Jæja, fyrir hvern ætli JT sé að vinna þetta lag?
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Grín gert að "Amazing" auglýsingunum frá NBA deildinni. Von Wafer á aldrei eftir að fá að gleyma þessu...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hér er fylgst með strákunum að taka upp myndbandið og, bíddu við... var ekki Meth á settinu að taka upp þetta myndband þegar hann var að blaðra um skattana sína? Þar sagði hann eitthvað á þessa leið: "I'm SOBER right now, at my video shoot..." Hahahahaha... Heldur betur ekki, Meth. Í þessu myndbandi sjást þeir félagarnir fíra upp eina feita og mökka sig í rusl. Ekki hægt að taka upp myndband fyrr en menn eru orðnir hæfilega buzzed.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Von Wafer í bullinu
6.4.2009
...og þessi rugl troðsla var nr. 3 á top10 lista dagsins, á eftir hverjum öðrum en King James með eitthvað ally-oop sjitt og skot yfir allan völlinn frá Josh Howard. Crap.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Slakur leikur hjá Hornets
6.4.2009
Hvað er málið með alla slöku leikina sem maður fær að sjá í beinni útsendingu?! Í leik Utah og New Orleans í nótt mættust þó tveir allra bestu leikstjórnendur deildarinnar, Deron Williams og Chris Paul. Það var ekki að spyrja að því. Mögnuð tölfræði frá þeim báðum. D-Will með 21 stig (9/12), 11 stoðsendingar og ekki einn einasta tapaða bolta. CP3 með 19 stig (8/14), 12 stoðsendingar en 4 tapaða boltar.
Gæði leiksins voru hins vegar ekki á sama plani. Utah gersamlega völtuðu yfir Hornets liðið í fyrsta fjórðung 41-19. Vörn New Orleans alveg skelfileg og Utah-menn settu allt niður. Voru með yfir 75% nýtingu utan að velli í fjórðungnum. Hornets náðu eitthvað að klóra í bakkann í öðrum en voru samt 27 stigum undir í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fóru Hornets loksins að spila einhverja vörn og setja niður eitthvað af sínum skotum. Stefnan snérist algerlega við, Hornets voru farnir að skjóta yfir 70% og náðu að minnka muninn niður í 8 stig á tímabili. CP3 fékk svo 5. villuna sína í upphafi 4. hluta og þurfti að fara af velli, en við það missti liðið taktinn.
Annars var Ronnie Brewer hrikalega öflugur yfir Utah með 23 stig og David West fyrir New Orleans með 23 stig og 12 fráköst. Hornets hefðu getað tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri í nótt en verða að bíða eitthvað með það.
![]() |
Lakers vann grannaslaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ice-T lætur Soulja Boy heyra það
6.4.2009
Ice-T er brjálaður. Drullar yfir Soulja Boy og segir hann hafa drepið hipp-hoppið á eigin spýtur. Einhvers staðar stendur að menn eigi ekki að hefja grjótkast í glerhúsi, en Ice-T er reyndar maðurinn sem söng "Cop Killer" og snéri sér svo við og fór að "leika" löggu í Law & Order. Hann er að fara langt með að drepa leiklistina sjálfur. "But getcha money man, I ain't trippin'. Fix bikes or somethin." Snillingur.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þvílík vonbrigði
5.4.2009
Sá þetta í frétt frá AP:
"Never in LeBron James' entire basketball life could he recall being down by more than 40 points. Not in the NBA. Not in high school. Not even playing pickup basketball as a kid."
Maður hafði beðið eftir þessu "showdown" ansi lengi og bjóst við svakalegum leik sem yrði barátta upp á líf og dauða fram til lokasekúndna. Nei, heldur betur ekki. Þriggja stiga skotkeppni Orlando leikmanna og algert getuleysi Cleveland bæði í vörn og sókn sáu til þess að þessi leikur náði aldrei að verða áhugaverður.
Cleveland liðið á langt í land, eftir þennan leik með að sannfæra efasemdarmenn um það að þeir eigi réttmætan þátttökurétt í Finals í sumar. Orlando er mögulega liðið sem gæti mætt þeim í úrslitum eða undanúrslitum austursins, allt eftir því hvort Orlando eða Boston nái að halda öðru sætinu. Cavs hafa náð alla leið í úrslitin áður, en þá var austurdeildin mun slakari en hún er í dag og því ekki gefið að þeir nái að endurtaka það.
![]() |
Orlando burstaði topplið Cleveland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Besta körfuboltalið EVER á Íslandi?
5.4.2009
Ég veit að margir verða ósammála mér en ég verð bara að varpa þessu fram. Getur verið að KR liðið núna sé það allra besta af öllum íslenskum körfuboltaliðum sögunnar? Þetta er alveg hreint magnað lið og er spurning hverju það er að þakka. Er það fjárhaglegur styrkur KR, þe. var þessi árangur keyptur? Er Benni frábær þjálfari? Er kannski liðið hlaðið svo miklu talent að það er nánast sama hvernig þú stillir því upp, það er alltaf sterkara en andstæðingurinn?
Ég held hins vegar að þetta sé góð blanda af öllum þáttum. Það þarf góðan og ákveðinn þjálfara til að stýra liði sem er yfirfullt af "stjörnuleikmönnum". Það þarf góða summu af fjármagni til að allir séu sáttir og aðstaðan sé góð. Svo er hvert lið ekki sterkara en veikasti hlekkur þess og virðast þeir vera fáir veiku hlekkirnir í þessu liði. Eftir því sem ég best veit eru bara þrír leikmenn í þessu liði sem eru uppaldir annars staðar (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál). Skarpi, Pálmi og Fannar, og þeir hafa verið þónokkuð lengi hjá liðinu. Restin er leikmenn sem hafa alist upp í klúbbinum og eru árangurinn af mögnuðu ungliðastarfi KR-inga í gegnum árin.
KR-ingar gersamlega misþyrmdu Grindvíkingum í þessum leik framan af. Alla vega í 3 leikhluta en urðu hreinlega kærulausir og latir í lokin. Grindvíkingar að hitta frekar illa og með tæplega hálfan PAxel, aðeins 2 stig (1/5) á 18 mínútum. Bradford með 38 kvikindi og 9 fráköst. KR-ingar hins vegar að hitta hvaðan af á vellinum. Helgi og Fannar með 22 stig en Dourisseau í bullinu með 17 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar og gerði sína bestu Kobe-eftirhermu með fullt af up-and-under layuppum.
Það á að vera nánast formsatriði fyrir KR-inga að klára þetta 3-0, en þeir verða að vera með hausinn á herðunum í tveim næstu leikjum til að svo verði. KR tapaði einum leik í vetur og það var í Grindavík og er því engin eiginleg fyrirstaða að það geti gerst aftur. Grindvíkingar vinna hins vegar ekki þetta KR lið nema þeir spili 40 mínútur af sínum besta körfubolta.
![]() |
KR komst í 1:0 gegn Grindavík í Frostaskjóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Final Four í gær
5.4.2009
Michigan State sigraði University of Connecticut í fyrri leik undanúrslita háskólaboltans í gær 82-73, nánast á heimavelli í Detroit, Michigan. Mjög jafn leikur allt þar til um 7 mín voru eftir þegar Michigan fór að síga fram úr. Kalin Lucas með 21 stig og 5 stoðsendingar, Rayman Morgan með 18 og 9 fráköst. Hjá UConn var það 220 cm Afríkubúinn Hasheem Thabeet sem setti 17 og greip 6 og Stanley Robinson setti 15 stig og halaði niður 13 fráköstum. Jeff Adrien hjá UConn reyndi að slá til Travis Walton eftir að Walton hafði brotið hressilega á honum. Tilþrif leiksins án efa þegar Durrell Summers stappaði í trýnið á Robinson í hraðaupphlaupi Michigan.
Í hinum leiknum var það University of North Carolina sem sigraði Villanova nokkuð örugglega 83-69, en sá leikur náði aldrei að vera neitt sérlega spennandi. Ty Lawson ótrúlegur í liði Tar Heels með 22 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Hansbrough með sín 18 stig og 11 fráköst, eins og klukka. Reggie Redding með 15 stig og 4 fráköst fyrir Villanova en Dante Cunningham án efa besti maður liðsins með 12 stig og 12 fráköst. Lítið um tilþrif í þessum leik enda UNC liðið svakalega stöðugt og agað og virtist hafa fulla stjórn á leiknum allan tímann.
Það er því ljóst að heimamennirnir í Michigan State munu mæta hinu frábæra liði frá North Carolina í úrslitum um meistaratitil háskólaboltans og verður fróðlegt að sjá hvernig sá leikur spilast. Spartans eru háfuglar og spila hraðan bolta en Tar Heels eru mjög agað lið sem spilar öruggan bolta. Þegar þessi lið mættust í desember unnu UNC örugglega með 35 stigum og Tom Izzo þjálfari Spartans hefur lofað að það gerist ekki aftur á mánudaginn.
Hér er góð samantekt á troðslum kvöldsins:
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
NCAA troðslukeppnin í gær
4.4.2009
Þetta er filthy...
...og þetta er bara flat out disgusting!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tímabilið búið hjá Iverson
3.4.2009
Iverson hefur nýverið viðrað óánægju sína og pirring með að byrja leikin hjá Pistons á bekknum og gefið það út að hann muni frekar leggja skóna á hilluna en að standa í því. Nú aðeins augnablikum síðar hefur Joe Dumars, da head honcho í Detroit gefið út þessa yfirlýsingu:
After talking with Allen and our medical staff, we feel that resting Allen for the remainder of the season is the best course of action at this time. While he has played in our last three games, he is still feeling some discomfort and getting him physically ready to compete at the level he is accustomed to playing this late in the season does not seem possible at this point.
Iverson hafði reyndar eitthvað rætt það að bakið væri að bögga hann en er þetta tilviljun eða?!! Ég held að Dumars sé drullupirraður yfir að hafa sent frábæran leikstjórnanda sem hugsar fyrst og fremst um liðið til Denver fyrir franchise player sem selur hugsanlega fleiri miða. Eitt versta treid sem Pistons hafa gert EVER, gerðist á hans vakt. Nú sendir hann AI á sjúkralistann út tímabilið og klárlega ætlar ekki að semja við hann aftur í lok tímabils. Nice job, Joe.
Hvert getur hann svo farið? Hann virðist vera kominn með Starbury vírusinn og ekki geta fittað inn neins staðar. Spurning hvort Lakers skúbbi hann upp í sumar? Jax kann á svona vandræðapésa. Gaurinn er liability bæði hvað varðar heilsu og attitude, en hann getur líka spilað bolta eins og mofo þegar hann nennir og hefur heilsu til.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
J.R. Smith með 8 þrista í gær
3.4.2009
Annar Denver leikmaður með massífan leik í gær. J.R. Smith sem bombaði þristum hvaðan af á vellinum gegn Utah í gær. Rugl!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)