Skotkeppni milli Dirk og Melo

Denver Nuggets vs. Dallas Mavericks 117-119 (3-1) 

Mavs fá gálgafrest fram á annað kvöld eftir stórleik frá Dirk Nowitzki.  44 stig og 13 fráköst.  Carmelo Anthony hjá Nuggets var ekki síðri með 41 stig og einnig þennan magnaða þrist þarna í lokin. 


Cleveland Cavaliers 8-0 í úrslitakeppninni

Cleveland Cavaliers vs. Atlanta Hawks 84-74 (4-0) 

Cavs sópuðu út Atlanta Hawks eins og ég hafði spáð.  Lið sem hleypir Wally Szczerbiak svona óhindrað inn í teiginn til að troða á hausinn, á þeim á ekki skilið að taka þátt í þessari úrslitakeppni.  Písát Hotlanta.

Aðeins að vörninni hjá Cleveland, því þeir eru ekki að fara svona auðveldlega í gegn bara á sókninni einni.  Mótherjar Cavs hafa aðeins fengið að skora 78 stig að meðaltali alla úrslitakeppnina.  Cavs eru að halda tæplega hundrað stiga liðum í 78 stigum í úrslitakeppninni.  Detroit skoraði 94,2 í deildarkeppninni en Atlanta 98,1.  Mótherjarnir hafa ekki kannski verið þeir allra beittustu en þetta segir þó eitthvað um hve öflug Cleveland vörnin er.


mbl.is NBA: Cleveland óstöðvandi - Nowitzki fór á kostum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MVPs - Kobe & LeBron (Chalk)


"Boston/Orlando... I'm Coming To Get You!"

lebron-getcha


Sigurkarfan hjá Big Baby

Big Baby setur gamewinning djömper úr horninu eftir stoðsendingu frá Cry Baby.  Takið eftir því hvernig hann valtar yfir krakkann þarna á bekknum hjá Orlando.  Dómarinn rétt slapp.

Hér er hins vegar athyglisverð tölfræði:

Glen Davis made 23 of 45 shots from the left baseline, just inside the three-point line, all season. That's 51 percent, and though the number dips to 31 percent at the same length from the right baseline, he's still in the high 40s from just inside the arc overall, over the course of the regular season.

Ég sem hélt að þetta væri bara lukka hjá stóra barninu.

HookUp:  Ball Don't Lie


Til minningar um Chuck Daly

Þeir sem vilja minnast Chuck Daly eins og hann hefði viljað það geta fengið sér svona bol.  Chuck-D the Original Bad Boy.

bad-2T

HookUp:  Ball Don't Lie


Aaron Brooks á leiðinni á lokaballið?

ept_sports_nba_experts-31553165-1242044591


Gríðarleg vonbrigði

...en skiljanleg að mörgu leyti.  Þ.e. skiljanlegt frá hagrænum sjónarmiðum.  Grinds buðu honum bull samning sem ekki var fræðilegt fyrir ÍR að jafna.  Óskiljanlegt með tilliti til körfuboltans, þar sem það er mjög ólíklegt að hann verði í jafn stóru hlutverki hjá Grinds líkt og hjá ÍR.  Ég set spurningarmerki við það hvort hann jafnvel verði í byrjunarliðinu.  Með hávaxna leikmenn í liðinu fyrir og svo hefur heyrst að þeir ætli að fá hávaxinn kana í miðjuna fyrir næstu leiktíð.

Menn lifa hins vegar ekki á loftinu og því eðlilegt að hugað sé að því þegar að þessu kemur.  Ég hins vegar velti því reglulega fyrir mér hvernig þessi topplið deildarinnar skauta alltaf jafn auðveldlega framhjá 500 þús króna launaþakinu sem sett hefur verið af KKÍ.  Með slöku gengi krónunnar dugar það varla fyrir þokkalegum kana í dag.  Er sambandið ekkert að fylgja þessu eftir?  Er þetta bara til málamynda eða er KKÍ alvara með þessu?

Það verður súrt að sjá Stálið í gulum búningi næsta vetur en hann veit að hann á alltaf heima í Hellinum alveg sama hvað segir.  Gangi þér vel, Ómar.


mbl.is Ómar til Grindavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hang Time

Aaron Brooks á gormum fyrir þetta alley-oop...


Stjörnulaust Rockets lið vinnur Lakers

Los Angeles Lakers vs. Houston Rockets 87-99 (2-2) 

Virðist ekki hafa skemmt mikið fyrir Houston mönnum að miðherjinn Yao Ming sé búinn með þetta tímabil.  Með hann, Mutombo og T-Mac meidda á bekknum stigu allir aðrir í liðinu upp og sigruðu Lakers menn með þokkalegum mun.

Brooks öflugur með 34 og Gasol bestur hinu megin með 30.  Kobe fjarverandi og þá var það einna helst Shannon Brown sem tók þá í leiknum hjá Lakers.  Lamar Odom fór af meiddur á baki og er óvíst með hann í næsta leik.


mbl.is Houston jafnaði gegn LA Lakers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkleg hetja Celtics manna

Boston Celtics vs. Orlando Magic 95-94 (2-2) 

Frábær vörn Orlando manna lokaði á alla möguleika fyrir aðalskorara Celtics til að fá opið skot.  Það hins vegar opnaði færi fyrir Glen "Big Baby" Davis sem rúllaði niður í hornið eftir skrín fyrir Paul Pierce.  Vörnin dobblaði Pierce svo Davis var galopinn með nægan tíma fyrir eitt skot.  Hann setti það niður og færði Celtics aftur heimaleikjaréttinn. 

Þetta verður löng úrslitakeppni fyrir Celtics ef bekkurinn þeirra verður áfram svona slappur.  93 af 95 stigum Celtics manna komu frá byrjunarliðinu.  Ray Allen ískaldur fyrir utan, 0/5 en Celtics voru alls 1/10 í þristum.


mbl.is Davis hetja meistara Boston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kobe bözzer bíter

Úr leik 3 milli Lakers og Rockets.  Kobe neglir þrist um leið og flautan gellur í lok þriðja hluta.  Þetta er ekki ólíkt skotinu sem King James tók um daginn.  Hafið samt í huga að Kobe er með einn besta varnarmann deildarinnar í andlitinu þegar hann tekur skotið.  Bron er bara með einhvern pappakassa á móti sér sem gerir ekki neitt.


Kendrick Perkins vs. Michael Pietrus

Fljótt á litið finnst mér þetta ekki réttlæta flagrant villu, og hvað þá leikbann.  Hann setur út framhandlegginn til að búa til pláss en hæðar munurinn gerir höggið ýktara.  Pietrus er heldur ekkert að draga úr þessu.  Ef þetta var viljaverk þá felur hann það helv. vel.


Detroit Bad Boys

Að mörgu leyti brautryðjendur í NBA deildinni.  Áður óþekkt á þessum tíma að vinna titla með nánast vörninni einni.  Menn keyrðu ekkert inn í Detroit teiginn nema að eiga fullt erindi þangað inn og vera viðbúnir því að lenda á andlitinu.


mbl.is Þjálfari Draumaliðsins fallinn frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ghetto passinn hans Obama er enn í góðu gildi

Keepin' it real...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband