki að þeir séu annað sterkasta liðið í austurdeildinni með því að tapa fyrir Toronto á heimavelli. Vörnin alveg skelfileg hjá Orlando í þessum leik og einkennilegt að sjá teiginn svona galopinn og Howard úti að skíta. Þvílíkt öppsett og Magic duttu fyrir vikið niður í 3. sætið þar sem Boston unnu Charlotte... naumlega.
Jú, Boston sýndu heldur ekki mikla yfirburði með að hleypa Charlotte Bobcats í tvöfalda framlengingu. Bobcats hafa reyndar verið að sýna vígtennurnar undanfarið með því t.d. að vinna Lakers og Philly um daginn og núna með þessum tilþrifum. Boston var þó sterkara liðið á endanum og Charlotte menn drulluðu endanlega í brækurnar með að skilja Allen eftir aleinan í hægra horninu. Maður bara gerir það einfaldlega ekki í jöfnum leik með nokkrar sekúndur eftir. Verður það að skrifast á Gerald Wallace, þann frábæra varnarmann.
Lakers sluppu við þriðja tapið í röð og unnu Milwaukee, gott að loka þessu ferðalagi með sigri. Lakers eru þó búnir að tryggja sér efsta sætið í vestrinu.
![]() |
Boston vann í tvíframlengdum leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt sjitt í Boomboxinu
2.4.2009
Hef vanrækt Boomboxið undanfarið og biðst afsökunar á því. Nú er ég hins vegar búinn að skipta út Imeem spilaranum fyrir default blog.is spilarann. Hitt var orðið ómögulegt, þar sem sá var vistaður erlendis og því oft morkið að sækja alltaf lögin á slakri bandvídd. Nokkrir félagar brjálaðir yfir þessu.
Anyway, fullt af góðu sjitti þarna... Nýtt með Fat Joe, Jadakiss, Ghostface Killa, MF Doom, Mobb Deep, Bow Wow, Method Man & Redman, Kid Cudi, Wale ofl... Boomboxið er alveg bangin' núna. Kommentið á hvernig þið eruð að fíla þetta.
Tónlist | Breytt 3.4.2009 kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Emmcee Top10 - Mars 2009
2.4.2009
Capone-N-Noreaga - Wobble Wobble ft. Mobb Deep
Kid Cudi - Sky Might Fall
Method Man & Redman - Ay Yo
Keri Hilson - Knock You Down ft. Kanye West & Ne-Yo
Slim Thug - Top Drop
Brother Ali - Talkin' My Shit
Capone-N-Noreaga - Talk To Me Big Time
The Knux - Fire (Put It In The Air)
Ghostface Killah & MF Doom - Chinatown Wars (Remix)
Bow Wow - Sunshine
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Busta Rhymes - G-Stro ft. Pharrell
2.4.2009
Af Fast & Furious sándtrakkinu...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rólegur með þetta blingbling í grillinu, Weezy. Hvernig ætli það sé að stanga úr þessu eftir góða steik?! Tekur restina af kvöldinu í það.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rewind da Remix
2.4.2009
Alltaf gaman að tékka á Gje-Pje og Sí-Vebb, en tékkið sérstaklega á play nr. 5. Það er bara straight filthy hvernig D-Will fer með þennan kanadíska. "Hiddiminnahidd!"
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þvílíkur hittari...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Rookie is taunted into doing an impossible sit up. He is told he will have a towel over his head, keeps his eyes closed, and needs to count down from 10 to 1 before he attempts. Once he tries the sit up, the towel is removed and..."
Impossible Situp Prank - Watch more Funny Videos
Einstaklega siðmenntaðir og gagnkynhneigðir þessir strákar í hafnaboltanum. Hvaða nýliði vill ekki sýna strákunum að hann geti gert "the impossible sit-up"? Þetta er samt dáldið mikið fyndið.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
LeBron James MVP?
2.4.2009
Er LeBron James rosa rosa rosa rosa rosa rosa góður?
http://www.lebronisreallyreallyreallyreallyreallyreallygood.com/
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)